Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2018 06:00 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni Vísir/pjetur Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri, hafa skuldbundið sig til að kaupa umtalsverðan eignarhlut í Arion banka í boðuðu hlutafjárútboði bankans í júní. Fjárfestingarsjóðirnir munu kaupa á bilinu 10 til 20 prósent af þeim bréfum sem verða samtals seld í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Áætlað er að selja að lágmarki fjórðungshlut, mögulega meira, og eignarhlutur sjóðanna í Arion banka eftir útboðið gæti því samanlagt verið í kringum 3 til 5 prósent. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nöfn sjóðanna en um er að ræða fjárfestingarsjóði sem eru í hópi stærstu hluthafa í fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöllinni. Þeir sjóðir eru á vegum Eaton Vance, Miton Group, Lansdowne Partners og Wellington. Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem er á meðal söluráðgjafa Kaupþings í tengslum við hlutafjárútboð bankans, hefur milligöngu um viðskiptin. Gengið var frá samkomulagi við sjóðina í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þeir taka þátt í útboðinu sem hornsteinsfjárfestar. Það þýðir að þeir skuldbinda sig fyrirfram til að kaupa tiltekinn hlut í bankanum á sama verði og aðrir fjárfestar í útboðinu, en semja ekki um sérstakt verð, og þá oft og tíðum lægra, líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Upplýst verður um þátttöku sjóðanna sem hornsteinsfjárfesta í skráningarlýsingu sem birtist í tengslum við útboðið síðar í vikunni, líklega eftir lokun markaða í dag, fimmtudag. Sem fyrr segir liggur ekki endanlega fyrir hversu stóran hlut sjóðirnir kaupa, það ræðst af eftirspurn og gengi í útboðinu, en ef niðurstaðan verður samanlagt um 5 prósenta hlutur á genginu 0,7 miðað við núverandi eigið fé Arion banka, svo dæmi sé tekið, þá mun söluandvirðið nema um sjö milljörðum króna. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran hlut í útboðinu og þá mun Attestor Capital, sem á 12,4 prósent, mögulega selja allt að 2 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00 Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri, hafa skuldbundið sig til að kaupa umtalsverðan eignarhlut í Arion banka í boðuðu hlutafjárútboði bankans í júní. Fjárfestingarsjóðirnir munu kaupa á bilinu 10 til 20 prósent af þeim bréfum sem verða samtals seld í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Áætlað er að selja að lágmarki fjórðungshlut, mögulega meira, og eignarhlutur sjóðanna í Arion banka eftir útboðið gæti því samanlagt verið í kringum 3 til 5 prósent. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nöfn sjóðanna en um er að ræða fjárfestingarsjóði sem eru í hópi stærstu hluthafa í fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöllinni. Þeir sjóðir eru á vegum Eaton Vance, Miton Group, Lansdowne Partners og Wellington. Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem er á meðal söluráðgjafa Kaupþings í tengslum við hlutafjárútboð bankans, hefur milligöngu um viðskiptin. Gengið var frá samkomulagi við sjóðina í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þeir taka þátt í útboðinu sem hornsteinsfjárfestar. Það þýðir að þeir skuldbinda sig fyrirfram til að kaupa tiltekinn hlut í bankanum á sama verði og aðrir fjárfestar í útboðinu, en semja ekki um sérstakt verð, og þá oft og tíðum lægra, líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Upplýst verður um þátttöku sjóðanna sem hornsteinsfjárfesta í skráningarlýsingu sem birtist í tengslum við útboðið síðar í vikunni, líklega eftir lokun markaða í dag, fimmtudag. Sem fyrr segir liggur ekki endanlega fyrir hversu stóran hlut sjóðirnir kaupa, það ræðst af eftirspurn og gengi í útboðinu, en ef niðurstaðan verður samanlagt um 5 prósenta hlutur á genginu 0,7 miðað við núverandi eigið fé Arion banka, svo dæmi sé tekið, þá mun söluandvirðið nema um sjö milljörðum króna. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran hlut í útboðinu og þá mun Attestor Capital, sem á 12,4 prósent, mögulega selja allt að 2 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00 Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00
Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00
Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent