MONRAD 2014 Lýður Árnason skrifar 24. desember 2014 07:00 Verkfallshrinu lækna er nýlokið, samningar ekki í sjónmáli og enn harðari aðgerðir í bígerð. Sérfræðilæknar Landspítalans eru þegar farnir að segja upp og búast má við uppsagnahrinu um áramótin. Útlitið er því ekki glæsilegt. Það sem gerir þessa kjaradeilu sérlega snúna er sú staðreynd að læknar hafa annan kost. Í hverri viku býðst mér starf í útlöndum til lengri eða skemmri tíma, laun fyrir dagvinnu þrefalt hærri og allur aðbúnaður fyrsta flokks. Slík gylliboð eru ekki ný af nálinni, þau hafa tíðkast um árabil en nú er komið los á mannskapinn og ástæðurnar tel ég þessar: 1. Þjóðin lítur á heilbrigðisþjónustu sem sjálfsagðan hlut, alltaf, alls staðar, í hæsta gæðaflokki og ókeypis. Birtingarmynd þessa er stóraukin aðsókn með aukinni eftirspurn eftir sjúkdómum og lyfjaneyslu á heimsmælikvarða. Þetta veldur ofurálagi á heilbrigðisstarfsfólk og kostnaði sem enginn gerir ráð fyrir né vill greiða. 2. Sameining heilbrigðisstofnana hefur ekki gengið sem skyldi. Einn hattur á öllu hefur leitt til miðstýringar og samþjöppunar valds, fækkað starfsstöðvum og dregið úr starfsvali heilbrigðisstétta og búsetumöguleikum. Hún hefur líka orðið þess valdandi að gripið er fyrr til dýrari meðferðarúrræða og fólkið í landinu á ekki lengur sitt athvarf heldur rekst um kerfið eftirlitslaust. 3. Íslensk stjórnvöld og margir forvígismenn heilbrigðiskerfisins, eru eins og danski forsætisráðherrann Monrad í Slésvíkurstríðinu 1864, lausir við öll raunveruleikatengsl, eru enn að bera sig saman við þjóðir sem standa okkur langtum framar og reka í ofanálag gegndarlausan áróður fyrir nýrri spítalabyggingu sem auka mun vandann. 4. Eftir bankahrunið áttu margir von á breyttu gildismati og lýðræðisumbótum. Það virðist ekki í sjónmáli og enn horfa landsmenn á kennitöluflakkara vaða uppi, auðlindaarðinn renna í vasa örfárra og Fjórflokkinn bera blak af þessu öllu saman. Ei furða þótt áhugi á samfélagslegri þátttöku sé í lágmarki og þeir sem eygja aðra kosti hugsi sinn gang. Langvarandi álag þreytir menn, líka lækna. Þeir brenna út, leita út eða deyja út. Og nú er svo komið að heill heilbrigðiskerfisins veltur á tiltölulega fámennum hópi. En það er ekki hans að bera samfélagið á herðum sér, ábyrgðin er stjórnvalda og þeirra hlutverk að þétta í raðirnar sem fyrst. Kjarabarátta lækna er í raun sterkt ákall til samfélagsins um breytt gildismat og ráðherra hefur tvo kosti. Annars vegar að semja við lækna og fá þjóðina í lið með sér, hins vegar að flytja inn lækna sem minna þurfa við. Það var gert í fiskvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Verkfallshrinu lækna er nýlokið, samningar ekki í sjónmáli og enn harðari aðgerðir í bígerð. Sérfræðilæknar Landspítalans eru þegar farnir að segja upp og búast má við uppsagnahrinu um áramótin. Útlitið er því ekki glæsilegt. Það sem gerir þessa kjaradeilu sérlega snúna er sú staðreynd að læknar hafa annan kost. Í hverri viku býðst mér starf í útlöndum til lengri eða skemmri tíma, laun fyrir dagvinnu þrefalt hærri og allur aðbúnaður fyrsta flokks. Slík gylliboð eru ekki ný af nálinni, þau hafa tíðkast um árabil en nú er komið los á mannskapinn og ástæðurnar tel ég þessar: 1. Þjóðin lítur á heilbrigðisþjónustu sem sjálfsagðan hlut, alltaf, alls staðar, í hæsta gæðaflokki og ókeypis. Birtingarmynd þessa er stóraukin aðsókn með aukinni eftirspurn eftir sjúkdómum og lyfjaneyslu á heimsmælikvarða. Þetta veldur ofurálagi á heilbrigðisstarfsfólk og kostnaði sem enginn gerir ráð fyrir né vill greiða. 2. Sameining heilbrigðisstofnana hefur ekki gengið sem skyldi. Einn hattur á öllu hefur leitt til miðstýringar og samþjöppunar valds, fækkað starfsstöðvum og dregið úr starfsvali heilbrigðisstétta og búsetumöguleikum. Hún hefur líka orðið þess valdandi að gripið er fyrr til dýrari meðferðarúrræða og fólkið í landinu á ekki lengur sitt athvarf heldur rekst um kerfið eftirlitslaust. 3. Íslensk stjórnvöld og margir forvígismenn heilbrigðiskerfisins, eru eins og danski forsætisráðherrann Monrad í Slésvíkurstríðinu 1864, lausir við öll raunveruleikatengsl, eru enn að bera sig saman við þjóðir sem standa okkur langtum framar og reka í ofanálag gegndarlausan áróður fyrir nýrri spítalabyggingu sem auka mun vandann. 4. Eftir bankahrunið áttu margir von á breyttu gildismati og lýðræðisumbótum. Það virðist ekki í sjónmáli og enn horfa landsmenn á kennitöluflakkara vaða uppi, auðlindaarðinn renna í vasa örfárra og Fjórflokkinn bera blak af þessu öllu saman. Ei furða þótt áhugi á samfélagslegri þátttöku sé í lágmarki og þeir sem eygja aðra kosti hugsi sinn gang. Langvarandi álag þreytir menn, líka lækna. Þeir brenna út, leita út eða deyja út. Og nú er svo komið að heill heilbrigðiskerfisins veltur á tiltölulega fámennum hópi. En það er ekki hans að bera samfélagið á herðum sér, ábyrgðin er stjórnvalda og þeirra hlutverk að þétta í raðirnar sem fyrst. Kjarabarátta lækna er í raun sterkt ákall til samfélagsins um breytt gildismat og ráðherra hefur tvo kosti. Annars vegar að semja við lækna og fá þjóðina í lið með sér, hins vegar að flytja inn lækna sem minna þurfa við. Það var gert í fiskvinnslunni.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar