Líknarmeðferð, aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing - Fyrri grein Björn Einarsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Í Fréttatímanum 14. janúar sl. birtist viðtal við Rob Jonquiére, hollenskan lækni, sem mælti fyrir líknardeyðingu lækna á dauðvona sjúklingum, eins og löglegt hefur verið í Hollandi frá 2002. Einnig kynnti hann skoðanir sínar á fundi Siðfræðiráðs lækna 10. janúar síðastliðinn. Markmið þessarar greinar er að lýsa þeim þremur ólíkum kerfum sem við lýði eru í heiminum við líknardeyðingu, þannig að upplýst umræða verði í íslensku samfélagi um þessi mál.Líknarmeðferð hérlendis Líknarmeðferð sem stunduð er hérlendis og erlendis felst í því að lina þjáningar deyjandi sjúklinga án ásetnings um að stytta líf þeirra. Hún á uppruna sinn í Hospice-hreyfingunni. Engin takmörk eru á því hvað má gefa mikið af lyfjum í þeim tilgangi, jafnvel þó það þurfi að svæfa sjúklinginn líknarsvefni, þó svo það kunni að stytta líf hans. Það er gert samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar: „Það er réttmætt við sérstakar aðstæður að framkvæma verknað sem hefur auk þeirrar góðu afleiðingar sem stefnt er að, aðrar afleiðingar, sem aldrei er réttlætanlegt að stefna að af ráðnum hug“. Höfundur lögmálsins er heimspekingur kaþólsku kirkjunnar Thomas Aquinas (1225-1274). Þannig getum við veitt fullnægjandi líknarmeðferð án þess að það sé ásetningur að stytta líf sjúklingsins.Aðstoð við sjálfsvíg í Sviss Aðstoð við sjálfsvíg var leyfð í Sviss 1948, með því að fella niður þá lagagrein sem bannaði það. Ekki veit ég til að önnur ríki hafi tekið upp þetta fyrirkomulag. Upp úr 1980 var komið á fót fyrstu einkareknu leikmannastofnuninni sem aðstoðaði fólk við sjálfsvíg. Eina skilyrðið er að ekki séu neinir fjárhagslegir hagsmunir fyrir hendi. Ekki eru nein skilyrði fyrir því að um dauðvona sjúklinga sé um að ræða og dæmi er um að frískur maki hafi fylgt dauðvona eiginkonu sinni í dauðann. Einstaklingar leita sjálfir til stofnunarinnar með ósk um aðstoð þeirra sem þar starfa við sjálfsvíg sitt. Lögð er áhersla á staðfestingu að hann hafi óskað eftir aðstoðinni, skriflega eða á myndbandi. Læknar koma þar ekki nærri. Viðkomandi verður sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, geti hann það ekki verður ekkert af sjálfsvíginu. Að sjálfsvíginu loknu er kallað á lögregluna sem staðfestir það. Ekkert opinbert eftirlit hefur verið með starfseminni hingað til, né hefur þessi aðstoð við sjálfsvíg verið bundin við svissneskan ríkisborgarétt.Aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku Mörg ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Kanada hafa tekið upp strangt kerfi með opinberu eftirliti og fer þeim ríkjum fjölgandi. Ekki geta aðrir lagt fram beiðni um aðstoð við sjálfsvíg en þeir sem eru heimilisfastir í ríkinu og þarlendir ríkisborgarar. Skilyrði er að sjúklingurinn sé dauðvona innan skamms tíma og þarf það að vera staðfest af tveimur læknum. Beiðni sjúklingsins þarf að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vera vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er öll í yfirumsjón læknisins. Sjúklingurinn þarf sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, annars verður ekkert af því.Bein líknardeyðing í Hollandi Auk Hollands hafa Belgía og Lúxemborg tekið upp þetta fyrirkomulag. Forsendurnar eru jafnstrangar og við aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku. Staðfest þarf að vera af tveimur læknum að sjúklingurinn sé dauðvona. Einnig þarf beiðni sjúklingsins að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er alfarið í höndum læknis sjúklingsins, sem gefur honum tvær sprautur sem leiða sjúklinginn til dauða. Læknirinn gefur síðan skýrslu til opinberrar eftirlitsnefndar. Aðeins í þessu kerfi er hægt að deyða sjúkling sem ekki getur gert það með eigin hendi og að gera lífsskrá um að vera deyddur við ákveðnar aðstæður, þar sem framkvæmdin er ekki í höndum sjúklingsins sjálfs. Í næstu grein verður gerð grein fyrir þeim rökum sem þarf að íhuga við val á hvernig við viljum hafa dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í Fréttatímanum 14. janúar sl. birtist viðtal við Rob Jonquiére, hollenskan lækni, sem mælti fyrir líknardeyðingu lækna á dauðvona sjúklingum, eins og löglegt hefur verið í Hollandi frá 2002. Einnig kynnti hann skoðanir sínar á fundi Siðfræðiráðs lækna 10. janúar síðastliðinn. Markmið þessarar greinar er að lýsa þeim þremur ólíkum kerfum sem við lýði eru í heiminum við líknardeyðingu, þannig að upplýst umræða verði í íslensku samfélagi um þessi mál.Líknarmeðferð hérlendis Líknarmeðferð sem stunduð er hérlendis og erlendis felst í því að lina þjáningar deyjandi sjúklinga án ásetnings um að stytta líf þeirra. Hún á uppruna sinn í Hospice-hreyfingunni. Engin takmörk eru á því hvað má gefa mikið af lyfjum í þeim tilgangi, jafnvel þó það þurfi að svæfa sjúklinginn líknarsvefni, þó svo það kunni að stytta líf hans. Það er gert samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar: „Það er réttmætt við sérstakar aðstæður að framkvæma verknað sem hefur auk þeirrar góðu afleiðingar sem stefnt er að, aðrar afleiðingar, sem aldrei er réttlætanlegt að stefna að af ráðnum hug“. Höfundur lögmálsins er heimspekingur kaþólsku kirkjunnar Thomas Aquinas (1225-1274). Þannig getum við veitt fullnægjandi líknarmeðferð án þess að það sé ásetningur að stytta líf sjúklingsins.Aðstoð við sjálfsvíg í Sviss Aðstoð við sjálfsvíg var leyfð í Sviss 1948, með því að fella niður þá lagagrein sem bannaði það. Ekki veit ég til að önnur ríki hafi tekið upp þetta fyrirkomulag. Upp úr 1980 var komið á fót fyrstu einkareknu leikmannastofnuninni sem aðstoðaði fólk við sjálfsvíg. Eina skilyrðið er að ekki séu neinir fjárhagslegir hagsmunir fyrir hendi. Ekki eru nein skilyrði fyrir því að um dauðvona sjúklinga sé um að ræða og dæmi er um að frískur maki hafi fylgt dauðvona eiginkonu sinni í dauðann. Einstaklingar leita sjálfir til stofnunarinnar með ósk um aðstoð þeirra sem þar starfa við sjálfsvíg sitt. Lögð er áhersla á staðfestingu að hann hafi óskað eftir aðstoðinni, skriflega eða á myndbandi. Læknar koma þar ekki nærri. Viðkomandi verður sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, geti hann það ekki verður ekkert af sjálfsvíginu. Að sjálfsvíginu loknu er kallað á lögregluna sem staðfestir það. Ekkert opinbert eftirlit hefur verið með starfseminni hingað til, né hefur þessi aðstoð við sjálfsvíg verið bundin við svissneskan ríkisborgarétt.Aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku Mörg ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Kanada hafa tekið upp strangt kerfi með opinberu eftirliti og fer þeim ríkjum fjölgandi. Ekki geta aðrir lagt fram beiðni um aðstoð við sjálfsvíg en þeir sem eru heimilisfastir í ríkinu og þarlendir ríkisborgarar. Skilyrði er að sjúklingurinn sé dauðvona innan skamms tíma og þarf það að vera staðfest af tveimur læknum. Beiðni sjúklingsins þarf að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vera vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er öll í yfirumsjón læknisins. Sjúklingurinn þarf sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, annars verður ekkert af því.Bein líknardeyðing í Hollandi Auk Hollands hafa Belgía og Lúxemborg tekið upp þetta fyrirkomulag. Forsendurnar eru jafnstrangar og við aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku. Staðfest þarf að vera af tveimur læknum að sjúklingurinn sé dauðvona. Einnig þarf beiðni sjúklingsins að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er alfarið í höndum læknis sjúklingsins, sem gefur honum tvær sprautur sem leiða sjúklinginn til dauða. Læknirinn gefur síðan skýrslu til opinberrar eftirlitsnefndar. Aðeins í þessu kerfi er hægt að deyða sjúkling sem ekki getur gert það með eigin hendi og að gera lífsskrá um að vera deyddur við ákveðnar aðstæður, þar sem framkvæmdin er ekki í höndum sjúklingsins sjálfs. Í næstu grein verður gerð grein fyrir þeim rökum sem þarf að íhuga við val á hvernig við viljum hafa dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar