Eyðir jólunum við varðeld í Kambódíu Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 24. desember 2014 09:30 Kristín, lengst til hægri ásamt vinum sínum í Kambódíu. Vísir/Getty Kristín Ketilsdóttir, sem starfar í Shanghai, eyðir jólunum á eyjunni Koh Rong í Kambódíu. „Við erum sex mjög góðir vinir sem búum í Sjanghæ og okkur langaði að breyta til um jólin og heimsækja nýja staði. Við höfðum ferðast til flestra landa í Asíu, en ekkert okkar hafði eytt tíma í Kambódíu og við vorum öll áhugasöm um land og þjóð,“ segir Kristín. Í hópnum ásamt Kristínu eru Þjóðverji, Ítali, Taívani og þrír Frakkar. „Einn Frakkinn kom með gæsalifur að heiman sem verður jólamaturinn, ásamt hverju því sem boðið er upp á á Koh Rong. Aðstæður þar eru mjög frumstæðar og sérstaklega á þessari eyju, þar sem aðgangur að rafmagni er aðeins á milli klukkan 18 og 22 á kvöldin. Við höfum því öll afsökun fyrir að láta hefðbundinn jólamat eiga sig í ár og allt það stúss sem fylgir,“ segir Kristín og hlær.Kristín við skemmtilega styttu í Kambódíu.VísirÁ Þorláksmessumorgun vöknuðu þau klukkan fimm til þess að fylgjast með sólarupprásinni við Angkor Wat. „Það eru þvílík forréttindi að skoða þessi mannvirki og listaverk. Við áttum ógleymanlegan dag, og svo sannarlega ólíkan þeim sem ég hef átt hingað til,“ segir hún. Aðfangadagskvöldi ætla þau að eyða á ströndinni. „Við munum líklegast sitja við varðeld, synda í sjónum og gefa hvert öðru gjafir. Ef aðstæður leyfa munum við hringja í okkar nánustu, en vegna þess hve rafmagnið er takmarkað er ekki víst að það verði hægt. Ég ætla því að hafa varann á og hringja áður en við förum með ferjunni yfir,“ segir Kristín.Gústaf ÚlfarssonVísirGústaf Úlfarsson eyddi jólunum 2012 einn í Dubai í sólinni með McDonald's. „Ég ákvað bara að nota tækifærið og prófa þetta fyrst að ég gat það,“ segir Gústaf. Hann hafði verið að vinna í Afríku og millilenti í Dubai, en í stað þess að fara heim til Íslands ákvað hann að eyða jólunum þar. „Ég hafði það bara sem mottó að gera allt sem ekki er hægt að gera á aðfangadag á Íslandi og gera alveg andstæðuna við það sem maður gerir venjulega. Í staðinn fyrir skötu borðaði ég flugvélamat og í staðinn fyrir hamborgarhrygg fékk ég mér McDonald's,“ segir Gústaf. Gústaf í Burj Khalifa í Dubai, hæstu byggingu heims.VísirKvöldmáltíðin hans á aðfangadag samanstóð af tveimur ostborgum, frönskum og kók. „Svo varð ég að sjálfsðgðu að fá mér McFlurry í eftirmat, og auðvitað með Oreo.“ Restinni af aðfangadegi eyddi hann í að fara í hæstu byggingu heims, liggja í sólinni, synda í sjónum og í vatnsrennibrautagarðinum Atlantis. „Maður er alltaf skjannahvítur á jólunum, en þarna varð ég eldrauður og flagnaði í staðinn,“ segir Gústi og hlær. En sá hann ekkert eftir þessari ákvörðun? „Nei, alls ekki. Ég er bara miklu þakklátari fyrir jólin núna og kann að meta þau og fjölskylduna betur," segir hann. Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Sjá meira
Kristín Ketilsdóttir, sem starfar í Shanghai, eyðir jólunum á eyjunni Koh Rong í Kambódíu. „Við erum sex mjög góðir vinir sem búum í Sjanghæ og okkur langaði að breyta til um jólin og heimsækja nýja staði. Við höfðum ferðast til flestra landa í Asíu, en ekkert okkar hafði eytt tíma í Kambódíu og við vorum öll áhugasöm um land og þjóð,“ segir Kristín. Í hópnum ásamt Kristínu eru Þjóðverji, Ítali, Taívani og þrír Frakkar. „Einn Frakkinn kom með gæsalifur að heiman sem verður jólamaturinn, ásamt hverju því sem boðið er upp á á Koh Rong. Aðstæður þar eru mjög frumstæðar og sérstaklega á þessari eyju, þar sem aðgangur að rafmagni er aðeins á milli klukkan 18 og 22 á kvöldin. Við höfum því öll afsökun fyrir að láta hefðbundinn jólamat eiga sig í ár og allt það stúss sem fylgir,“ segir Kristín og hlær.Kristín við skemmtilega styttu í Kambódíu.VísirÁ Þorláksmessumorgun vöknuðu þau klukkan fimm til þess að fylgjast með sólarupprásinni við Angkor Wat. „Það eru þvílík forréttindi að skoða þessi mannvirki og listaverk. Við áttum ógleymanlegan dag, og svo sannarlega ólíkan þeim sem ég hef átt hingað til,“ segir hún. Aðfangadagskvöldi ætla þau að eyða á ströndinni. „Við munum líklegast sitja við varðeld, synda í sjónum og gefa hvert öðru gjafir. Ef aðstæður leyfa munum við hringja í okkar nánustu, en vegna þess hve rafmagnið er takmarkað er ekki víst að það verði hægt. Ég ætla því að hafa varann á og hringja áður en við förum með ferjunni yfir,“ segir Kristín.Gústaf ÚlfarssonVísirGústaf Úlfarsson eyddi jólunum 2012 einn í Dubai í sólinni með McDonald's. „Ég ákvað bara að nota tækifærið og prófa þetta fyrst að ég gat það,“ segir Gústaf. Hann hafði verið að vinna í Afríku og millilenti í Dubai, en í stað þess að fara heim til Íslands ákvað hann að eyða jólunum þar. „Ég hafði það bara sem mottó að gera allt sem ekki er hægt að gera á aðfangadag á Íslandi og gera alveg andstæðuna við það sem maður gerir venjulega. Í staðinn fyrir skötu borðaði ég flugvélamat og í staðinn fyrir hamborgarhrygg fékk ég mér McDonald's,“ segir Gústaf. Gústaf í Burj Khalifa í Dubai, hæstu byggingu heims.VísirKvöldmáltíðin hans á aðfangadag samanstóð af tveimur ostborgum, frönskum og kók. „Svo varð ég að sjálfsðgðu að fá mér McFlurry í eftirmat, og auðvitað með Oreo.“ Restinni af aðfangadegi eyddi hann í að fara í hæstu byggingu heims, liggja í sólinni, synda í sjónum og í vatnsrennibrautagarðinum Atlantis. „Maður er alltaf skjannahvítur á jólunum, en þarna varð ég eldrauður og flagnaði í staðinn,“ segir Gústi og hlær. En sá hann ekkert eftir þessari ákvörðun? „Nei, alls ekki. Ég er bara miklu þakklátari fyrir jólin núna og kann að meta þau og fjölskylduna betur," segir hann.
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Sjá meira