Líknarmeðferð, aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing - Fyrri grein Björn Einarsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Í Fréttatímanum 14. janúar sl. birtist viðtal við Rob Jonquiére, hollenskan lækni, sem mælti fyrir líknardeyðingu lækna á dauðvona sjúklingum, eins og löglegt hefur verið í Hollandi frá 2002. Einnig kynnti hann skoðanir sínar á fundi Siðfræðiráðs lækna 10. janúar síðastliðinn. Markmið þessarar greinar er að lýsa þeim þremur ólíkum kerfum sem við lýði eru í heiminum við líknardeyðingu, þannig að upplýst umræða verði í íslensku samfélagi um þessi mál.Líknarmeðferð hérlendis Líknarmeðferð sem stunduð er hérlendis og erlendis felst í því að lina þjáningar deyjandi sjúklinga án ásetnings um að stytta líf þeirra. Hún á uppruna sinn í Hospice-hreyfingunni. Engin takmörk eru á því hvað má gefa mikið af lyfjum í þeim tilgangi, jafnvel þó það þurfi að svæfa sjúklinginn líknarsvefni, þó svo það kunni að stytta líf hans. Það er gert samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar: „Það er réttmætt við sérstakar aðstæður að framkvæma verknað sem hefur auk þeirrar góðu afleiðingar sem stefnt er að, aðrar afleiðingar, sem aldrei er réttlætanlegt að stefna að af ráðnum hug“. Höfundur lögmálsins er heimspekingur kaþólsku kirkjunnar Thomas Aquinas (1225-1274). Þannig getum við veitt fullnægjandi líknarmeðferð án þess að það sé ásetningur að stytta líf sjúklingsins.Aðstoð við sjálfsvíg í Sviss Aðstoð við sjálfsvíg var leyfð í Sviss 1948, með því að fella niður þá lagagrein sem bannaði það. Ekki veit ég til að önnur ríki hafi tekið upp þetta fyrirkomulag. Upp úr 1980 var komið á fót fyrstu einkareknu leikmannastofnuninni sem aðstoðaði fólk við sjálfsvíg. Eina skilyrðið er að ekki séu neinir fjárhagslegir hagsmunir fyrir hendi. Ekki eru nein skilyrði fyrir því að um dauðvona sjúklinga sé um að ræða og dæmi er um að frískur maki hafi fylgt dauðvona eiginkonu sinni í dauðann. Einstaklingar leita sjálfir til stofnunarinnar með ósk um aðstoð þeirra sem þar starfa við sjálfsvíg sitt. Lögð er áhersla á staðfestingu að hann hafi óskað eftir aðstoðinni, skriflega eða á myndbandi. Læknar koma þar ekki nærri. Viðkomandi verður sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, geti hann það ekki verður ekkert af sjálfsvíginu. Að sjálfsvíginu loknu er kallað á lögregluna sem staðfestir það. Ekkert opinbert eftirlit hefur verið með starfseminni hingað til, né hefur þessi aðstoð við sjálfsvíg verið bundin við svissneskan ríkisborgarétt.Aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku Mörg ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Kanada hafa tekið upp strangt kerfi með opinberu eftirliti og fer þeim ríkjum fjölgandi. Ekki geta aðrir lagt fram beiðni um aðstoð við sjálfsvíg en þeir sem eru heimilisfastir í ríkinu og þarlendir ríkisborgarar. Skilyrði er að sjúklingurinn sé dauðvona innan skamms tíma og þarf það að vera staðfest af tveimur læknum. Beiðni sjúklingsins þarf að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vera vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er öll í yfirumsjón læknisins. Sjúklingurinn þarf sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, annars verður ekkert af því.Bein líknardeyðing í Hollandi Auk Hollands hafa Belgía og Lúxemborg tekið upp þetta fyrirkomulag. Forsendurnar eru jafnstrangar og við aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku. Staðfest þarf að vera af tveimur læknum að sjúklingurinn sé dauðvona. Einnig þarf beiðni sjúklingsins að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er alfarið í höndum læknis sjúklingsins, sem gefur honum tvær sprautur sem leiða sjúklinginn til dauða. Læknirinn gefur síðan skýrslu til opinberrar eftirlitsnefndar. Aðeins í þessu kerfi er hægt að deyða sjúkling sem ekki getur gert það með eigin hendi og að gera lífsskrá um að vera deyddur við ákveðnar aðstæður, þar sem framkvæmdin er ekki í höndum sjúklingsins sjálfs. Í næstu grein verður gerð grein fyrir þeim rökum sem þarf að íhuga við val á hvernig við viljum hafa dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttatímanum 14. janúar sl. birtist viðtal við Rob Jonquiére, hollenskan lækni, sem mælti fyrir líknardeyðingu lækna á dauðvona sjúklingum, eins og löglegt hefur verið í Hollandi frá 2002. Einnig kynnti hann skoðanir sínar á fundi Siðfræðiráðs lækna 10. janúar síðastliðinn. Markmið þessarar greinar er að lýsa þeim þremur ólíkum kerfum sem við lýði eru í heiminum við líknardeyðingu, þannig að upplýst umræða verði í íslensku samfélagi um þessi mál.Líknarmeðferð hérlendis Líknarmeðferð sem stunduð er hérlendis og erlendis felst í því að lina þjáningar deyjandi sjúklinga án ásetnings um að stytta líf þeirra. Hún á uppruna sinn í Hospice-hreyfingunni. Engin takmörk eru á því hvað má gefa mikið af lyfjum í þeim tilgangi, jafnvel þó það þurfi að svæfa sjúklinginn líknarsvefni, þó svo það kunni að stytta líf hans. Það er gert samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar: „Það er réttmætt við sérstakar aðstæður að framkvæma verknað sem hefur auk þeirrar góðu afleiðingar sem stefnt er að, aðrar afleiðingar, sem aldrei er réttlætanlegt að stefna að af ráðnum hug“. Höfundur lögmálsins er heimspekingur kaþólsku kirkjunnar Thomas Aquinas (1225-1274). Þannig getum við veitt fullnægjandi líknarmeðferð án þess að það sé ásetningur að stytta líf sjúklingsins.Aðstoð við sjálfsvíg í Sviss Aðstoð við sjálfsvíg var leyfð í Sviss 1948, með því að fella niður þá lagagrein sem bannaði það. Ekki veit ég til að önnur ríki hafi tekið upp þetta fyrirkomulag. Upp úr 1980 var komið á fót fyrstu einkareknu leikmannastofnuninni sem aðstoðaði fólk við sjálfsvíg. Eina skilyrðið er að ekki séu neinir fjárhagslegir hagsmunir fyrir hendi. Ekki eru nein skilyrði fyrir því að um dauðvona sjúklinga sé um að ræða og dæmi er um að frískur maki hafi fylgt dauðvona eiginkonu sinni í dauðann. Einstaklingar leita sjálfir til stofnunarinnar með ósk um aðstoð þeirra sem þar starfa við sjálfsvíg sitt. Lögð er áhersla á staðfestingu að hann hafi óskað eftir aðstoðinni, skriflega eða á myndbandi. Læknar koma þar ekki nærri. Viðkomandi verður sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, geti hann það ekki verður ekkert af sjálfsvíginu. Að sjálfsvíginu loknu er kallað á lögregluna sem staðfestir það. Ekkert opinbert eftirlit hefur verið með starfseminni hingað til, né hefur þessi aðstoð við sjálfsvíg verið bundin við svissneskan ríkisborgarétt.Aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku Mörg ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Kanada hafa tekið upp strangt kerfi með opinberu eftirliti og fer þeim ríkjum fjölgandi. Ekki geta aðrir lagt fram beiðni um aðstoð við sjálfsvíg en þeir sem eru heimilisfastir í ríkinu og þarlendir ríkisborgarar. Skilyrði er að sjúklingurinn sé dauðvona innan skamms tíma og þarf það að vera staðfest af tveimur læknum. Beiðni sjúklingsins þarf að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vera vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er öll í yfirumsjón læknisins. Sjúklingurinn þarf sjálfur að tæma þann lyfjabikar sem leiðir hann til dauða, annars verður ekkert af því.Bein líknardeyðing í Hollandi Auk Hollands hafa Belgía og Lúxemborg tekið upp þetta fyrirkomulag. Forsendurnar eru jafnstrangar og við aðstoð lækna við sjálfsvíg í Norður-Ameríku. Staðfest þarf að vera af tveimur læknum að sjúklingurinn sé dauðvona. Einnig þarf beiðni sjúklingsins að vera vel ígrunduð og sjúklingurinn vitrænt skýr og með óskerta dómgreind. Framkvæmdin er alfarið í höndum læknis sjúklingsins, sem gefur honum tvær sprautur sem leiða sjúklinginn til dauða. Læknirinn gefur síðan skýrslu til opinberrar eftirlitsnefndar. Aðeins í þessu kerfi er hægt að deyða sjúkling sem ekki getur gert það með eigin hendi og að gera lífsskrá um að vera deyddur við ákveðnar aðstæður, þar sem framkvæmdin er ekki í höndum sjúklingsins sjálfs. Í næstu grein verður gerð grein fyrir þeim rökum sem þarf að íhuga við val á hvernig við viljum hafa dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar