Dúfnadauði í Hafnarfirði Árni Stefán Árnason skrifar 11. janúar 2016 07:00 Í lögum um velferð dýra eru mjög nákvæm ákvæði, með hvaða hætti aðbúnaður dýra skuli vera og í lögunum segir jafnframt, að öryggi þeirra skuli tryggt. Refsivert getur verið, sé um alvarleg frávik frá ákvæðum laga um dýravelferð að ræða. Nýlega brast út eldur í dúfnakofa nálægt Straumsvík þar sem talið er, að yfir 200 dúfur hafi orðið eldinum að bráð. Dauði sumra þeirra, ef ekki allra hefur ekki verið þjáningalaus. Aðbúnaður fuglanna á þessum stað hefur sætt gagnrýni. Það er greinarhöfundi kunnugt um. Ekki fjarri þessum stað, á Völlunum í Hafnarfirði eru allmargir dúfnakofar, sem greinarhöfundi er kunnugt um, að gerðar hafa verið athugsemdir við af heilbrigðisyfirvöldum vegna slælegs aðbúnaðar. Eftirlit með dýrahaldi í suðvesturumdæmi, sem og á öðrum stöðum á landinu er í höndum Matvælastofnunar og umráðamanna. Ábyrgð á umhirðu, atlæti, aðbúnaði og öryggi dýra bera umráðamenn. Augljóst er þó, að eftirlit Matvælastofnunar brást í þessu tilviki. Með þessum tíðindum tekur stofnunin vonandi á þessu dýrhaldi og skerpir eftirlit sitt. Af fréttum má ráða, að ekkert öryggiskerfi hafi verið til staðar á 200 fugla dúfnabúi. Það er óskiljanlegt. Reykskynjarar tengdir öryggisþjónustu, slökkvikerfi eins og þekkist í ýmsum verslununum hefði getað komið í veg fyrir þennan alvarlega atburð, sem ég tel að skrifist á gáleysi umráðamanna og skort á eftirlitisskort. Þar sem ég er nokkuð kunnugur dúfnahaldi á Íslandi, sem ég hef ástæðu til að ætla að sé almennt til fyrirmyndar hlýt ég að skora á Matvælastofnun að taka þetta dýrahald til sérstakrar skoðunar. Svona atvik eiga ekki að geta komið upp ef umráðamenn nýta sér fullkomnustu öryggistækni, sem völ er á. Það tel ég að ætti að vera skylt að gera allsstaðar þar, sem mikill fjöldi dýra er haldinn. Ekki síst þar, sem slíkt dýrhald er fjarri mannabyggð eins og raunin er með dúfnakofana í Straumsvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í lögum um velferð dýra eru mjög nákvæm ákvæði, með hvaða hætti aðbúnaður dýra skuli vera og í lögunum segir jafnframt, að öryggi þeirra skuli tryggt. Refsivert getur verið, sé um alvarleg frávik frá ákvæðum laga um dýravelferð að ræða. Nýlega brast út eldur í dúfnakofa nálægt Straumsvík þar sem talið er, að yfir 200 dúfur hafi orðið eldinum að bráð. Dauði sumra þeirra, ef ekki allra hefur ekki verið þjáningalaus. Aðbúnaður fuglanna á þessum stað hefur sætt gagnrýni. Það er greinarhöfundi kunnugt um. Ekki fjarri þessum stað, á Völlunum í Hafnarfirði eru allmargir dúfnakofar, sem greinarhöfundi er kunnugt um, að gerðar hafa verið athugsemdir við af heilbrigðisyfirvöldum vegna slælegs aðbúnaðar. Eftirlit með dýrahaldi í suðvesturumdæmi, sem og á öðrum stöðum á landinu er í höndum Matvælastofnunar og umráðamanna. Ábyrgð á umhirðu, atlæti, aðbúnaði og öryggi dýra bera umráðamenn. Augljóst er þó, að eftirlit Matvælastofnunar brást í þessu tilviki. Með þessum tíðindum tekur stofnunin vonandi á þessu dýrhaldi og skerpir eftirlit sitt. Af fréttum má ráða, að ekkert öryggiskerfi hafi verið til staðar á 200 fugla dúfnabúi. Það er óskiljanlegt. Reykskynjarar tengdir öryggisþjónustu, slökkvikerfi eins og þekkist í ýmsum verslununum hefði getað komið í veg fyrir þennan alvarlega atburð, sem ég tel að skrifist á gáleysi umráðamanna og skort á eftirlitisskort. Þar sem ég er nokkuð kunnugur dúfnahaldi á Íslandi, sem ég hef ástæðu til að ætla að sé almennt til fyrirmyndar hlýt ég að skora á Matvælastofnun að taka þetta dýrahald til sérstakrar skoðunar. Svona atvik eiga ekki að geta komið upp ef umráðamenn nýta sér fullkomnustu öryggistækni, sem völ er á. Það tel ég að ætti að vera skylt að gera allsstaðar þar, sem mikill fjöldi dýra er haldinn. Ekki síst þar, sem slíkt dýrhald er fjarri mannabyggð eins og raunin er með dúfnakofana í Straumsvík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar