Nýtt úrræði til að bæta geðheilsu Valgerður Baldursdóttir og Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar 12. maí 2011 06:00 Starfsfólki geðsviðs Reykjalundar er sönn ánægja að kynna útgáfu handbókar um hugræna atferlismeðferð, sem bæði er komin út í bókarformi og í netútgáfu, þar sem sækja má hljóðskrár með texta bókarinnar. Í fyrsta sinn er slíkt efni á íslensku sett inn á veraldarvefinn þ.e. efni sem getur nýst almenningi til sjálfshjálpar, þegar lífið reynir á. Opnað var formlega fyrir vefsíðu bókarinnar þann 7. apríl s.l. en bókina má nálgast á vefsíðunni www.ham.reykjalundur.is eða á vefsíðu Reykjalundar www.reykjalundur.is. Gegn vægu gjaldi er hægt að kaupa aðgang að netútgáfu bókarinnar í 3 mánuði hið minnsta. Þar er hægt að hlusta á textann og hlaða niður á eigin tölvu og síðan setja inn á önnur tæki ef vill. Þar er hægt að stækka letrið, setja litaðan bakgrunn, vista verkefnablöð í eigin tölvu o.fl. Allt er þetta hugsað til að ná til sem flestra. Reykjalundur hefur boðið upp á hugræna atferlismeðferð frá árinu 1997, að undirlagi Péturs Haukssonar geðlæknis. Meðferðarhandbókin hefur verið í stöðugri þróun en aldrei fyrr hefur hún verið gefin út fyrir almennan markað í vönduðu bókarformi. Forsagan er sú að margir af okkar skjólstæðingum áttu við lesblindu eða einbeitingarörðugleika að stríða og áttu því erfiðara með að nýta sér meðferðina sem skyldi. Eftir því sem hugmyndin þróaðist blasti veraldarvefurinn við sem nærtækasti miðillinn. Við fengum síðan áheyrn og í kjölfarið ómetanlegan stuðning líknarfélags, sem ásamt stjórn Reykjalundar gerði okkur kleift að koma verkefninu í framkvæmd. Bókin er upphaflega samin sem meðferðarhandbók í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og þannig munum við nota hana áfram sem hingað til bæði í einstaklings- og hópmeðferð. Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri kenningu að neikvæðar hugsanir valdi vanlíðan og hafi auk þess áhrif á hvernig maður bregst við þ.e. á hegðun. En depurð, framtaksleysi og neikvæðar hugsanir einskorðast ekki við þá sem eiga við alvarlegt þunglyndi að stríða. Við vitum að margir Íslendingar eiga nú við að stríða andlega vanlíðan, óvirkni, framtaksleysi, áhyggjur og kvíða. Fullyrða má að efni bókarinnar á erindi til almennings, enda snýst það um að ná utan um þá þætti í lífinu sem eru nauðsynlegir til að viðhalda andlegu heilbrigði. Í dag er sjálfshjálp víða viðurkennd sem fyrsta skrefið til að takast á við vanlíðan af ýmsum toga. Við vitum að margir hafa ekki haft sig í að leita sér aðstoðar, hafa ekki haft trú á því að utanaðkomandi hjálp geti gert þeim gott eða jafnvel haft fordóma fyrir slíkri hjálp. Greitt aðgengi að þessu efni gæti m.a. auðveldað fólki að komast yfir þann þröskuld að leita sér hjálpar. Þunglyndi þróast oft á löngum tíma þannig að hvorki einstaklingurinn sjálfur né umhverfi hans átta sig á ástandinu. Fyrir þá sem eiga við vægt þunglyndi að stríða getur sjálfshjálp með aðstoð svona efnis jafnvel dugað til að brjótast út úr vanlíðaninni, en þegar um alvarlegri einkenni er að ræða geta augun opnast fyrir því að leita þurfi frekari hjálpar í heilbrigðiskerfinu. Hópmeðferð eða námskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð nýtast mörgum. Með hjálp meðferðaraðila er hægt að nota þessa nálgun hugrænnar atferlismeðferðar til að vinna dýpra með vandann á einstaklingsmiðaðan hátt. Alvarlegt þunglyndi er mikilvægt að meðhöndla með öllum tiltækum ráðum þ.m.t. lyfjameðferð og í sumum tilvikum þarf þverfaglega endurhæfingu til að ná árangri. Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda sem steðjar að Íslendingum með hruni efnahagskerfisins fyrir hálfu þriðja ári. Umtalsverður hluti þjóðarinnar er í sárum og fleiri en við viljum kannast við búa við krappari kjör en við höfum þekkt hér á landi í áratugi. Reynsla annarra þjóða segir okkur að afleiðingar alvarlegrar kreppu á andlega líðan þjóðarinnar nái hámarki þegar 2–3 ár eru liðin frá hruninu. Hugmyndir styrktaraðila okkar féllu vel að okkar eigin um tilgang verkefnisins þ.e. að auka aðgengi almennings að efni sem getur reynst hjálplegt í andlegri vanlíðan, dregið úr fordómum og aukið líkurnar á að fólk leiti sér hjálpar. Okkur er sönn ánægja að kynna þetta „tæki“ til að viðhalda og bæta geðheilsu og vonumst til að sem allra flestir muni geta notið góðs af í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Starfsfólki geðsviðs Reykjalundar er sönn ánægja að kynna útgáfu handbókar um hugræna atferlismeðferð, sem bæði er komin út í bókarformi og í netútgáfu, þar sem sækja má hljóðskrár með texta bókarinnar. Í fyrsta sinn er slíkt efni á íslensku sett inn á veraldarvefinn þ.e. efni sem getur nýst almenningi til sjálfshjálpar, þegar lífið reynir á. Opnað var formlega fyrir vefsíðu bókarinnar þann 7. apríl s.l. en bókina má nálgast á vefsíðunni www.ham.reykjalundur.is eða á vefsíðu Reykjalundar www.reykjalundur.is. Gegn vægu gjaldi er hægt að kaupa aðgang að netútgáfu bókarinnar í 3 mánuði hið minnsta. Þar er hægt að hlusta á textann og hlaða niður á eigin tölvu og síðan setja inn á önnur tæki ef vill. Þar er hægt að stækka letrið, setja litaðan bakgrunn, vista verkefnablöð í eigin tölvu o.fl. Allt er þetta hugsað til að ná til sem flestra. Reykjalundur hefur boðið upp á hugræna atferlismeðferð frá árinu 1997, að undirlagi Péturs Haukssonar geðlæknis. Meðferðarhandbókin hefur verið í stöðugri þróun en aldrei fyrr hefur hún verið gefin út fyrir almennan markað í vönduðu bókarformi. Forsagan er sú að margir af okkar skjólstæðingum áttu við lesblindu eða einbeitingarörðugleika að stríða og áttu því erfiðara með að nýta sér meðferðina sem skyldi. Eftir því sem hugmyndin þróaðist blasti veraldarvefurinn við sem nærtækasti miðillinn. Við fengum síðan áheyrn og í kjölfarið ómetanlegan stuðning líknarfélags, sem ásamt stjórn Reykjalundar gerði okkur kleift að koma verkefninu í framkvæmd. Bókin er upphaflega samin sem meðferðarhandbók í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og þannig munum við nota hana áfram sem hingað til bæði í einstaklings- og hópmeðferð. Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri kenningu að neikvæðar hugsanir valdi vanlíðan og hafi auk þess áhrif á hvernig maður bregst við þ.e. á hegðun. En depurð, framtaksleysi og neikvæðar hugsanir einskorðast ekki við þá sem eiga við alvarlegt þunglyndi að stríða. Við vitum að margir Íslendingar eiga nú við að stríða andlega vanlíðan, óvirkni, framtaksleysi, áhyggjur og kvíða. Fullyrða má að efni bókarinnar á erindi til almennings, enda snýst það um að ná utan um þá þætti í lífinu sem eru nauðsynlegir til að viðhalda andlegu heilbrigði. Í dag er sjálfshjálp víða viðurkennd sem fyrsta skrefið til að takast á við vanlíðan af ýmsum toga. Við vitum að margir hafa ekki haft sig í að leita sér aðstoðar, hafa ekki haft trú á því að utanaðkomandi hjálp geti gert þeim gott eða jafnvel haft fordóma fyrir slíkri hjálp. Greitt aðgengi að þessu efni gæti m.a. auðveldað fólki að komast yfir þann þröskuld að leita sér hjálpar. Þunglyndi þróast oft á löngum tíma þannig að hvorki einstaklingurinn sjálfur né umhverfi hans átta sig á ástandinu. Fyrir þá sem eiga við vægt þunglyndi að stríða getur sjálfshjálp með aðstoð svona efnis jafnvel dugað til að brjótast út úr vanlíðaninni, en þegar um alvarlegri einkenni er að ræða geta augun opnast fyrir því að leita þurfi frekari hjálpar í heilbrigðiskerfinu. Hópmeðferð eða námskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð nýtast mörgum. Með hjálp meðferðaraðila er hægt að nota þessa nálgun hugrænnar atferlismeðferðar til að vinna dýpra með vandann á einstaklingsmiðaðan hátt. Alvarlegt þunglyndi er mikilvægt að meðhöndla með öllum tiltækum ráðum þ.m.t. lyfjameðferð og í sumum tilvikum þarf þverfaglega endurhæfingu til að ná árangri. Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda sem steðjar að Íslendingum með hruni efnahagskerfisins fyrir hálfu þriðja ári. Umtalsverður hluti þjóðarinnar er í sárum og fleiri en við viljum kannast við búa við krappari kjör en við höfum þekkt hér á landi í áratugi. Reynsla annarra þjóða segir okkur að afleiðingar alvarlegrar kreppu á andlega líðan þjóðarinnar nái hámarki þegar 2–3 ár eru liðin frá hruninu. Hugmyndir styrktaraðila okkar féllu vel að okkar eigin um tilgang verkefnisins þ.e. að auka aðgengi almennings að efni sem getur reynst hjálplegt í andlegri vanlíðan, dregið úr fordómum og aukið líkurnar á að fólk leiti sér hjálpar. Okkur er sönn ánægja að kynna þetta „tæki“ til að viðhalda og bæta geðheilsu og vonumst til að sem allra flestir muni geta notið góðs af í framtíðinni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar