Svíar komnir á blað í milliriðlinum eftir sigur á Ungverjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2020 21:15 Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar í kvöld. Vísir/EPA Svíþjóð landaði loks sigri í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta er liðið lagði Ungverja af velli með sex marka mun í Malmö í kvöld. Lokatölur leiksins 24-18 sem þýðir að Noregur hefur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum en Norðmenn lögðu okkur Íslendinga af velli fyrr í dag, 31-28. Svíar voru án sigurs og án stiga fyrir leik sinn gegn Ungverjalandi í kvöld en þeir sænsku höfðu tapað fyrir Portúgal og Noregi. Á sama tíma voru Ungverjar að berjast um sæti í undanúrslitum mótsins. Sóknarleikur beggja liða gekk brösuglega framan af leik í kvöld en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru aðeins átta mörk komin í leikinn, fjögur á hvort lið. Það virtist sem liðin yrðu jöfn þegar flautað yrði til hálfleiks en Lucas Pelle skoraði síðasta mark hálfleiksins í blálokin sem þýddi að Svíar voru einu marki yfir þegar flautan gall, staðan þá 10-9. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik en Svíar þó alltaf hænuskrefi á undan Ungverjum. Bence Banhidi tókst þó að jafna metin í stöðunni 18-18 þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Eftir það gekk ekkert upp hjá Ungverjum en þeir skoruðu ekki mark síðustu 13 mínútur leiksins á meðan Svíar skoruðu sex. Lauk leiknum því með sex marka sigri Svía, 24-18. Þeirra fyrsti í milliriðlinum. Jim Gottfridson [sjá mynd] og Lucas Pellas skoruðu sex mörk hvor fyrir heimamenn í Svíþjóð. Þá skoraði Zoltán Szita fjögur fyrir Ungverjaland. Svíþjóð mætir Íslandi klukkan 19:30 annað kvöld í lokaleik beggja liða á mótinu. Ungverjar halda enn í von um sæti í undanúrslitum en þeir þurfa sigur gegn Portúgal á morgun sem og að treysta á Norðmenn gegn Slóvenum. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn "Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. 21. janúar 2020 20:00 Portúgalir eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit Slóvenar sigu fram úr undir lokin gegn Portúgölum. 21. janúar 2020 16:40 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Svíþjóð landaði loks sigri í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta er liðið lagði Ungverja af velli með sex marka mun í Malmö í kvöld. Lokatölur leiksins 24-18 sem þýðir að Noregur hefur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum en Norðmenn lögðu okkur Íslendinga af velli fyrr í dag, 31-28. Svíar voru án sigurs og án stiga fyrir leik sinn gegn Ungverjalandi í kvöld en þeir sænsku höfðu tapað fyrir Portúgal og Noregi. Á sama tíma voru Ungverjar að berjast um sæti í undanúrslitum mótsins. Sóknarleikur beggja liða gekk brösuglega framan af leik í kvöld en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru aðeins átta mörk komin í leikinn, fjögur á hvort lið. Það virtist sem liðin yrðu jöfn þegar flautað yrði til hálfleiks en Lucas Pelle skoraði síðasta mark hálfleiksins í blálokin sem þýddi að Svíar voru einu marki yfir þegar flautan gall, staðan þá 10-9. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik en Svíar þó alltaf hænuskrefi á undan Ungverjum. Bence Banhidi tókst þó að jafna metin í stöðunni 18-18 þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Eftir það gekk ekkert upp hjá Ungverjum en þeir skoruðu ekki mark síðustu 13 mínútur leiksins á meðan Svíar skoruðu sex. Lauk leiknum því með sex marka sigri Svía, 24-18. Þeirra fyrsti í milliriðlinum. Jim Gottfridson [sjá mynd] og Lucas Pellas skoruðu sex mörk hvor fyrir heimamenn í Svíþjóð. Þá skoraði Zoltán Szita fjögur fyrir Ungverjaland. Svíþjóð mætir Íslandi klukkan 19:30 annað kvöld í lokaleik beggja liða á mótinu. Ungverjar halda enn í von um sæti í undanúrslitum en þeir þurfa sigur gegn Portúgal á morgun sem og að treysta á Norðmenn gegn Slóvenum.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn "Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. 21. janúar 2020 20:00 Portúgalir eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit Slóvenar sigu fram úr undir lokin gegn Portúgölum. 21. janúar 2020 16:40 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45
Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn "Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. 21. janúar 2020 20:00
Portúgalir eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit Slóvenar sigu fram úr undir lokin gegn Portúgölum. 21. janúar 2020 16:40