Leikjavísir

Mánudagsstreymi GameTíví: Warzone og HyperZ giveaway

Samúel Karl Ólason skrifar
warzone

Enn einn mánudagurinn er nú genginn í garð og þá er eitt víst. GameTívi streymið fer fram í kvöld. Eins og að undanförnu ætla þeir Óli Jóels, Tryggvi, Kristján Einar og Dói að spila Warzone og verða þeir einnig með HyperX giveaway.

Stóru spurningarnar fyrir kvöldið eru hve oft Tryggvi mun þurfa að endurlífga Óla eftir að hann verður snipeaður í hausinn, hvort Kristján Einar nái að stúta fleiri farartækjum og hvort Dói nái að smala þessum kattahópi í síðasta hringinn og til sigurs.

Streymið hefst klukkan átta í kvöld og verður hægt að fylgjast með því hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.