320 þúsund manna þjóð getur og verður Björg Árnadóttir skrifar 20. desember 2013 06:00 Listin er ekki kökuskraut. Hún er lyftiduft. Að skera niður til menningar og lista er eins og að hætta að borga rafmagnsreikninginn en halda áskriftinni að Stöð 2. Menningin er undirstaðan. Hjarta þjóðarlíkamans. Án hjartans, ekkert líf. Ríkisstyrkt list er þyrnir í augum margra á þeim forsendum að ekki sé þörf fyrir það sem ekki stendur undir sér. Listir eru dýrar í framleiðslu og á fárra færi að kaupa þær á raunvirði. Segjum til dæmis bækur. Bóksala sýnir að stór hluti þjóðarinnar telur að þörf sé á nýjum, íslenskum bókmenntum. Útgáfa einnar bókar skapar fjölda afleiddra starfa og virðisauka. Sama gildir um aðrar listgreinar. Vandamálið er að listamaðurinn sjálfur ber svo lítið úr býtum. Þess vegna hefur verið komið á því kerfi að hafa hverju sinni nokkra sjálfstætt starfandi embættismenn sem sjá okkur fyrir listum. Ég held að þeir sem þiggja listamannalaun geri síst minna gagn en aðrir ríkisstarfsmenn. Íslensk list er spegill fyrir Íslendinga. Það segir mér margt um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á nýtt, íslensk leikrit. Það segir mér meira um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á sígildan harmleik í nýrri, íslenskri uppsetningu heldur en að hlusta á eldhúsdagsumræður. Klassík er ekki sett upp til að fræða okkur um forna tíma heldur til að sýna okkur gömul gildi í nútímanum. Listin er spegill nútíðar og vegvísir til framtíðar. Listin er ekki það sem var, varla það sem er, heldur það sem verður. Listin er skrefi á undan, þess vegna er oft erfitt að skilja hana. Sköpunarkraftur er sterkt afl, það getum við til dæmis séð í börnum. Listnám snýst um að virkja sköpunarkraftinn, eignast sýn á sjálfan sig og samfélagið og þjálfa aðferðir til að klæða hugmyndir í búning. Listnemar þurfa að tileinka sér gríðarlegan sjálfsaga, sjálfsþekkingu og samvinnuhæfni. Kennsluaðferðir listaskóla hafa löngum þótt einkennilegar í öðrum skólum en eru nú að ryðja sér til rúms í allri menntun. Enn og aftur er listin í fararbroddi.Lífríki menningarinnar Eitt sinn var reynt að eitra fyrir mýflugum við stöðuvatn. Flugurnar hurfu vissulega en í kjölfarið visnaði vistkerfið allt. Menningin er lífríki. Ef eitrað er fyrir Sinfóníuhljómsveitinni deyr dægurtónlistin. Í ríkisreknum hámenningarstofnunum býr nefnilega þekking sem nærir grasrótina. Við höfum þörf fyrir hágróður jafnt sem lággróður í vistkerfi menningarinnar líkt og í vistkerfi stjórnmálanna þar sem miðstjórnarmaðurinn, ráðherrann og barnið sem ber út bæklingana eru líffæri í sama pólitíska líkamanum. Það gæti samt verið áhugaverð tilraun að skera niður það sem Íslendingar eru þekktastir fyrir. Hætta að „halda uppi“ menningu og listum. Ég held að annað tveggja myndi gerast: Að þeir sem ekki flyttu til Noregs dæju úr leiðindum – eða að sköpunarþörf fólks fyndi sér annan farveg. Kannski færu listamenn í auknum mæli að hafa bein áhrif á samfélagið í stað þeirra óbeinu. Reyndar er listin víða að færast yfir í pólitíska gjörninga af margvíslegum toga. Ég sé fyrir mér sinfóníuna setjast á þing og Íslenska dansflokkinn skipa ríkisstjórn. Grínistarnir mega alveg eiga sveitarstjórnarmálin. Við eigum afburða listafólk sem kann að vinna saman að verkefnum sem þarf að leysa. Eflum íslenskt listafólk til að vinna þá vinnu sem það er best í – að vera þjóðarspegill innanlands og skapa orðspor erlendis. Sinfóníuhljómsveitin settist á þing. Íslenski dansflokkurinn skipaði ríkisstjórn. Grínistarnir tækju alveg yfir sveitarstjórnarmálin. Sirkusinn í Vatnsmýrinni flyttist á Álftanes. Hmm, ekki svo vitlaus hugmynd. Þetta fólk hefur alla vega lært að vinna náið saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Listin er ekki kökuskraut. Hún er lyftiduft. Að skera niður til menningar og lista er eins og að hætta að borga rafmagnsreikninginn en halda áskriftinni að Stöð 2. Menningin er undirstaðan. Hjarta þjóðarlíkamans. Án hjartans, ekkert líf. Ríkisstyrkt list er þyrnir í augum margra á þeim forsendum að ekki sé þörf fyrir það sem ekki stendur undir sér. Listir eru dýrar í framleiðslu og á fárra færi að kaupa þær á raunvirði. Segjum til dæmis bækur. Bóksala sýnir að stór hluti þjóðarinnar telur að þörf sé á nýjum, íslenskum bókmenntum. Útgáfa einnar bókar skapar fjölda afleiddra starfa og virðisauka. Sama gildir um aðrar listgreinar. Vandamálið er að listamaðurinn sjálfur ber svo lítið úr býtum. Þess vegna hefur verið komið á því kerfi að hafa hverju sinni nokkra sjálfstætt starfandi embættismenn sem sjá okkur fyrir listum. Ég held að þeir sem þiggja listamannalaun geri síst minna gagn en aðrir ríkisstarfsmenn. Íslensk list er spegill fyrir Íslendinga. Það segir mér margt um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á nýtt, íslensk leikrit. Það segir mér meira um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á sígildan harmleik í nýrri, íslenskri uppsetningu heldur en að hlusta á eldhúsdagsumræður. Klassík er ekki sett upp til að fræða okkur um forna tíma heldur til að sýna okkur gömul gildi í nútímanum. Listin er spegill nútíðar og vegvísir til framtíðar. Listin er ekki það sem var, varla það sem er, heldur það sem verður. Listin er skrefi á undan, þess vegna er oft erfitt að skilja hana. Sköpunarkraftur er sterkt afl, það getum við til dæmis séð í börnum. Listnám snýst um að virkja sköpunarkraftinn, eignast sýn á sjálfan sig og samfélagið og þjálfa aðferðir til að klæða hugmyndir í búning. Listnemar þurfa að tileinka sér gríðarlegan sjálfsaga, sjálfsþekkingu og samvinnuhæfni. Kennsluaðferðir listaskóla hafa löngum þótt einkennilegar í öðrum skólum en eru nú að ryðja sér til rúms í allri menntun. Enn og aftur er listin í fararbroddi.Lífríki menningarinnar Eitt sinn var reynt að eitra fyrir mýflugum við stöðuvatn. Flugurnar hurfu vissulega en í kjölfarið visnaði vistkerfið allt. Menningin er lífríki. Ef eitrað er fyrir Sinfóníuhljómsveitinni deyr dægurtónlistin. Í ríkisreknum hámenningarstofnunum býr nefnilega þekking sem nærir grasrótina. Við höfum þörf fyrir hágróður jafnt sem lággróður í vistkerfi menningarinnar líkt og í vistkerfi stjórnmálanna þar sem miðstjórnarmaðurinn, ráðherrann og barnið sem ber út bæklingana eru líffæri í sama pólitíska líkamanum. Það gæti samt verið áhugaverð tilraun að skera niður það sem Íslendingar eru þekktastir fyrir. Hætta að „halda uppi“ menningu og listum. Ég held að annað tveggja myndi gerast: Að þeir sem ekki flyttu til Noregs dæju úr leiðindum – eða að sköpunarþörf fólks fyndi sér annan farveg. Kannski færu listamenn í auknum mæli að hafa bein áhrif á samfélagið í stað þeirra óbeinu. Reyndar er listin víða að færast yfir í pólitíska gjörninga af margvíslegum toga. Ég sé fyrir mér sinfóníuna setjast á þing og Íslenska dansflokkinn skipa ríkisstjórn. Grínistarnir mega alveg eiga sveitarstjórnarmálin. Við eigum afburða listafólk sem kann að vinna saman að verkefnum sem þarf að leysa. Eflum íslenskt listafólk til að vinna þá vinnu sem það er best í – að vera þjóðarspegill innanlands og skapa orðspor erlendis. Sinfóníuhljómsveitin settist á þing. Íslenski dansflokkurinn skipaði ríkisstjórn. Grínistarnir tækju alveg yfir sveitarstjórnarmálin. Sirkusinn í Vatnsmýrinni flyttist á Álftanes. Hmm, ekki svo vitlaus hugmynd. Þetta fólk hefur alla vega lært að vinna náið saman.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar