Óvinur nr. 1 - Bændur Einar Freyr Elínarson skrifar 22. febrúar 2016 15:58 Nú keppast kapítalistar landsins af mikilli ákefð við að rakka niður nýja búvörusamninga. Ýmsum tölum er slegið upp og þær settar í samhengi við hina ýmsu hluti; landsspítala, Icesave samninga o.s.fr. Að sjálfsögðu minnist enginn þessarra frjálshyggjujöfra á það að flest öll lönd heimsins styðji við sinn landbúnað að sama skapi. Nei, þeir eru komnir til þess að sýna bjánum annarra landa hvernig gera skuli hlutina. Enginn þeirra hefur almennilega útskýrt hvernig hin séríslenska landbúnaðarlausn eigi að virka. Sjálfsagt er hugsunin sú að matvæli verði að mestu flutt inn. Einhversstaðar verði þó hægt að kaupa krúttlega íslenska mjólk og lambakjöt í kjörbúðum. Það er hins vegar enginn þeirra nógu djarfur til þess að segja hlutina hreint út. Hvað veldur? Það sem þeir segja ekki er að ef ekki væri fyrir þessa samninga þá væri matvöruverð einfaldlega þeim mun hærra út í búð. En þetta er kerfið sem við og önnur skynsöm ríki veljum til þess að tryggja matvælaframleiðslu. Mörgum kollega minna sárnar, eðlilega, að bændur séu nú málaðir sem afætur íslenskra neytenda. Sér í lagi svíður það að stórkapítalistarnir í Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi Atvinnurekenda ásaki aðra um að maka krókinn. Það er svolítið eins og ef að ákveðinn stjörnulögfræðingur færi að ásaka einhvern annan um perraskap. Gróf líking já - en á því miður fullkomlega við.Hvað vilja bændur? Í nýjum samningum er auknu fjármagni veitt í landbúnaðinn, m.v. eldri samning. Ein ástæða þess er sú að bændur tóku á sig skerðingar í kjölfar hrunsins, eins og margir aðrir þjóðfélagshópar. Önnur ástæðan er sú að auknar aðbúnaðarkröfur þýða að margir þurfa að fara í dýrar ráðstafanir til þess að uppfylla kröfurnar. Bændur vilja breytingar á kerfinu. Verið er að hverfa frá dýru greiðslumarkskerfi sem vonandi verður til þess að laun bændanna enda í þeirra vasa en ekki hjá bankanum. Bændur stefna á aukna hagræðingu og sú hagræðing skilar sér svo í vasa neytenda og bænda. Bændur vilja halda áfram að framleiða góð matvæli sem uppfylla strangar kröfur um heilnæmi.Hvað vill verslunin? Verslunin vill bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval, sem er mikilvægt. Það efast enginn um það að verslunin vilji gera vel við sína viðskiptavini, það vilja flestir góðir kaupmenn. En hvað er það sem raunverulega drífur verslunina. Er það ekki gróðahyggjan? Í nýlegri skýrslu sem Bændasamtökin létu vinna kom það bersýnilega í ljós hvað verslunin hugsar fyrst og fremst um og svarar þessarri spurningu. Ætla íslenskir neytendur að treysta þeim sem mest græða til að sjá um þeirra hagsmuni? Er það málið? Það eru skilaboðin sem streyma frá versluninni. Treystið okkur. Vantreystið bændum. Þeir maka bara krókinn. Það á greinilega að sannreyna það að ef sama lygin er sögð nógu oft að þá fer fólk að trúa henni. En það breytir því ekki að þetta er kjaftæði. Ef verslunin vill tala á þessum nótum þá svörum við í sama tón. Ungir bændur eru óhræddir við þann söng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Búvörusamningar Einar Freyr Elínarson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Nú keppast kapítalistar landsins af mikilli ákefð við að rakka niður nýja búvörusamninga. Ýmsum tölum er slegið upp og þær settar í samhengi við hina ýmsu hluti; landsspítala, Icesave samninga o.s.fr. Að sjálfsögðu minnist enginn þessarra frjálshyggjujöfra á það að flest öll lönd heimsins styðji við sinn landbúnað að sama skapi. Nei, þeir eru komnir til þess að sýna bjánum annarra landa hvernig gera skuli hlutina. Enginn þeirra hefur almennilega útskýrt hvernig hin séríslenska landbúnaðarlausn eigi að virka. Sjálfsagt er hugsunin sú að matvæli verði að mestu flutt inn. Einhversstaðar verði þó hægt að kaupa krúttlega íslenska mjólk og lambakjöt í kjörbúðum. Það er hins vegar enginn þeirra nógu djarfur til þess að segja hlutina hreint út. Hvað veldur? Það sem þeir segja ekki er að ef ekki væri fyrir þessa samninga þá væri matvöruverð einfaldlega þeim mun hærra út í búð. En þetta er kerfið sem við og önnur skynsöm ríki veljum til þess að tryggja matvælaframleiðslu. Mörgum kollega minna sárnar, eðlilega, að bændur séu nú málaðir sem afætur íslenskra neytenda. Sér í lagi svíður það að stórkapítalistarnir í Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi Atvinnurekenda ásaki aðra um að maka krókinn. Það er svolítið eins og ef að ákveðinn stjörnulögfræðingur færi að ásaka einhvern annan um perraskap. Gróf líking já - en á því miður fullkomlega við.Hvað vilja bændur? Í nýjum samningum er auknu fjármagni veitt í landbúnaðinn, m.v. eldri samning. Ein ástæða þess er sú að bændur tóku á sig skerðingar í kjölfar hrunsins, eins og margir aðrir þjóðfélagshópar. Önnur ástæðan er sú að auknar aðbúnaðarkröfur þýða að margir þurfa að fara í dýrar ráðstafanir til þess að uppfylla kröfurnar. Bændur vilja breytingar á kerfinu. Verið er að hverfa frá dýru greiðslumarkskerfi sem vonandi verður til þess að laun bændanna enda í þeirra vasa en ekki hjá bankanum. Bændur stefna á aukna hagræðingu og sú hagræðing skilar sér svo í vasa neytenda og bænda. Bændur vilja halda áfram að framleiða góð matvæli sem uppfylla strangar kröfur um heilnæmi.Hvað vill verslunin? Verslunin vill bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval, sem er mikilvægt. Það efast enginn um það að verslunin vilji gera vel við sína viðskiptavini, það vilja flestir góðir kaupmenn. En hvað er það sem raunverulega drífur verslunina. Er það ekki gróðahyggjan? Í nýlegri skýrslu sem Bændasamtökin létu vinna kom það bersýnilega í ljós hvað verslunin hugsar fyrst og fremst um og svarar þessarri spurningu. Ætla íslenskir neytendur að treysta þeim sem mest græða til að sjá um þeirra hagsmuni? Er það málið? Það eru skilaboðin sem streyma frá versluninni. Treystið okkur. Vantreystið bændum. Þeir maka bara krókinn. Það á greinilega að sannreyna það að ef sama lygin er sögð nógu oft að þá fer fólk að trúa henni. En það breytir því ekki að þetta er kjaftæði. Ef verslunin vill tala á þessum nótum þá svörum við í sama tón. Ungir bændur eru óhræddir við þann söng.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar