Nýtt úrræði til að bæta geðheilsu Valgerður Baldursdóttir og Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar 12. maí 2011 06:00 Starfsfólki geðsviðs Reykjalundar er sönn ánægja að kynna útgáfu handbókar um hugræna atferlismeðferð, sem bæði er komin út í bókarformi og í netútgáfu, þar sem sækja má hljóðskrár með texta bókarinnar. Í fyrsta sinn er slíkt efni á íslensku sett inn á veraldarvefinn þ.e. efni sem getur nýst almenningi til sjálfshjálpar, þegar lífið reynir á. Opnað var formlega fyrir vefsíðu bókarinnar þann 7. apríl s.l. en bókina má nálgast á vefsíðunni www.ham.reykjalundur.is eða á vefsíðu Reykjalundar www.reykjalundur.is. Gegn vægu gjaldi er hægt að kaupa aðgang að netútgáfu bókarinnar í 3 mánuði hið minnsta. Þar er hægt að hlusta á textann og hlaða niður á eigin tölvu og síðan setja inn á önnur tæki ef vill. Þar er hægt að stækka letrið, setja litaðan bakgrunn, vista verkefnablöð í eigin tölvu o.fl. Allt er þetta hugsað til að ná til sem flestra. Reykjalundur hefur boðið upp á hugræna atferlismeðferð frá árinu 1997, að undirlagi Péturs Haukssonar geðlæknis. Meðferðarhandbókin hefur verið í stöðugri þróun en aldrei fyrr hefur hún verið gefin út fyrir almennan markað í vönduðu bókarformi. Forsagan er sú að margir af okkar skjólstæðingum áttu við lesblindu eða einbeitingarörðugleika að stríða og áttu því erfiðara með að nýta sér meðferðina sem skyldi. Eftir því sem hugmyndin þróaðist blasti veraldarvefurinn við sem nærtækasti miðillinn. Við fengum síðan áheyrn og í kjölfarið ómetanlegan stuðning líknarfélags, sem ásamt stjórn Reykjalundar gerði okkur kleift að koma verkefninu í framkvæmd. Bókin er upphaflega samin sem meðferðarhandbók í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og þannig munum við nota hana áfram sem hingað til bæði í einstaklings- og hópmeðferð. Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri kenningu að neikvæðar hugsanir valdi vanlíðan og hafi auk þess áhrif á hvernig maður bregst við þ.e. á hegðun. En depurð, framtaksleysi og neikvæðar hugsanir einskorðast ekki við þá sem eiga við alvarlegt þunglyndi að stríða. Við vitum að margir Íslendingar eiga nú við að stríða andlega vanlíðan, óvirkni, framtaksleysi, áhyggjur og kvíða. Fullyrða má að efni bókarinnar á erindi til almennings, enda snýst það um að ná utan um þá þætti í lífinu sem eru nauðsynlegir til að viðhalda andlegu heilbrigði. Í dag er sjálfshjálp víða viðurkennd sem fyrsta skrefið til að takast á við vanlíðan af ýmsum toga. Við vitum að margir hafa ekki haft sig í að leita sér aðstoðar, hafa ekki haft trú á því að utanaðkomandi hjálp geti gert þeim gott eða jafnvel haft fordóma fyrir slíkri hjálp. Greitt aðgengi að þessu efni gæti m.a. auðveldað fólki að komast yfir þann þröskuld að leita sér hjálpar. Þunglyndi þróast oft á löngum tíma þannig að hvorki einstaklingurinn sjálfur né umhverfi hans átta sig á ástandinu. Fyrir þá sem eiga við vægt þunglyndi að stríða getur sjálfshjálp með aðstoð svona efnis jafnvel dugað til að brjótast út úr vanlíðaninni, en þegar um alvarlegri einkenni er að ræða geta augun opnast fyrir því að leita þurfi frekari hjálpar í heilbrigðiskerfinu. Hópmeðferð eða námskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð nýtast mörgum. Með hjálp meðferðaraðila er hægt að nota þessa nálgun hugrænnar atferlismeðferðar til að vinna dýpra með vandann á einstaklingsmiðaðan hátt. Alvarlegt þunglyndi er mikilvægt að meðhöndla með öllum tiltækum ráðum þ.m.t. lyfjameðferð og í sumum tilvikum þarf þverfaglega endurhæfingu til að ná árangri. Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda sem steðjar að Íslendingum með hruni efnahagskerfisins fyrir hálfu þriðja ári. Umtalsverður hluti þjóðarinnar er í sárum og fleiri en við viljum kannast við búa við krappari kjör en við höfum þekkt hér á landi í áratugi. Reynsla annarra þjóða segir okkur að afleiðingar alvarlegrar kreppu á andlega líðan þjóðarinnar nái hámarki þegar 2–3 ár eru liðin frá hruninu. Hugmyndir styrktaraðila okkar féllu vel að okkar eigin um tilgang verkefnisins þ.e. að auka aðgengi almennings að efni sem getur reynst hjálplegt í andlegri vanlíðan, dregið úr fordómum og aukið líkurnar á að fólk leiti sér hjálpar. Okkur er sönn ánægja að kynna þetta „tæki“ til að viðhalda og bæta geðheilsu og vonumst til að sem allra flestir muni geta notið góðs af í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Starfsfólki geðsviðs Reykjalundar er sönn ánægja að kynna útgáfu handbókar um hugræna atferlismeðferð, sem bæði er komin út í bókarformi og í netútgáfu, þar sem sækja má hljóðskrár með texta bókarinnar. Í fyrsta sinn er slíkt efni á íslensku sett inn á veraldarvefinn þ.e. efni sem getur nýst almenningi til sjálfshjálpar, þegar lífið reynir á. Opnað var formlega fyrir vefsíðu bókarinnar þann 7. apríl s.l. en bókina má nálgast á vefsíðunni www.ham.reykjalundur.is eða á vefsíðu Reykjalundar www.reykjalundur.is. Gegn vægu gjaldi er hægt að kaupa aðgang að netútgáfu bókarinnar í 3 mánuði hið minnsta. Þar er hægt að hlusta á textann og hlaða niður á eigin tölvu og síðan setja inn á önnur tæki ef vill. Þar er hægt að stækka letrið, setja litaðan bakgrunn, vista verkefnablöð í eigin tölvu o.fl. Allt er þetta hugsað til að ná til sem flestra. Reykjalundur hefur boðið upp á hugræna atferlismeðferð frá árinu 1997, að undirlagi Péturs Haukssonar geðlæknis. Meðferðarhandbókin hefur verið í stöðugri þróun en aldrei fyrr hefur hún verið gefin út fyrir almennan markað í vönduðu bókarformi. Forsagan er sú að margir af okkar skjólstæðingum áttu við lesblindu eða einbeitingarörðugleika að stríða og áttu því erfiðara með að nýta sér meðferðina sem skyldi. Eftir því sem hugmyndin þróaðist blasti veraldarvefurinn við sem nærtækasti miðillinn. Við fengum síðan áheyrn og í kjölfarið ómetanlegan stuðning líknarfélags, sem ásamt stjórn Reykjalundar gerði okkur kleift að koma verkefninu í framkvæmd. Bókin er upphaflega samin sem meðferðarhandbók í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og þannig munum við nota hana áfram sem hingað til bæði í einstaklings- og hópmeðferð. Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri kenningu að neikvæðar hugsanir valdi vanlíðan og hafi auk þess áhrif á hvernig maður bregst við þ.e. á hegðun. En depurð, framtaksleysi og neikvæðar hugsanir einskorðast ekki við þá sem eiga við alvarlegt þunglyndi að stríða. Við vitum að margir Íslendingar eiga nú við að stríða andlega vanlíðan, óvirkni, framtaksleysi, áhyggjur og kvíða. Fullyrða má að efni bókarinnar á erindi til almennings, enda snýst það um að ná utan um þá þætti í lífinu sem eru nauðsynlegir til að viðhalda andlegu heilbrigði. Í dag er sjálfshjálp víða viðurkennd sem fyrsta skrefið til að takast á við vanlíðan af ýmsum toga. Við vitum að margir hafa ekki haft sig í að leita sér aðstoðar, hafa ekki haft trú á því að utanaðkomandi hjálp geti gert þeim gott eða jafnvel haft fordóma fyrir slíkri hjálp. Greitt aðgengi að þessu efni gæti m.a. auðveldað fólki að komast yfir þann þröskuld að leita sér hjálpar. Þunglyndi þróast oft á löngum tíma þannig að hvorki einstaklingurinn sjálfur né umhverfi hans átta sig á ástandinu. Fyrir þá sem eiga við vægt þunglyndi að stríða getur sjálfshjálp með aðstoð svona efnis jafnvel dugað til að brjótast út úr vanlíðaninni, en þegar um alvarlegri einkenni er að ræða geta augun opnast fyrir því að leita þurfi frekari hjálpar í heilbrigðiskerfinu. Hópmeðferð eða námskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð nýtast mörgum. Með hjálp meðferðaraðila er hægt að nota þessa nálgun hugrænnar atferlismeðferðar til að vinna dýpra með vandann á einstaklingsmiðaðan hátt. Alvarlegt þunglyndi er mikilvægt að meðhöndla með öllum tiltækum ráðum þ.m.t. lyfjameðferð og í sumum tilvikum þarf þverfaglega endurhæfingu til að ná árangri. Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda sem steðjar að Íslendingum með hruni efnahagskerfisins fyrir hálfu þriðja ári. Umtalsverður hluti þjóðarinnar er í sárum og fleiri en við viljum kannast við búa við krappari kjör en við höfum þekkt hér á landi í áratugi. Reynsla annarra þjóða segir okkur að afleiðingar alvarlegrar kreppu á andlega líðan þjóðarinnar nái hámarki þegar 2–3 ár eru liðin frá hruninu. Hugmyndir styrktaraðila okkar féllu vel að okkar eigin um tilgang verkefnisins þ.e. að auka aðgengi almennings að efni sem getur reynst hjálplegt í andlegri vanlíðan, dregið úr fordómum og aukið líkurnar á að fólk leiti sér hjálpar. Okkur er sönn ánægja að kynna þetta „tæki“ til að viðhalda og bæta geðheilsu og vonumst til að sem allra flestir muni geta notið góðs af í framtíðinni.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar