Ópólitíska stjórnsýslu undan pólitísku valdi Björn Einarsson skrifar 3. júní 2011 09:00 Öll stjórnsýsla ríkisins er svokölluð ráðherrastjórnsýsla, þ.e. að ráðherra, hver á sínu sviði, fer með æðstu yfirstjórn hennar. Það gildir einu hvort stjórnsýslan er pólitísk eða ópólitísk, allt er undir einum hatti. Það felur í sér að ráðherra skipar í æðstu stöður hennar og hægt er að kæra allar stjórnvaldsákvarðanir stjórnsýslunnar til ráðherra. Stjórnvaldsákvarðanir eru í raun allar ákvarðanir sem embættismenn stjórnsýslunnar taka, hvort sem þeir eru í ráðuneytinu eða eru læknar á spítala. Pólitíska stjórnsýslu má skilgreina sem sá hluti hennar sem hefur það að markmiði að vinna að pólitískum markmiðum og ákvarðanatökum, þ.e. ráðuneytin. Ópólitísk stjórnsýsla er í eðli sínu sá hluti hennar sem hefur hlutverk gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, þ.e. félagslegar stofnanir, mennta- og menningarstofnanir, heilbrigðisstofnanir, eftirlitsstofnanir, löggæsla og dómsvaldið. Ópólitíska valdiðAðskilja þarf pólitíska og ópólitíska stjórnsýslu með því að breyta ópólitískum ríkisstofnunum í sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og setja þær síðan undir ópólitískan Forseta Íslands. Pólitískar ráðningar ráðherra í ópólitískri stjórnsýslu er meginorsök pólitískrar spillingar. Ráðherrar skipa dómara, hvort sem er í Hæstarétt eða héraðsdóma, saksóknara, lögreglustjóra, fangelsismálastjóra, lögreglustjóra, forstjóra Landhelgisgæslu, Flugmálastjóra, Forstjóra Tryggingastofnunar, Rektor Háskóla Íslands, forstöðumann Listasafns Íslands, forstjóra Landspítala o.s.frv. Sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og nefndir eru þó til og eru mismikið undanskildar yfirstjórn ráðherra, en þær eru fáar, t.d. Seðlabankinn, Landsbókasafn - Háskólabókasafn, yfirskattanefnd og ýmsar kærunefndir og úrskurðaraðilar. Með því að breyta öllum ópólitískum stofnunum í sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir er hægt að taka þær undan valdi ráðherra. Þær eru eins og allar ríkisstofnanir stofnaðar af pólitíska valdinu, starfa samkvæmt lögum og er skammtað fjármagn í fjárlögum. Ráðherra á því ekki að geta sagt slíkri stofnun fyrir verkum nema með lagabreytingum á Alþingi. Ef þær fara út fyrir ramma fjárlaga á að vera hægt að ávíta forstöðumann stofnunarinnar eða jafnvel víkja honum úr starfi, en að öðru leyti eiga þær að vera óháðar pólitísku valdi. Allar ópólitískar ríkisstofnanir ættu að starfa sem sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og mynda ásamt dómstólunum ópólitíska valdablokk. Með því að setja ópólitískan Forseta Íslands sem æðsta embættismanns þess fæst lýðræðisleg jarðtenging við ópólitíska valdið. Forseti Íslands myndi þá skipa í æðstu stöður þess eftir ábendingar faglegra stöðunefnda á hverju sviði. Pólitíska valdiðValddreifing er einn af hornsteinum í nútíma lýðræðisskipulagi. Þrískipting ríkisvaldsins í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald er barn síns tíma og hefur sögulegar skýringar. Á tímum Montesquieu og Locke var borgarastéttin að ná völdum frá einvaldinum með þjóðþingum, sem áttu að setja framkvæmdavaldi einvaldsins skorður. Með þingræðisreglunni náði löggjafarvaldið undirtökum og gerði framkvæmdavaldið háðara sér. Forsetaræði væri því skref aftur á bak í lýðræðisþróuninni. Sterkt forsetaræði hentar hernaðarþjóðum eins og Bandaríkjum Norður Ameríku eða löndum sem bjuggu við ógnun hernaðarríkja eins og Finnar. Margir stjórnmálafræðingar í BNA telja að forsetaræðið sé helsti galli stjórnkerfis þeirra og hversu erfitt er að breyta stjórnarskrá þeirra. Pólitíska valdið á ekki að greina í sundur, vegna þess að framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið hafa sameiginlegt markmið, að stjórna landinu, marka því pólitíska stefnu og koma henni í framkvæmd. Ríkisstjórnin á að hafa frumkvæðið að stjórnun landsins en hið lýðræðiskjörna Alþingi að hafa hemil á og eftirlit með henni. Þingræðisreglan á að tryggja að Alþingi sé valdamesta stofnun ríkisins. Ríkisstjórnin situr í umboði Alþingis, þannig að þingið getur sett af ríkisstjórnina þegar hún hefur misst traust þess. Hún sækir allt vald sitt til Alþingis. Allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar þurfa að eiga stoð í lögum sem Alþingi setur, og er þannig háð þinginu um allar stjórnarathafnir, og þarf að standa þinginu skil á öllum ákvörðunum sínum. Alþingi getur því í raun ráðið stjórnarstefnunni. Alþingi hefur fjárlagavaldið og þarf ríkisstjórnin því að sækja allar fjárheimildir til þingsins. Það er því öfugmæli að taka ráðherra út af þingi og minnka möguleika þingsins á að hafa eftirlit með ráðherrum, því það veikir Alþingi og styrkir ríkisstjórnina. Þá koma einnig inn varaþingmenn svo það fjölgar í stjórnarliðinu en fækkar hlutfallslega í stjórnarandstöðunni. Til að tryggja þingræðið á það að vera skylda, að ráðherrar komi úr röðum þingmanna og sitji á þingi meðan þeir eru ráðherrar. Utanþingsráðherrar og utanþingsstjórnir eru ólýðræðislegar og eru vantraust á Alþingi. Að fækka þingmönnum er mikið vanmat á störfum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúum, því aðalstarf þeirra fer fram í rökræðum í nefndarstörfum en ekki í kappræðum í sölum Alþingis. Fækkun þingmanna ýtir undir sérfræðingaveldi og skrifstofuræði, sem eru verstu óvinir lýðræðisins. SamantektAðskilja þarf allar ópólitískar ríkisstofnanir frá pólitísku valdi ráðherra, með því að breyta þeim í sjálfstæðar ríkisstofnanir og setja þær undir ópólitískan Forseta Íslands. Þannig upprætum við pólitíska spillingu með pólitískum ráðningum og fyrirgreiðslupólitík. Við eigum að halda í þingræðið með sameinuðu pólitísku valdi, löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi, en ekki losa ríkisstjórnina undan Alþingi með því að taka ráðherra út af þingi né fækka þingmönnum. Hið lýðræðiskjörna Alþingi á að vera valdamesta stofnun ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Öll stjórnsýsla ríkisins er svokölluð ráðherrastjórnsýsla, þ.e. að ráðherra, hver á sínu sviði, fer með æðstu yfirstjórn hennar. Það gildir einu hvort stjórnsýslan er pólitísk eða ópólitísk, allt er undir einum hatti. Það felur í sér að ráðherra skipar í æðstu stöður hennar og hægt er að kæra allar stjórnvaldsákvarðanir stjórnsýslunnar til ráðherra. Stjórnvaldsákvarðanir eru í raun allar ákvarðanir sem embættismenn stjórnsýslunnar taka, hvort sem þeir eru í ráðuneytinu eða eru læknar á spítala. Pólitíska stjórnsýslu má skilgreina sem sá hluti hennar sem hefur það að markmiði að vinna að pólitískum markmiðum og ákvarðanatökum, þ.e. ráðuneytin. Ópólitísk stjórnsýsla er í eðli sínu sá hluti hennar sem hefur hlutverk gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, þ.e. félagslegar stofnanir, mennta- og menningarstofnanir, heilbrigðisstofnanir, eftirlitsstofnanir, löggæsla og dómsvaldið. Ópólitíska valdiðAðskilja þarf pólitíska og ópólitíska stjórnsýslu með því að breyta ópólitískum ríkisstofnunum í sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og setja þær síðan undir ópólitískan Forseta Íslands. Pólitískar ráðningar ráðherra í ópólitískri stjórnsýslu er meginorsök pólitískrar spillingar. Ráðherrar skipa dómara, hvort sem er í Hæstarétt eða héraðsdóma, saksóknara, lögreglustjóra, fangelsismálastjóra, lögreglustjóra, forstjóra Landhelgisgæslu, Flugmálastjóra, Forstjóra Tryggingastofnunar, Rektor Háskóla Íslands, forstöðumann Listasafns Íslands, forstjóra Landspítala o.s.frv. Sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og nefndir eru þó til og eru mismikið undanskildar yfirstjórn ráðherra, en þær eru fáar, t.d. Seðlabankinn, Landsbókasafn - Háskólabókasafn, yfirskattanefnd og ýmsar kærunefndir og úrskurðaraðilar. Með því að breyta öllum ópólitískum stofnunum í sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir er hægt að taka þær undan valdi ráðherra. Þær eru eins og allar ríkisstofnanir stofnaðar af pólitíska valdinu, starfa samkvæmt lögum og er skammtað fjármagn í fjárlögum. Ráðherra á því ekki að geta sagt slíkri stofnun fyrir verkum nema með lagabreytingum á Alþingi. Ef þær fara út fyrir ramma fjárlaga á að vera hægt að ávíta forstöðumann stofnunarinnar eða jafnvel víkja honum úr starfi, en að öðru leyti eiga þær að vera óháðar pólitísku valdi. Allar ópólitískar ríkisstofnanir ættu að starfa sem sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og mynda ásamt dómstólunum ópólitíska valdablokk. Með því að setja ópólitískan Forseta Íslands sem æðsta embættismanns þess fæst lýðræðisleg jarðtenging við ópólitíska valdið. Forseti Íslands myndi þá skipa í æðstu stöður þess eftir ábendingar faglegra stöðunefnda á hverju sviði. Pólitíska valdiðValddreifing er einn af hornsteinum í nútíma lýðræðisskipulagi. Þrískipting ríkisvaldsins í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald er barn síns tíma og hefur sögulegar skýringar. Á tímum Montesquieu og Locke var borgarastéttin að ná völdum frá einvaldinum með þjóðþingum, sem áttu að setja framkvæmdavaldi einvaldsins skorður. Með þingræðisreglunni náði löggjafarvaldið undirtökum og gerði framkvæmdavaldið háðara sér. Forsetaræði væri því skref aftur á bak í lýðræðisþróuninni. Sterkt forsetaræði hentar hernaðarþjóðum eins og Bandaríkjum Norður Ameríku eða löndum sem bjuggu við ógnun hernaðarríkja eins og Finnar. Margir stjórnmálafræðingar í BNA telja að forsetaræðið sé helsti galli stjórnkerfis þeirra og hversu erfitt er að breyta stjórnarskrá þeirra. Pólitíska valdið á ekki að greina í sundur, vegna þess að framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið hafa sameiginlegt markmið, að stjórna landinu, marka því pólitíska stefnu og koma henni í framkvæmd. Ríkisstjórnin á að hafa frumkvæðið að stjórnun landsins en hið lýðræðiskjörna Alþingi að hafa hemil á og eftirlit með henni. Þingræðisreglan á að tryggja að Alþingi sé valdamesta stofnun ríkisins. Ríkisstjórnin situr í umboði Alþingis, þannig að þingið getur sett af ríkisstjórnina þegar hún hefur misst traust þess. Hún sækir allt vald sitt til Alþingis. Allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar þurfa að eiga stoð í lögum sem Alþingi setur, og er þannig háð þinginu um allar stjórnarathafnir, og þarf að standa þinginu skil á öllum ákvörðunum sínum. Alþingi getur því í raun ráðið stjórnarstefnunni. Alþingi hefur fjárlagavaldið og þarf ríkisstjórnin því að sækja allar fjárheimildir til þingsins. Það er því öfugmæli að taka ráðherra út af þingi og minnka möguleika þingsins á að hafa eftirlit með ráðherrum, því það veikir Alþingi og styrkir ríkisstjórnina. Þá koma einnig inn varaþingmenn svo það fjölgar í stjórnarliðinu en fækkar hlutfallslega í stjórnarandstöðunni. Til að tryggja þingræðið á það að vera skylda, að ráðherrar komi úr röðum þingmanna og sitji á þingi meðan þeir eru ráðherrar. Utanþingsráðherrar og utanþingsstjórnir eru ólýðræðislegar og eru vantraust á Alþingi. Að fækka þingmönnum er mikið vanmat á störfum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúum, því aðalstarf þeirra fer fram í rökræðum í nefndarstörfum en ekki í kappræðum í sölum Alþingis. Fækkun þingmanna ýtir undir sérfræðingaveldi og skrifstofuræði, sem eru verstu óvinir lýðræðisins. SamantektAðskilja þarf allar ópólitískar ríkisstofnanir frá pólitísku valdi ráðherra, með því að breyta þeim í sjálfstæðar ríkisstofnanir og setja þær undir ópólitískan Forseta Íslands. Þannig upprætum við pólitíska spillingu með pólitískum ráðningum og fyrirgreiðslupólitík. Við eigum að halda í þingræðið með sameinuðu pólitísku valdi, löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi, en ekki losa ríkisstjórnina undan Alþingi með því að taka ráðherra út af þingi né fækka þingmönnum. Hið lýðræðiskjörna Alþingi á að vera valdamesta stofnun ríkisins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar