Lífið

Elizabeth Hurley gengin í það heilaga

Elizabeth Hurley og Arun Nayar eru sannarlega glæsileg hjón
Elizabeth Hurley og Arun Nayar eru sannarlega glæsileg hjón MYND/Getty Images

Leikkonan og fyrirsætan breska, Elizabeth Hurley, hefur gengið að eiga unnusta sinn, indverska kaupsýslumanninn Arun Nayar. Var um leynilega athöfn að ræða en þau gengu í það heilaga í gær, föstudag.

Samkvæmt heimildum The Daily Mirror fór athöfnin fram í Sudeley kastalanum í Englandi og var um borgaralega athöfn að ræða. Það er Henry Dent-Brocklehurst, náinn vinur Elizabetar, sem á Sudeley kastala. Mun séra John Partington síðan leggja blessun sína yfir hjónin í kastalanum í dag.

Hjónin virðast ekki ætla að taka því rólega þrátt fyrir að vera gengin í hnapphelduna en þau munu bjóða til rausnarlegrar veislu í kvöld þar sem meðal gesta verða Íslandsvinurinn Elton John, leikkonan Patsy Kensit, tískudrottningin Donatella Versace og Hugh Grant, fyrrum unnusti Elizabethar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.