Karl Marx hafði rétt fyrir sér Bjarni Jónsson skrifar 5. desember 2014 00:00 Í öllum hinum vestræna heimi hafa útgjöld hins opinbera aukist á liðnum áratugum með svipuðum hætti og á Íslandi, eins og um náttúrulögmál sé að ræða. Aukningin er mest í öðru en grunnstoðum samfélagsins. Nýjar stofnanir, stofur og sjóðir eru settir á fót sem sífellt krefjast meira fjármagns. Opinber útgjöld hækka án þess að við finnum mikið fyrir því, en safnast upp eftir því sem árin og áratugir líða. Raunaukning gjalda hins opinbera hefur verið um 3,8% á ári síðustu 33 ár. Árið 1980 voru útgjöld kr. 383.000 á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu, á verðlagi 2013 (sjá mynd). Að meðaltali hafa útgjöldin aukist um kr. 16.500 í hverjum einasta mánuði frá janúar 1980 til desember 2013, og voru þá orðin kr. 852.000. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa útgjöldin aukist úr 34% 1980 í 44% 2013.Hvers vegna aukast útgjöldin? Það fjölgar hlutfallslega stöðugt í hópi opinberra starfsmanna. Þeir kjósa fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir sem gæta hagsmuna þeirra, en hagsmunirnir felast einmitt í meiri útgjöldum, meiri lífeyrisskuldbindingum og meira starfsöryggi. Þessir fulltrúar eru gjarnan á vinstri væng stjórnmálanna. Aðrir flokkar sjá sig síðan knúna til að haga stefnu sinni á sama hátt, eigi þeir að fá atkvæði frá þessum stækkandi hópi. Útgjaldaaukning er hjá öllum ríkisstjórnum, hvergi er niðurskurður (sjá mynd). Fjórða valdið, fjölmiðlar, gagnrýna sjaldnast aukin útgjöld, en gagnrýna nær alltaf hugmyndir um minnkun útgjalda. Af fréttaflutningi mætti ætla að sífellt væri verið að skera niður. Fyrirsögnin „Kerfið brást“ er vinsæl. Þeir sem tala fyrir aðhaldi í rekstri eru úthrópaðir og uppnefndir. Starfsfólk hinna fjölmörgu stofnana og stofa ríkis og sveitarfélaga, sem ekki teljast til grunnstoða samfélagsins, standa vörð um störf sín. Öllum hugmyndum um aðhald er kröftuglega mótmælt. Fjölmiðlar taka undir mótmælin og lýsa því neyðarástandi sem muni skapast. Hægt og rólega hefur samfélagið þróast eins og samkvæmt náttúrulögmáli í átt að auknum opinberum rekstri, eins og Karl Marx spáði.Hver er afleiðingin? Eftir því sem opinber útgjöld aukast dregur úr mætti og nýsköpun efnahagslífsins. Gömul stórfyrirtæki verða allsráðandi. Til að örva atvinnulífið vilja vinstri menn veita skattfé til atvinnulífsins í gegnum sjóði, undir slagorðum eins og græna hagkerfið og skapandi greinar. Engum dettur í hug að létta skattbyrðar á fyrirtæki og einstaklinga almennt, þó að til lengri tíma litið skilaði það þróttmeira atvinnulífi, hærri launum og meiri skatttekjum. Lítill hvati er til að auka tekjur eða taka áhættu. Ef einstaklingur hættir eigin fé í rekstur fyrirtækis, og greiðir sér arð ef vel gengur, greiðir hann (og fyrirtækið) sama hlutfall í skatt eins og um laun væri að ræða. Af hverju ætti einhver að taka slíka áhættu? Jaðaráhrif skatta gera ávinning af meiri vinnu launamanna hverfandi. Svört starfsemi eykst. Erfiðara verður fyrir ríki og sveitarfélög að afla tekna. Skuldir aukast og útgjöld til vaxtagreiðslna. Hætta er á óðaverðbólgu þar sem ríkið freistast til að prenta peninga. Samfélagið verður ósamkeppnishæft á alþjóðamarkaði. Lífskjör versna, ekki mjög hratt, en hægt og örugglega. Fólk venst á að krefja hið opinbera um lausnir á hvers kyns viðfangsefnum, og að það beri alfarið og óskoraða ábyrgð á velferð þess. Frumkvæði og áræðni hverfur. Samfélagið staðnar, líkt og í Austur-Evrópu, Sovétríkjunum og á Kúbu forðum.Hvað er til ráða? Því miður eru engin ráð til. Baráttan er töpuð. Að vinda ofan af opinbera kerfinu er pólitískt ekki hægt. Ein hugmynd sem myndi virka væri að svipta ríkisstarfsmenn atkvæðisrétti vegna hagsmunatengsla. Slíkar hugmyndir hafa þó varla hljómgrunn. Við munum, eins og öll vestræn ríki, sigla hægt en örugglega í algjöra stöðnun. Mörg Evrópusambandsríki eru komin langt á þeirri vegferð, Bandaríkin heldur styttra. Það mun gerast hjá okkur eftir 20-30 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Reynslusaga úr stórborginni Hildur Sverrisdóttir Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Snertihungur Lára G. Sigurðardóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í öllum hinum vestræna heimi hafa útgjöld hins opinbera aukist á liðnum áratugum með svipuðum hætti og á Íslandi, eins og um náttúrulögmál sé að ræða. Aukningin er mest í öðru en grunnstoðum samfélagsins. Nýjar stofnanir, stofur og sjóðir eru settir á fót sem sífellt krefjast meira fjármagns. Opinber útgjöld hækka án þess að við finnum mikið fyrir því, en safnast upp eftir því sem árin og áratugir líða. Raunaukning gjalda hins opinbera hefur verið um 3,8% á ári síðustu 33 ár. Árið 1980 voru útgjöld kr. 383.000 á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu, á verðlagi 2013 (sjá mynd). Að meðaltali hafa útgjöldin aukist um kr. 16.500 í hverjum einasta mánuði frá janúar 1980 til desember 2013, og voru þá orðin kr. 852.000. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa útgjöldin aukist úr 34% 1980 í 44% 2013.Hvers vegna aukast útgjöldin? Það fjölgar hlutfallslega stöðugt í hópi opinberra starfsmanna. Þeir kjósa fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir sem gæta hagsmuna þeirra, en hagsmunirnir felast einmitt í meiri útgjöldum, meiri lífeyrisskuldbindingum og meira starfsöryggi. Þessir fulltrúar eru gjarnan á vinstri væng stjórnmálanna. Aðrir flokkar sjá sig síðan knúna til að haga stefnu sinni á sama hátt, eigi þeir að fá atkvæði frá þessum stækkandi hópi. Útgjaldaaukning er hjá öllum ríkisstjórnum, hvergi er niðurskurður (sjá mynd). Fjórða valdið, fjölmiðlar, gagnrýna sjaldnast aukin útgjöld, en gagnrýna nær alltaf hugmyndir um minnkun útgjalda. Af fréttaflutningi mætti ætla að sífellt væri verið að skera niður. Fyrirsögnin „Kerfið brást“ er vinsæl. Þeir sem tala fyrir aðhaldi í rekstri eru úthrópaðir og uppnefndir. Starfsfólk hinna fjölmörgu stofnana og stofa ríkis og sveitarfélaga, sem ekki teljast til grunnstoða samfélagsins, standa vörð um störf sín. Öllum hugmyndum um aðhald er kröftuglega mótmælt. Fjölmiðlar taka undir mótmælin og lýsa því neyðarástandi sem muni skapast. Hægt og rólega hefur samfélagið þróast eins og samkvæmt náttúrulögmáli í átt að auknum opinberum rekstri, eins og Karl Marx spáði.Hver er afleiðingin? Eftir því sem opinber útgjöld aukast dregur úr mætti og nýsköpun efnahagslífsins. Gömul stórfyrirtæki verða allsráðandi. Til að örva atvinnulífið vilja vinstri menn veita skattfé til atvinnulífsins í gegnum sjóði, undir slagorðum eins og græna hagkerfið og skapandi greinar. Engum dettur í hug að létta skattbyrðar á fyrirtæki og einstaklinga almennt, þó að til lengri tíma litið skilaði það þróttmeira atvinnulífi, hærri launum og meiri skatttekjum. Lítill hvati er til að auka tekjur eða taka áhættu. Ef einstaklingur hættir eigin fé í rekstur fyrirtækis, og greiðir sér arð ef vel gengur, greiðir hann (og fyrirtækið) sama hlutfall í skatt eins og um laun væri að ræða. Af hverju ætti einhver að taka slíka áhættu? Jaðaráhrif skatta gera ávinning af meiri vinnu launamanna hverfandi. Svört starfsemi eykst. Erfiðara verður fyrir ríki og sveitarfélög að afla tekna. Skuldir aukast og útgjöld til vaxtagreiðslna. Hætta er á óðaverðbólgu þar sem ríkið freistast til að prenta peninga. Samfélagið verður ósamkeppnishæft á alþjóðamarkaði. Lífskjör versna, ekki mjög hratt, en hægt og örugglega. Fólk venst á að krefja hið opinbera um lausnir á hvers kyns viðfangsefnum, og að það beri alfarið og óskoraða ábyrgð á velferð þess. Frumkvæði og áræðni hverfur. Samfélagið staðnar, líkt og í Austur-Evrópu, Sovétríkjunum og á Kúbu forðum.Hvað er til ráða? Því miður eru engin ráð til. Baráttan er töpuð. Að vinda ofan af opinbera kerfinu er pólitískt ekki hægt. Ein hugmynd sem myndi virka væri að svipta ríkisstarfsmenn atkvæðisrétti vegna hagsmunatengsla. Slíkar hugmyndir hafa þó varla hljómgrunn. Við munum, eins og öll vestræn ríki, sigla hægt en örugglega í algjöra stöðnun. Mörg Evrópusambandsríki eru komin langt á þeirri vegferð, Bandaríkin heldur styttra. Það mun gerast hjá okkur eftir 20-30 ár.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar