Viðskipti innlent

Jólabjórinn hefur hækkað um allt að helming

Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna hefur jólabjórinn í ár hækkað um allt að helming frá því í desember í fyrra. Hér er átt við Viking í gleri 33 cl. út úr verslun hjá ATVR.

Viking kostaði 174 kr. flaskan í fyrra en kostar nú 260 kr. sem er 49% hækkun.

Sá bjór sem hefur hækkað minnst er Royal Xmas i dós en hann fór úr 169 kr. í fyrra og upp í 208 kr. núna. Royal Xmas er Þó sterkari en Viking eða 5,6% á móti 5,2%.

Sá bjór sem hefur hækkað næstmest samkvæmt fyrrgreindri könnun er Egils Malt í gleri sem hækkaði um 42% milli áranna.

Neytendasamtökin greina frá þessu á heimasíðu sinni og taka fram að ekki sé um tæmandi könnun að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×