Innlent eldsneyti í samgöngum Framleiðendur innlends eldsneytis skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Í upphafi árs 2014 tóku gildi lög hér á Íslandi um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Lögin kveða á um að frá og með 1. janúar 2015 skuli söluaðilar eldsneytis á Íslandi tryggja að minnst 5% af orkugildi árlegrar heildarsölu á eldsneyti til notkunar í samgöngum á öllu landinu séu endurnýjanlegt eldsneyti. Í þessari umræðu eins og annarri eru allmargir á öndverðum meiði og t.a.m. hafa verið skrifaðar greinar og haldnar ræður um ókosti þessarar lagasetningar. Þar er talað um að lögin þýði einungis að við flytjum inn miklu dýrara eldsneyti sem hafi að auki takmarkaðan umhverfisávinning eða m.ö.o. að fjármunir streymi úr landi í vafasamt eldsneyti og bíleigendur tapi milljörðum. Í fyrsta lagi er algerlega rangt að umhverfisávinningur sé ekki til staðar enda hefur endurnýjanlegt eldsneyti afar sterkar sjálfbærnikröfur. Það þýðir að það endurnýjanlega eldsneyti sem við flytjum inn dregur sannanlega úr losun miðað við áframhaldandi jarðefnaeldsneytisnotkun. Í öðru lagi hefur þessi söluskylda á umhverfisvænu eldsneyti markað mikil tímamót í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi, sér í lagi fyrir innlenda framleiðslu á eldsneyti. Vegferðin frá einokun jarðefnaeldsneytis er því hafin og innlend framleiðsla hefur tekið verulega við sér með tilheyrandi atvinnu- og verðmætasköpun. Þegar lögin tóku gildi var ekki mikið um innlenda framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti en lögin hafa skapað svigrúmið og galopnað markaðinn. Árleg eldsneytisnotkun í samgöngum á landi á Íslandi er í kringum 300 milljónir lítra, 5% af þeim markaði eru þá um 15 milljónir lítra. Í lögunum stendur einnig: „endurnýjanlegt eldsneyti sem unnið er úr lífrænum eða ólífrænum úrgangsefnum sem ekki er unnt að nýta til manneldis eða sem dýrafóður má telja tvöfalt.“ Þetta þýðir að t.d. metan framleitt úr lífrænu sorpi telur tvöfalt sem aftur þýðir að ef allt endurnýjanlega eldsneytið fellur undir þessa grein þarf 7,5 milljónir lítra til að uppfylla lögin.Innlendir framleiðendur Í dag framleiða nokkur fyrirtæki á Íslandi umhverfisvænt innlent eldsneyti sem uppfyllir áðurnefnd ákvæði um endurnýjanlega orku í samgöngum. Carbon Recycling International ehf. nýtir íslenska raforku, koltvísýring og vatn til framleiðslu metanóls sem nota má sem íblöndunarefni í bensín og notað er við framleiðslu á lífdísli. SORPA bs. og Norðurorka hf. framleiða metan úr lífrænum úrgangi. Framleiðsla SORPU er vottuð með svansmerki og er eina eldsneytið sem hlotið hefur þann umhverfisstimpil. Lífdísill ehf. og Orkey ehf. framleiða lífdísil úr dýrafitu og notaðri steikingarolíu. Miðað við núverandi framleiðslu og þau áform sem félögin hafa um framleiðsluaukningu eru líkur á að eftir 2–3 ár verði innlend framleiðsla yfir 10 milljónir lítra, sem þýðir að hún getur staðið undir öllu því magni sem þarf til að uppfylla lögin. Sem dæmi má nefna að öll olíufélögin á Íslandi velja að nota erlenda íblöndun í bensín frekar en að nota íslenskt metanól. Þess vegna er metanól sem framleitt er á Íslandi í dag flutt út og notað í lífdísilframleiðslu erlendis. Væri t.d. eitthvað óeðlilegt að styðja við innlenda og umhverfisvæna eldsneytisframleiðslu á sama hátt og við erum tilbúin að gera með innlenda og umhverfisvæna matvælaframleiðslu? Er ekki ávinningurinn sambærilegur? Er það í alvöru vilji einhverra að hætta þessari íblöndunarskyldu til að geta brennt meira af gömlu og ódýru en jafnframt ósjálfbæru, mengandi og loftlagsbreytandi olíunni?Guðmundur Haukur Sigurðarson stjórnarformaður Orkeyjar ehf.Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU bs.Benedikt Stefánsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI ehf.Sigurður Ingólfsson framkvæmdastjóri Lífdísils ehf.Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs 2014 tóku gildi lög hér á Íslandi um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Lögin kveða á um að frá og með 1. janúar 2015 skuli söluaðilar eldsneytis á Íslandi tryggja að minnst 5% af orkugildi árlegrar heildarsölu á eldsneyti til notkunar í samgöngum á öllu landinu séu endurnýjanlegt eldsneyti. Í þessari umræðu eins og annarri eru allmargir á öndverðum meiði og t.a.m. hafa verið skrifaðar greinar og haldnar ræður um ókosti þessarar lagasetningar. Þar er talað um að lögin þýði einungis að við flytjum inn miklu dýrara eldsneyti sem hafi að auki takmarkaðan umhverfisávinning eða m.ö.o. að fjármunir streymi úr landi í vafasamt eldsneyti og bíleigendur tapi milljörðum. Í fyrsta lagi er algerlega rangt að umhverfisávinningur sé ekki til staðar enda hefur endurnýjanlegt eldsneyti afar sterkar sjálfbærnikröfur. Það þýðir að það endurnýjanlega eldsneyti sem við flytjum inn dregur sannanlega úr losun miðað við áframhaldandi jarðefnaeldsneytisnotkun. Í öðru lagi hefur þessi söluskylda á umhverfisvænu eldsneyti markað mikil tímamót í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi, sér í lagi fyrir innlenda framleiðslu á eldsneyti. Vegferðin frá einokun jarðefnaeldsneytis er því hafin og innlend framleiðsla hefur tekið verulega við sér með tilheyrandi atvinnu- og verðmætasköpun. Þegar lögin tóku gildi var ekki mikið um innlenda framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti en lögin hafa skapað svigrúmið og galopnað markaðinn. Árleg eldsneytisnotkun í samgöngum á landi á Íslandi er í kringum 300 milljónir lítra, 5% af þeim markaði eru þá um 15 milljónir lítra. Í lögunum stendur einnig: „endurnýjanlegt eldsneyti sem unnið er úr lífrænum eða ólífrænum úrgangsefnum sem ekki er unnt að nýta til manneldis eða sem dýrafóður má telja tvöfalt.“ Þetta þýðir að t.d. metan framleitt úr lífrænu sorpi telur tvöfalt sem aftur þýðir að ef allt endurnýjanlega eldsneytið fellur undir þessa grein þarf 7,5 milljónir lítra til að uppfylla lögin.Innlendir framleiðendur Í dag framleiða nokkur fyrirtæki á Íslandi umhverfisvænt innlent eldsneyti sem uppfyllir áðurnefnd ákvæði um endurnýjanlega orku í samgöngum. Carbon Recycling International ehf. nýtir íslenska raforku, koltvísýring og vatn til framleiðslu metanóls sem nota má sem íblöndunarefni í bensín og notað er við framleiðslu á lífdísli. SORPA bs. og Norðurorka hf. framleiða metan úr lífrænum úrgangi. Framleiðsla SORPU er vottuð með svansmerki og er eina eldsneytið sem hlotið hefur þann umhverfisstimpil. Lífdísill ehf. og Orkey ehf. framleiða lífdísil úr dýrafitu og notaðri steikingarolíu. Miðað við núverandi framleiðslu og þau áform sem félögin hafa um framleiðsluaukningu eru líkur á að eftir 2–3 ár verði innlend framleiðsla yfir 10 milljónir lítra, sem þýðir að hún getur staðið undir öllu því magni sem þarf til að uppfylla lögin. Sem dæmi má nefna að öll olíufélögin á Íslandi velja að nota erlenda íblöndun í bensín frekar en að nota íslenskt metanól. Þess vegna er metanól sem framleitt er á Íslandi í dag flutt út og notað í lífdísilframleiðslu erlendis. Væri t.d. eitthvað óeðlilegt að styðja við innlenda og umhverfisvæna eldsneytisframleiðslu á sama hátt og við erum tilbúin að gera með innlenda og umhverfisvæna matvælaframleiðslu? Er ekki ávinningurinn sambærilegur? Er það í alvöru vilji einhverra að hætta þessari íblöndunarskyldu til að geta brennt meira af gömlu og ódýru en jafnframt ósjálfbæru, mengandi og loftlagsbreytandi olíunni?Guðmundur Haukur Sigurðarson stjórnarformaður Orkeyjar ehf.Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU bs.Benedikt Stefánsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI ehf.Sigurður Ingólfsson framkvæmdastjóri Lífdísils ehf.Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar