Vernd barna - þú skiptir sköpum Heiða Björg Pálmadóttir og Páll Ólafsson skrifa 3. apríl 2020 12:30 Börn á tímum kórónaveiru Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf að vegna faraldursins. Félagsleg einangrun er einn af fylgifiskum veirunnar. Nauðsynleg í sóttvarnarskyni en getur verið börnum skaðleg og jafnvel hættuleg. Erfiðara er fyrir skóla, heilbrigðisstarfsfólk, ættingja, vini og nágranna að fylgjast með líðan og stöðu barna á sama tíma og kvíði, álag og streita eykst hjá foreldrum. Þetta ástand eykur líkur á ofbeldi og vanrækslu og börn eiga erfiðara með að láta vita ef eitthvað er að. Hvað er til ráða? Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við getum tilkynnt um slæmar aðstæður barns með símtali við Neyðarlínuna 112 sem hefur beina tengingu við allar barnaverndarnefndir landsins. Barnaverndin er opin allan sólarhringinn. Íslendingar búa við þá gæfu að hafa lög um almenna tilkynningarskyldu í landinu. Þetta þýðir að okkur öllum er skylt að láta barnaverndarnefnd vita ef við höfum áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður. Á sama tíma tryggja lögin einstaklingum nafnleynd þegar þeir tilkynna. Þið vinir og ættingjar, sem hafið áhyggjur af barni á heimili sínu, hikið ekki við að hafa samband og koma áhyggjum ykkar á framfæri. Sama gildir um kunningja, samstarfsfólk, nágranna og aðra sem kunna að hafa upplýsingar um aðstæður barna. Þið þurfið ekki að rannsaka málið eða vera alveg viss í ykkar sök áður en þið hafið samband við 112, það er hlutverk barnaverndar að komast að því hvort áhyggjurnar eru á rökum reistar. Stundum höldum við að einhver annar hafi tilkynnt. Tilkynnum samt og gerum það aftur ef þörf er á. Fleiri tilkynningar geta gefið skýrari mynd af aðstæðum barns. Foreldrar, sem upplifa erfiðleika, eru að missa tökin, geta ekki komið rétt fram við börnin sín. Þið eigið bakland í barnaverndinni. Þið getið haft samband og leitað aðstoðar. Barnavernd er stuðningur fyrir foreldra. Síðast en ekki síst, börn sem eru hrædd eða eru í aðstæðum þar sem þið eru ekki örugg – þið getið haft samband við 112. Barnaverndin er ykkar stuðningsaðili. Við stöndum vaktina Neyðarlínan 112 tekur við símtölum allan sólarhringinn og um allt land standa barnaverndarnefndir vaktina og eru tilbúnar að bregðast við þegar tilkynningar koma. Þær geta brugðist við hvenær sem er sólarhringsins ef barn er í hættu eða þörf er á tafarlausum viðbrögðum. Hér skiptir engu þó að einstaklingar á heimili séu í sóttkví eða einangrun, öllum málum er sinnt. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu stendur líka vaktina og er undir það búið að sinna börnum í sóttkví eða einangrun. Vert er að þakka þessari framvarðarsveit barnaverndar hjá ríki og sveitarfélögum sem hefur staðið vörð um þau börn sem standa höllustum fæti í dag og mun standa hann áfram þar til lífið færist í eðlilegt horf – og áfram eftir það. Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar. Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Börn á tímum kórónaveiru Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf að vegna faraldursins. Félagsleg einangrun er einn af fylgifiskum veirunnar. Nauðsynleg í sóttvarnarskyni en getur verið börnum skaðleg og jafnvel hættuleg. Erfiðara er fyrir skóla, heilbrigðisstarfsfólk, ættingja, vini og nágranna að fylgjast með líðan og stöðu barna á sama tíma og kvíði, álag og streita eykst hjá foreldrum. Þetta ástand eykur líkur á ofbeldi og vanrækslu og börn eiga erfiðara með að láta vita ef eitthvað er að. Hvað er til ráða? Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við getum tilkynnt um slæmar aðstæður barns með símtali við Neyðarlínuna 112 sem hefur beina tengingu við allar barnaverndarnefndir landsins. Barnaverndin er opin allan sólarhringinn. Íslendingar búa við þá gæfu að hafa lög um almenna tilkynningarskyldu í landinu. Þetta þýðir að okkur öllum er skylt að láta barnaverndarnefnd vita ef við höfum áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður. Á sama tíma tryggja lögin einstaklingum nafnleynd þegar þeir tilkynna. Þið vinir og ættingjar, sem hafið áhyggjur af barni á heimili sínu, hikið ekki við að hafa samband og koma áhyggjum ykkar á framfæri. Sama gildir um kunningja, samstarfsfólk, nágranna og aðra sem kunna að hafa upplýsingar um aðstæður barna. Þið þurfið ekki að rannsaka málið eða vera alveg viss í ykkar sök áður en þið hafið samband við 112, það er hlutverk barnaverndar að komast að því hvort áhyggjurnar eru á rökum reistar. Stundum höldum við að einhver annar hafi tilkynnt. Tilkynnum samt og gerum það aftur ef þörf er á. Fleiri tilkynningar geta gefið skýrari mynd af aðstæðum barns. Foreldrar, sem upplifa erfiðleika, eru að missa tökin, geta ekki komið rétt fram við börnin sín. Þið eigið bakland í barnaverndinni. Þið getið haft samband og leitað aðstoðar. Barnavernd er stuðningur fyrir foreldra. Síðast en ekki síst, börn sem eru hrædd eða eru í aðstæðum þar sem þið eru ekki örugg – þið getið haft samband við 112. Barnaverndin er ykkar stuðningsaðili. Við stöndum vaktina Neyðarlínan 112 tekur við símtölum allan sólarhringinn og um allt land standa barnaverndarnefndir vaktina og eru tilbúnar að bregðast við þegar tilkynningar koma. Þær geta brugðist við hvenær sem er sólarhringsins ef barn er í hættu eða þörf er á tafarlausum viðbrögðum. Hér skiptir engu þó að einstaklingar á heimili séu í sóttkví eða einangrun, öllum málum er sinnt. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu stendur líka vaktina og er undir það búið að sinna börnum í sóttkví eða einangrun. Vert er að þakka þessari framvarðarsveit barnaverndar hjá ríki og sveitarfélögum sem hefur staðið vörð um þau börn sem standa höllustum fæti í dag og mun standa hann áfram þar til lífið færist í eðlilegt horf – og áfram eftir það. Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar. Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun