Bílar

Umferð á höfuðborgarsvæðinu að aukast

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Umferð á Vesturlandsvegi. Mynd/ Rósa.
Umferð á Vesturlandsvegi. Mynd/ Rósa.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst í síðustu viku miðað við vikuna á undan. Hún er þó nærri 10% minni en í sömu viku í fyrra.

Rekja má aukninguna til rýmkunar á samkomubanni sem hefur verið í gildi vegna kórónafaraldursins. Tölur Vegagerðarinnar gefa til kynna 9,5% samdrátt í umferðinni í síðustu viku, viku 19 og í sömu viku á síðasta ári. Þetta er minnsta samdráttarmæling síðan í viku 11, vikunni fyrir samkomubann.

Meðalsólarhringsumferð um lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eftir staðalvikum.

Mestur mældist samdrátturinn á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um 20%. Samdrátturinn varð minnstur á Reykjanesbraut við Dalveg, 5%.

Mismunur í viku 19, eftir mælisniðum:

Kópavogslækur -19,9%

Reykjanesbraut -5,0%

Vesturlandsvegur -7,0%Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.