Staðreyndir um fjárhagsstöðu Almar Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2020 09:00 Af og til kviknar umræða um fjármál sveitarfélaga, skuldastöðu og getu þeirra til að fjárfesta í innviðum. Umræða sem byggir á þurrum tölum er kannski ekki alltaf skemmtileg, en hún er nauðsynleg og af hinu góða. Það er hyggilegra að umræðan byggi á staðreyndum en ekki upphrópunum. Fyrir okkur Garðbæinga er hollt og gott að skoða stöðu mála hjá okkur í samhengi við stöðuna hjá hinum ellefu af tólf stærstu sveitarfélögunum. Hér læt ég myndirnar tala sínu máli. Tölurnar eru fengnar úr nýjustu útgefnu ársreikningum (2018). Skuldir annarra meira en tvöfalt hærri Þegar skuldastaða er skoðuð kemur í ljós að skuldaviðmið Garðabæjar er 60% á meðan meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna er 120%. Hæst má þetta hlutfall vera 150%. Samkvæmt þessum mælikvarða er skuldastaða mjög hófleg í Garðabæ. Önnur leið er að skoða skuldir á hvern íbúa. Í Garðabæ eru þær 903 þúsund krónur á mann á meðan meðaltal allra tólf stærstu sveitarfélaganna er 1.953 þúsund krónur á mann. Með öðrum orðum: Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ eru innan við helmingur af meðaltali 12 stærstu sveitarfélaga landsins. Það er eftirsóknarverð staða og ástæða til að halda henni til haga. Góð fjárhagsstaða = geta til fjárfestinga Það er einnig mikilvægt að skoða hina hliðina. Er góð afkoma og heilbrigð skuldastaða að skila sér í fjárfestingum? Í Garðabæ voru fjárfestingar sem hlutfall af tekjum 16,4% árið 2018. Meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna var 14,2%. Aðeins voru tvö sveitarfélög með hærra hlutfall en Garðabær. Sögulega hefur þetta hlutfall verið sterkt í Garðabæ. Veltufé frá rekstri er stærðin sem segir til um hversu mikið er til skiptanna í fjárfestingar og/eða niðurgreiðslu skulda. Sú stærð í hlutfalli við skuldir segir til um hversu mörg ár það tekur að nýta veltufé frá rekstri til að greiða niður allar skuldir. Í tilviki Garðabæjar tekur 6,6 ár að greiða niður allar skuldir á meðan meðaltal tólf sveitarfélaga er 9,2 ár. Hin hliðin á þessari stærð er sú að því lægri sem hún er, þeim mun meiri er getan til að ráðast í fjárfestingar. Það er þrjú sveitarfélög af tólf stærstu sem gera betur á þennan mælikvarða, en Garðabær stendur best af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en 10 þúsund íbúa. Staðreyndir tala sínu máli Ofangreint sýnir að fjárhagsstaða Garðabæjar í samanburði við önnur stór sveitarfélög er mjög sterk. Slík staða verður ekki til á einu ári. Hóflegar skuldir í gegnum tíðina, og lágar vaxtagreiðslur samfara því, hafa nefnilega þýtt að stór hluti af framkvæmdum bæjarins hefur verið fjármagnaður í gegnum rekstur en ekki með skuldasöfnun. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Hin hliðin á peningnum er síðan gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélög veita. Ef góð fjárhagsstaða og hagkvæmur rekstur er á kostnað gæða í þjónustu þá er til lítils unnið. Það er gleðiefni fyrir Garðbæinga að samkvæmt könnun á ánægju íbúa sveitarfélaga kemur þjónusta við bæjarbúa afar vel út í samanburði við aðra. Það er enn ein staðreyndin. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Af og til kviknar umræða um fjármál sveitarfélaga, skuldastöðu og getu þeirra til að fjárfesta í innviðum. Umræða sem byggir á þurrum tölum er kannski ekki alltaf skemmtileg, en hún er nauðsynleg og af hinu góða. Það er hyggilegra að umræðan byggi á staðreyndum en ekki upphrópunum. Fyrir okkur Garðbæinga er hollt og gott að skoða stöðu mála hjá okkur í samhengi við stöðuna hjá hinum ellefu af tólf stærstu sveitarfélögunum. Hér læt ég myndirnar tala sínu máli. Tölurnar eru fengnar úr nýjustu útgefnu ársreikningum (2018). Skuldir annarra meira en tvöfalt hærri Þegar skuldastaða er skoðuð kemur í ljós að skuldaviðmið Garðabæjar er 60% á meðan meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna er 120%. Hæst má þetta hlutfall vera 150%. Samkvæmt þessum mælikvarða er skuldastaða mjög hófleg í Garðabæ. Önnur leið er að skoða skuldir á hvern íbúa. Í Garðabæ eru þær 903 þúsund krónur á mann á meðan meðaltal allra tólf stærstu sveitarfélaganna er 1.953 þúsund krónur á mann. Með öðrum orðum: Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ eru innan við helmingur af meðaltali 12 stærstu sveitarfélaga landsins. Það er eftirsóknarverð staða og ástæða til að halda henni til haga. Góð fjárhagsstaða = geta til fjárfestinga Það er einnig mikilvægt að skoða hina hliðina. Er góð afkoma og heilbrigð skuldastaða að skila sér í fjárfestingum? Í Garðabæ voru fjárfestingar sem hlutfall af tekjum 16,4% árið 2018. Meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna var 14,2%. Aðeins voru tvö sveitarfélög með hærra hlutfall en Garðabær. Sögulega hefur þetta hlutfall verið sterkt í Garðabæ. Veltufé frá rekstri er stærðin sem segir til um hversu mikið er til skiptanna í fjárfestingar og/eða niðurgreiðslu skulda. Sú stærð í hlutfalli við skuldir segir til um hversu mörg ár það tekur að nýta veltufé frá rekstri til að greiða niður allar skuldir. Í tilviki Garðabæjar tekur 6,6 ár að greiða niður allar skuldir á meðan meðaltal tólf sveitarfélaga er 9,2 ár. Hin hliðin á þessari stærð er sú að því lægri sem hún er, þeim mun meiri er getan til að ráðast í fjárfestingar. Það er þrjú sveitarfélög af tólf stærstu sem gera betur á þennan mælikvarða, en Garðabær stendur best af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en 10 þúsund íbúa. Staðreyndir tala sínu máli Ofangreint sýnir að fjárhagsstaða Garðabæjar í samanburði við önnur stór sveitarfélög er mjög sterk. Slík staða verður ekki til á einu ári. Hóflegar skuldir í gegnum tíðina, og lágar vaxtagreiðslur samfara því, hafa nefnilega þýtt að stór hluti af framkvæmdum bæjarins hefur verið fjármagnaður í gegnum rekstur en ekki með skuldasöfnun. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Hin hliðin á peningnum er síðan gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélög veita. Ef góð fjárhagsstaða og hagkvæmur rekstur er á kostnað gæða í þjónustu þá er til lítils unnið. Það er gleðiefni fyrir Garðbæinga að samkvæmt könnun á ánægju íbúa sveitarfélaga kemur þjónusta við bæjarbúa afar vel út í samanburði við aðra. Það er enn ein staðreyndin. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar