Fólkið fyrst Edda Hermannsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Hátt í 300 háttsettir stjórnendur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjölfar umræðu um kynbundna mismunun. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mánuðum og afleiðingarnar eru alvarlegar. Vandamálið er líka rótgróið, hefur fengið að vaxa og verið ósnert í áratugi og í raun öldum saman. Það getur verið erfitt að koma orðum yfir vandann enda er stór hluti hans óáþreifanlegur. Talað er niður til kvenna, þeim mismunað og áreitnin er á tíðum kynferðisleg. Þegar hópur hugrakkra kvenna vakti máls á #metoo hér heima fóru stjórnendur að líta inn á við og sumir vöknuðu upp við vondan draum. Fjölda karlmanna var brugðið við frásögn kvenna af áreitni á vinnustöðum, sögur af samstarfsfélögum, yfirmönnum og viðskiptavinum. Sögur af mönnum sem eru alls ekki slæmir, í raun bara mjög góðir náungar. Þær sögur sýna best hversu inngreypt hugarfarið er í menningu okkar og við oft blind á eigin hegðun. Í Íslandsbanka er mikil áhersla lögð á jafnrétti og við höfum staðið fyrir virkri umræðu innan sem utan bankans um jafnréttismál. Auk þess hafa á annað þúsund sótt fundi bankans um jafnréttismál sem við erum mjög stolt af. Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll en helmingur stjórnenda og framkvæmdastjórnar eru konur. Við, líkt og aðrir, þurftum að fara í naflaskoðun en frá upphafi var ákveðið að taka málið föstum tökum. Um leið og við lögðum okkur fram við að gæta sanngirni og fara varlega í ásakanir voru skilaboðin skýr um að mál yrðu ekki þögguð niður. Farið var yfir starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo ekki færi á milli mála hvernig ætti að bregðast við kynbundinni mismunun og áreitni.Stærsta verkefnið Stærsta verkefnið var að hlusta enn betur á starfsfólkið. Æðstu stjórnendur hittu fólk úr ólíkum áttum í bankanum en það er mikilvægt að mál sem þessi séu inni á borði framkvæmdastjórnar en ekki komið fyrir í mis valdamiklum nefndum. Konur jafnt sem karlar í bankanum ræddu markvisst saman. Konur sögðu sögur af sinni upplifun í gegnum tíðina og karlar ræddu hvort þeir hefðu einhvern tíma tekið þátt í slíku athæfi eða orðið vitni að því. Auðmýkt er undanfari virðingar og það á vel við í þessari umræðu. Það á að bera virðingu fyrir umræðunni og öllum sögunum en þar skipta áherslur og viðbrögð stjórnenda máli því eftir höfðinu dansa limirnir. Öll getum við litið inn á við og spurt okkur hvort það sé eitthvað sem við getum gert á annan hátt og verið auðmjúk og einlæg í því samtali. Það er því aðdáunarvert að horfa á konur segja sínar sögur en það er ekki síður áhugavert að hlusta á sögur karla sem sjá hvaða hegðun er óásættanleg og vilja breyta henni enda verðum við fyrst og fremst að læra og horfa til framtíðar. Davia Temin, sérfræðingur í krísustjórnun, kom til landsins í síðustu viku og ræddi um afleiðingar #metoo í Bandaríkjunum. Hún sagði að í öllum krísum þyrftu fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er: fólkið fyrst. Það er algjört grundvallaratriði og fyrirtæki ættu ekki aðeins að hugsa um það í krísum heldur í daglegum rekstri. Það er enginn vinnustaður neitt án fólksins og ef einhver gerir eitthvað á hlut þess skaðar það vinnustaðinn. Þessi orð eiga líka vel við gagnvart #metoo. Það eru engin viðskipti verðmætari en fólkið sjálft og því mest um vert að ekki sé gengið á hlut þess. Þetta er áskorun fyrirtækja í framhaldi af umræðu síðustu vikna. Að tryggja starfsfólki sínu góðan vinnustað þar sem það getur treyst því að það skipti máli og komið sé fram við það af virðingu. Ef reglur eru brotnar skal tekið á þeim málum og línan er skýr, kynbundin mismunun er ekki umborin.Höfundur er samskiptastjóri Íslandsabanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Edda Hermannsdóttir Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hátt í 300 háttsettir stjórnendur í Bandaríkjunum hafa látið af störfum í kjölfar umræðu um kynbundna mismunun. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mánuðum og afleiðingarnar eru alvarlegar. Vandamálið er líka rótgróið, hefur fengið að vaxa og verið ósnert í áratugi og í raun öldum saman. Það getur verið erfitt að koma orðum yfir vandann enda er stór hluti hans óáþreifanlegur. Talað er niður til kvenna, þeim mismunað og áreitnin er á tíðum kynferðisleg. Þegar hópur hugrakkra kvenna vakti máls á #metoo hér heima fóru stjórnendur að líta inn á við og sumir vöknuðu upp við vondan draum. Fjölda karlmanna var brugðið við frásögn kvenna af áreitni á vinnustöðum, sögur af samstarfsfélögum, yfirmönnum og viðskiptavinum. Sögur af mönnum sem eru alls ekki slæmir, í raun bara mjög góðir náungar. Þær sögur sýna best hversu inngreypt hugarfarið er í menningu okkar og við oft blind á eigin hegðun. Í Íslandsbanka er mikil áhersla lögð á jafnrétti og við höfum staðið fyrir virkri umræðu innan sem utan bankans um jafnréttismál. Auk þess hafa á annað þúsund sótt fundi bankans um jafnréttismál sem við erum mjög stolt af. Unnið hefur verið að því að jafna kynjahlutföll en helmingur stjórnenda og framkvæmdastjórnar eru konur. Við, líkt og aðrir, þurftum að fara í naflaskoðun en frá upphafi var ákveðið að taka málið föstum tökum. Um leið og við lögðum okkur fram við að gæta sanngirni og fara varlega í ásakanir voru skilaboðin skýr um að mál yrðu ekki þögguð niður. Farið var yfir starfsreglur og ferlar yfirfarnir svo ekki færi á milli mála hvernig ætti að bregðast við kynbundinni mismunun og áreitni.Stærsta verkefnið Stærsta verkefnið var að hlusta enn betur á starfsfólkið. Æðstu stjórnendur hittu fólk úr ólíkum áttum í bankanum en það er mikilvægt að mál sem þessi séu inni á borði framkvæmdastjórnar en ekki komið fyrir í mis valdamiklum nefndum. Konur jafnt sem karlar í bankanum ræddu markvisst saman. Konur sögðu sögur af sinni upplifun í gegnum tíðina og karlar ræddu hvort þeir hefðu einhvern tíma tekið þátt í slíku athæfi eða orðið vitni að því. Auðmýkt er undanfari virðingar og það á vel við í þessari umræðu. Það á að bera virðingu fyrir umræðunni og öllum sögunum en þar skipta áherslur og viðbrögð stjórnenda máli því eftir höfðinu dansa limirnir. Öll getum við litið inn á við og spurt okkur hvort það sé eitthvað sem við getum gert á annan hátt og verið auðmjúk og einlæg í því samtali. Það er því aðdáunarvert að horfa á konur segja sínar sögur en það er ekki síður áhugavert að hlusta á sögur karla sem sjá hvaða hegðun er óásættanleg og vilja breyta henni enda verðum við fyrst og fremst að læra og horfa til framtíðar. Davia Temin, sérfræðingur í krísustjórnun, kom til landsins í síðustu viku og ræddi um afleiðingar #metoo í Bandaríkjunum. Hún sagði að í öllum krísum þyrftu fyrirtæki að hafa eitt í huga, það er: fólkið fyrst. Það er algjört grundvallaratriði og fyrirtæki ættu ekki aðeins að hugsa um það í krísum heldur í daglegum rekstri. Það er enginn vinnustaður neitt án fólksins og ef einhver gerir eitthvað á hlut þess skaðar það vinnustaðinn. Þessi orð eiga líka vel við gagnvart #metoo. Það eru engin viðskipti verðmætari en fólkið sjálft og því mest um vert að ekki sé gengið á hlut þess. Þetta er áskorun fyrirtækja í framhaldi af umræðu síðustu vikna. Að tryggja starfsfólki sínu góðan vinnustað þar sem það getur treyst því að það skipti máli og komið sé fram við það af virðingu. Ef reglur eru brotnar skal tekið á þeim málum og línan er skýr, kynbundin mismunun er ekki umborin.Höfundur er samskiptastjóri Íslandsabanka
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar