Á að senda skattborgurunum reikninginn? Einar K. Guðfinnsson skrifar 12. maí 2011 07:00 Margt er sagt um skuldir sjávarútvegsins og því miður ýmislegt mjög ýkjukennt. Það er því einnar messu virði að skoða þau mál eilítið. Nú vill svo til að Hagstofan hefur nýverið birt gögn um þessar skuldir. Samkvæmt þeim voru nettóskuldir sjávarútvegsins 450 milljarðar króna í árslok 2009. Nauðsynlegt er að tala um nettóskuldir. Þá er búið að draga frá birgðir, sem geta verið mis miklar um áramót og skekkja myndina sé ekki tekið tillit til þeirra í samanburði. Þetta er ekki lág tala, en hún er óralangt frá þeim ýkjufréttum sem sagðar hafa verið af skuldum greinarinnar. Tölur Hagstofunnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram frá útgerðunum og það sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði um mitt ár í fyrra. Í máli hennar kom fram að 82% lána til sjávarútvegsfyrirtækja væru í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% á athugunarlista og vanskil engin. Þegar horft er til allra útlána bankans til fyrirtækja eru 46% í skilum, 41% í endurskipulagningu, 9% á athugunarlista og 4% í vanskilum. Þessar tölur tala sínu máli og ástæða til þess að leggja þær á minnið til þess að forðast óábyrgt tal um sjávarútveginn. Að hvíla stáliðEn rétt er það hins vegar að sjávarútvegurinn er skuldugri nú en áður. Og hvernig ætli standi á því? Í öllum fiskveiðiréttarkerfum, þar sem takmarka þarf aðgang að auðlindinni, verður tilhneiging til þess að draga úr sóknartengdum kostnaði. Aðlaga afköst skipastólsins að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sem betur fer. Það er ekki mikil skynsemi í því að vera með ofvaxinn skipastól, sem ekki er hægt að beita til veiða. Við kölluðum það oft að hvíla stálið, hér áður og fyrr. Það er líklegra til árangurs fyrir útgerðirnar, sjómennina, starfsfólkið í sjávarútvegsfyrirtækjunum og umfram allt þjóðarbúið, að sækja hinn takmarkaða afla með sem minnstum tilkostnaði. Það er meðal annars forsenda þess að sá sem hefur heimild til að nýta auðlindina geti greitt eigandanum, ríkinu, það afgjald sem við teljum eðlilegt. Ein forsenda þess er að binda ekki óþarflega mikið fjármagn í skipum, sem ekki má nýta nema með takmörkuðum hætti til veiða. Svo virðist sem margir skauti framhjá þessari augljósu staðreynd. Fyrir vikið verður umræðan svo ruglingsleg, eins og við höfum svo lengi fylgst með. Aukin hagkvæmniÍ fiskveiðiréttarkerfi, eins og kvótakerfinu, reyna menn að draga úr hinum sóknartengda kostnaði. Fækka skipunum, en nýta þau betur og hagkvæmar. Heildartekjurnar minnka hvorki né vaxa fyrir vikið, en afraksturinn verður meiri. Þetta er einn meginkostur þess aflahlutdeildarkerfis sem við búum við. Í okkar sjávarútvegskerfi er það útgerðin sem fjármagnar þessa mikilvægu aðlögun skipastólsins að afrakstursgetunni. Og auðvitað á það sinn þátt í skuldum greinarinnar. Það er hins vegar sjávarútvegurinn sjálfur sem ábyrgð ber á þessum skuldum. Ekki ríkissjóður og ekki skattborgararnir. Það hlýtur að vera aðalatriði. Reikningurinn sendur skattborgurunumÍ öðrum ríkjum reyna menn líka að laga afkastagetuna í flotanum að afrakstursgetu fiskistofnanna. En almennt eru það ekki útgerðirnar sem borga brúsann, heldur ríkissjóðirnir. Á mæltu máli; það eru skattborgararnir sem fá reikninginn. Tökum dæmi um ESB. Evrópusambandið er með gríðarlega víðáttumikið styrkjakerfi fyrir sjávarútveg, sem á ensku heitir European fisheries fund (EFF). Þessir styrkir ná til áranna 2007 til 2013 og nema alls um 700 milljörðum króna, eða 100 milljörðum á ári. Til fróðleiks eru tekjur íslenska ríkisins á þessu ári áætlaðar um 470 milljarðar og tekjuskattur einstaklinga í kring um 110 milljarðar. ESB ver sem sagt árlega álíka upphæð í styrki til sjávarútvegsins og svarar til alls tekjuskatts einstaklinga hér á landi. Álitlegur hluti þessara fjármuna rennur til þess að draga úr flotastærð og betrumbóta á skipum og skyldra hluta. Þessir styrkir nema 185 milljörðum á tímabilinu, eða 25 milljörðum á ári. Hvort er meira í þágu almannahagsmuna?Þetta er munurinn. Okkar sjávarútvegur tekur á sig kostnaðinn við að aðlaga flotann að því sem við megum fiska. Skattborgararnir fá sendan reikninginn frá útgerðum innan ESB. Er það sú leið sem menn vilja fara? Hvor leiðin er betri og réttlátari, sú sem sendir útgerðarmönnunum reikninginn eða sú sem sendir hann til skattborgaranna? Og svo ég riti hér á blað hugtak, almannahagsmunir, sem menn nota svo oft í þjóðmálaumræðunni um þessar mundir og spyrji enn: Hvort þjónar almannahagsmunum betur, að láta útgerðirnar sjá um þessa nauðsynlegu aðlögun, eða fela almenningi í landinu að gera það með aurunum úr veskinu sínu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margt er sagt um skuldir sjávarútvegsins og því miður ýmislegt mjög ýkjukennt. Það er því einnar messu virði að skoða þau mál eilítið. Nú vill svo til að Hagstofan hefur nýverið birt gögn um þessar skuldir. Samkvæmt þeim voru nettóskuldir sjávarútvegsins 450 milljarðar króna í árslok 2009. Nauðsynlegt er að tala um nettóskuldir. Þá er búið að draga frá birgðir, sem geta verið mis miklar um áramót og skekkja myndina sé ekki tekið tillit til þeirra í samanburði. Þetta er ekki lág tala, en hún er óralangt frá þeim ýkjufréttum sem sagðar hafa verið af skuldum greinarinnar. Tölur Hagstofunnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram frá útgerðunum og það sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði um mitt ár í fyrra. Í máli hennar kom fram að 82% lána til sjávarútvegsfyrirtækja væru í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% á athugunarlista og vanskil engin. Þegar horft er til allra útlána bankans til fyrirtækja eru 46% í skilum, 41% í endurskipulagningu, 9% á athugunarlista og 4% í vanskilum. Þessar tölur tala sínu máli og ástæða til þess að leggja þær á minnið til þess að forðast óábyrgt tal um sjávarútveginn. Að hvíla stáliðEn rétt er það hins vegar að sjávarútvegurinn er skuldugri nú en áður. Og hvernig ætli standi á því? Í öllum fiskveiðiréttarkerfum, þar sem takmarka þarf aðgang að auðlindinni, verður tilhneiging til þess að draga úr sóknartengdum kostnaði. Aðlaga afköst skipastólsins að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sem betur fer. Það er ekki mikil skynsemi í því að vera með ofvaxinn skipastól, sem ekki er hægt að beita til veiða. Við kölluðum það oft að hvíla stálið, hér áður og fyrr. Það er líklegra til árangurs fyrir útgerðirnar, sjómennina, starfsfólkið í sjávarútvegsfyrirtækjunum og umfram allt þjóðarbúið, að sækja hinn takmarkaða afla með sem minnstum tilkostnaði. Það er meðal annars forsenda þess að sá sem hefur heimild til að nýta auðlindina geti greitt eigandanum, ríkinu, það afgjald sem við teljum eðlilegt. Ein forsenda þess er að binda ekki óþarflega mikið fjármagn í skipum, sem ekki má nýta nema með takmörkuðum hætti til veiða. Svo virðist sem margir skauti framhjá þessari augljósu staðreynd. Fyrir vikið verður umræðan svo ruglingsleg, eins og við höfum svo lengi fylgst með. Aukin hagkvæmniÍ fiskveiðiréttarkerfi, eins og kvótakerfinu, reyna menn að draga úr hinum sóknartengda kostnaði. Fækka skipunum, en nýta þau betur og hagkvæmar. Heildartekjurnar minnka hvorki né vaxa fyrir vikið, en afraksturinn verður meiri. Þetta er einn meginkostur þess aflahlutdeildarkerfis sem við búum við. Í okkar sjávarútvegskerfi er það útgerðin sem fjármagnar þessa mikilvægu aðlögun skipastólsins að afrakstursgetunni. Og auðvitað á það sinn þátt í skuldum greinarinnar. Það er hins vegar sjávarútvegurinn sjálfur sem ábyrgð ber á þessum skuldum. Ekki ríkissjóður og ekki skattborgararnir. Það hlýtur að vera aðalatriði. Reikningurinn sendur skattborgurunumÍ öðrum ríkjum reyna menn líka að laga afkastagetuna í flotanum að afrakstursgetu fiskistofnanna. En almennt eru það ekki útgerðirnar sem borga brúsann, heldur ríkissjóðirnir. Á mæltu máli; það eru skattborgararnir sem fá reikninginn. Tökum dæmi um ESB. Evrópusambandið er með gríðarlega víðáttumikið styrkjakerfi fyrir sjávarútveg, sem á ensku heitir European fisheries fund (EFF). Þessir styrkir ná til áranna 2007 til 2013 og nema alls um 700 milljörðum króna, eða 100 milljörðum á ári. Til fróðleiks eru tekjur íslenska ríkisins á þessu ári áætlaðar um 470 milljarðar og tekjuskattur einstaklinga í kring um 110 milljarðar. ESB ver sem sagt árlega álíka upphæð í styrki til sjávarútvegsins og svarar til alls tekjuskatts einstaklinga hér á landi. Álitlegur hluti þessara fjármuna rennur til þess að draga úr flotastærð og betrumbóta á skipum og skyldra hluta. Þessir styrkir nema 185 milljörðum á tímabilinu, eða 25 milljörðum á ári. Hvort er meira í þágu almannahagsmuna?Þetta er munurinn. Okkar sjávarútvegur tekur á sig kostnaðinn við að aðlaga flotann að því sem við megum fiska. Skattborgararnir fá sendan reikninginn frá útgerðum innan ESB. Er það sú leið sem menn vilja fara? Hvor leiðin er betri og réttlátari, sú sem sendir útgerðarmönnunum reikninginn eða sú sem sendir hann til skattborgaranna? Og svo ég riti hér á blað hugtak, almannahagsmunir, sem menn nota svo oft í þjóðmálaumræðunni um þessar mundir og spyrji enn: Hvort þjónar almannahagsmunum betur, að láta útgerðirnar sjá um þessa nauðsynlegu aðlögun, eða fela almenningi í landinu að gera það með aurunum úr veskinu sínu?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun