Handbolti

Guðmundur áfram með Melsungen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur heldur áfram að þjálfa íslenska karlalandsliðið.
Guðmundur heldur áfram að þjálfa íslenska karlalandsliðið. vísir/getty

Guðmundur Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarliðið Melsungen út næsta tímabil.

Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar en náði aðeins að stýra liðinu í nokkrum leikjum áður en tímabilinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Nú er ljóst að Guðmundur stýrir Melsungen allavega út næsta tímabil. Samhliða því mun hann þjálfa íslenska karlalandsliðið eins og hann hefur gert síðan 2018.

Melsungen er þriðja þýska liðið sem Guðmundur stýrir. Hann var þjálfari Bayer Dormagen á árunum 1999-2001 og Rhein Neckar-Löwen 2010-14.

Melsungen er í 7. sæti þýsku deildarinnar. Landsliðsmaðurinn Arnar Freyr Arnarsson gengur í raðir liðsins í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.