320 þúsund manna þjóð getur og verður Björg Árnadóttir skrifar 20. desember 2013 06:00 Listin er ekki kökuskraut. Hún er lyftiduft. Að skera niður til menningar og lista er eins og að hætta að borga rafmagnsreikninginn en halda áskriftinni að Stöð 2. Menningin er undirstaðan. Hjarta þjóðarlíkamans. Án hjartans, ekkert líf. Ríkisstyrkt list er þyrnir í augum margra á þeim forsendum að ekki sé þörf fyrir það sem ekki stendur undir sér. Listir eru dýrar í framleiðslu og á fárra færi að kaupa þær á raunvirði. Segjum til dæmis bækur. Bóksala sýnir að stór hluti þjóðarinnar telur að þörf sé á nýjum, íslenskum bókmenntum. Útgáfa einnar bókar skapar fjölda afleiddra starfa og virðisauka. Sama gildir um aðrar listgreinar. Vandamálið er að listamaðurinn sjálfur ber svo lítið úr býtum. Þess vegna hefur verið komið á því kerfi að hafa hverju sinni nokkra sjálfstætt starfandi embættismenn sem sjá okkur fyrir listum. Ég held að þeir sem þiggja listamannalaun geri síst minna gagn en aðrir ríkisstarfsmenn. Íslensk list er spegill fyrir Íslendinga. Það segir mér margt um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á nýtt, íslensk leikrit. Það segir mér meira um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á sígildan harmleik í nýrri, íslenskri uppsetningu heldur en að hlusta á eldhúsdagsumræður. Klassík er ekki sett upp til að fræða okkur um forna tíma heldur til að sýna okkur gömul gildi í nútímanum. Listin er spegill nútíðar og vegvísir til framtíðar. Listin er ekki það sem var, varla það sem er, heldur það sem verður. Listin er skrefi á undan, þess vegna er oft erfitt að skilja hana. Sköpunarkraftur er sterkt afl, það getum við til dæmis séð í börnum. Listnám snýst um að virkja sköpunarkraftinn, eignast sýn á sjálfan sig og samfélagið og þjálfa aðferðir til að klæða hugmyndir í búning. Listnemar þurfa að tileinka sér gríðarlegan sjálfsaga, sjálfsþekkingu og samvinnuhæfni. Kennsluaðferðir listaskóla hafa löngum þótt einkennilegar í öðrum skólum en eru nú að ryðja sér til rúms í allri menntun. Enn og aftur er listin í fararbroddi.Lífríki menningarinnar Eitt sinn var reynt að eitra fyrir mýflugum við stöðuvatn. Flugurnar hurfu vissulega en í kjölfarið visnaði vistkerfið allt. Menningin er lífríki. Ef eitrað er fyrir Sinfóníuhljómsveitinni deyr dægurtónlistin. Í ríkisreknum hámenningarstofnunum býr nefnilega þekking sem nærir grasrótina. Við höfum þörf fyrir hágróður jafnt sem lággróður í vistkerfi menningarinnar líkt og í vistkerfi stjórnmálanna þar sem miðstjórnarmaðurinn, ráðherrann og barnið sem ber út bæklingana eru líffæri í sama pólitíska líkamanum. Það gæti samt verið áhugaverð tilraun að skera niður það sem Íslendingar eru þekktastir fyrir. Hætta að „halda uppi“ menningu og listum. Ég held að annað tveggja myndi gerast: Að þeir sem ekki flyttu til Noregs dæju úr leiðindum – eða að sköpunarþörf fólks fyndi sér annan farveg. Kannski færu listamenn í auknum mæli að hafa bein áhrif á samfélagið í stað þeirra óbeinu. Reyndar er listin víða að færast yfir í pólitíska gjörninga af margvíslegum toga. Ég sé fyrir mér sinfóníuna setjast á þing og Íslenska dansflokkinn skipa ríkisstjórn. Grínistarnir mega alveg eiga sveitarstjórnarmálin. Við eigum afburða listafólk sem kann að vinna saman að verkefnum sem þarf að leysa. Eflum íslenskt listafólk til að vinna þá vinnu sem það er best í – að vera þjóðarspegill innanlands og skapa orðspor erlendis. Sinfóníuhljómsveitin settist á þing. Íslenski dansflokkurinn skipaði ríkisstjórn. Grínistarnir tækju alveg yfir sveitarstjórnarmálin. Sirkusinn í Vatnsmýrinni flyttist á Álftanes. Hmm, ekki svo vitlaus hugmynd. Þetta fólk hefur alla vega lært að vinna náið saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Listin er ekki kökuskraut. Hún er lyftiduft. Að skera niður til menningar og lista er eins og að hætta að borga rafmagnsreikninginn en halda áskriftinni að Stöð 2. Menningin er undirstaðan. Hjarta þjóðarlíkamans. Án hjartans, ekkert líf. Ríkisstyrkt list er þyrnir í augum margra á þeim forsendum að ekki sé þörf fyrir það sem ekki stendur undir sér. Listir eru dýrar í framleiðslu og á fárra færi að kaupa þær á raunvirði. Segjum til dæmis bækur. Bóksala sýnir að stór hluti þjóðarinnar telur að þörf sé á nýjum, íslenskum bókmenntum. Útgáfa einnar bókar skapar fjölda afleiddra starfa og virðisauka. Sama gildir um aðrar listgreinar. Vandamálið er að listamaðurinn sjálfur ber svo lítið úr býtum. Þess vegna hefur verið komið á því kerfi að hafa hverju sinni nokkra sjálfstætt starfandi embættismenn sem sjá okkur fyrir listum. Ég held að þeir sem þiggja listamannalaun geri síst minna gagn en aðrir ríkisstarfsmenn. Íslensk list er spegill fyrir Íslendinga. Það segir mér margt um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á nýtt, íslensk leikrit. Það segir mér meira um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á sígildan harmleik í nýrri, íslenskri uppsetningu heldur en að hlusta á eldhúsdagsumræður. Klassík er ekki sett upp til að fræða okkur um forna tíma heldur til að sýna okkur gömul gildi í nútímanum. Listin er spegill nútíðar og vegvísir til framtíðar. Listin er ekki það sem var, varla það sem er, heldur það sem verður. Listin er skrefi á undan, þess vegna er oft erfitt að skilja hana. Sköpunarkraftur er sterkt afl, það getum við til dæmis séð í börnum. Listnám snýst um að virkja sköpunarkraftinn, eignast sýn á sjálfan sig og samfélagið og þjálfa aðferðir til að klæða hugmyndir í búning. Listnemar þurfa að tileinka sér gríðarlegan sjálfsaga, sjálfsþekkingu og samvinnuhæfni. Kennsluaðferðir listaskóla hafa löngum þótt einkennilegar í öðrum skólum en eru nú að ryðja sér til rúms í allri menntun. Enn og aftur er listin í fararbroddi.Lífríki menningarinnar Eitt sinn var reynt að eitra fyrir mýflugum við stöðuvatn. Flugurnar hurfu vissulega en í kjölfarið visnaði vistkerfið allt. Menningin er lífríki. Ef eitrað er fyrir Sinfóníuhljómsveitinni deyr dægurtónlistin. Í ríkisreknum hámenningarstofnunum býr nefnilega þekking sem nærir grasrótina. Við höfum þörf fyrir hágróður jafnt sem lággróður í vistkerfi menningarinnar líkt og í vistkerfi stjórnmálanna þar sem miðstjórnarmaðurinn, ráðherrann og barnið sem ber út bæklingana eru líffæri í sama pólitíska líkamanum. Það gæti samt verið áhugaverð tilraun að skera niður það sem Íslendingar eru þekktastir fyrir. Hætta að „halda uppi“ menningu og listum. Ég held að annað tveggja myndi gerast: Að þeir sem ekki flyttu til Noregs dæju úr leiðindum – eða að sköpunarþörf fólks fyndi sér annan farveg. Kannski færu listamenn í auknum mæli að hafa bein áhrif á samfélagið í stað þeirra óbeinu. Reyndar er listin víða að færast yfir í pólitíska gjörninga af margvíslegum toga. Ég sé fyrir mér sinfóníuna setjast á þing og Íslenska dansflokkinn skipa ríkisstjórn. Grínistarnir mega alveg eiga sveitarstjórnarmálin. Við eigum afburða listafólk sem kann að vinna saman að verkefnum sem þarf að leysa. Eflum íslenskt listafólk til að vinna þá vinnu sem það er best í – að vera þjóðarspegill innanlands og skapa orðspor erlendis. Sinfóníuhljómsveitin settist á þing. Íslenski dansflokkurinn skipaði ríkisstjórn. Grínistarnir tækju alveg yfir sveitarstjórnarmálin. Sirkusinn í Vatnsmýrinni flyttist á Álftanes. Hmm, ekki svo vitlaus hugmynd. Þetta fólk hefur alla vega lært að vinna náið saman.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun