Tanngreiningar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt. Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna. Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala. Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt. Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna. Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala. Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun