Karl Marx hafði rétt fyrir sér Bjarni Jónsson skrifar 5. desember 2014 00:00 Í öllum hinum vestræna heimi hafa útgjöld hins opinbera aukist á liðnum áratugum með svipuðum hætti og á Íslandi, eins og um náttúrulögmál sé að ræða. Aukningin er mest í öðru en grunnstoðum samfélagsins. Nýjar stofnanir, stofur og sjóðir eru settir á fót sem sífellt krefjast meira fjármagns. Opinber útgjöld hækka án þess að við finnum mikið fyrir því, en safnast upp eftir því sem árin og áratugir líða. Raunaukning gjalda hins opinbera hefur verið um 3,8% á ári síðustu 33 ár. Árið 1980 voru útgjöld kr. 383.000 á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu, á verðlagi 2013 (sjá mynd). Að meðaltali hafa útgjöldin aukist um kr. 16.500 í hverjum einasta mánuði frá janúar 1980 til desember 2013, og voru þá orðin kr. 852.000. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa útgjöldin aukist úr 34% 1980 í 44% 2013.Hvers vegna aukast útgjöldin? Það fjölgar hlutfallslega stöðugt í hópi opinberra starfsmanna. Þeir kjósa fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir sem gæta hagsmuna þeirra, en hagsmunirnir felast einmitt í meiri útgjöldum, meiri lífeyrisskuldbindingum og meira starfsöryggi. Þessir fulltrúar eru gjarnan á vinstri væng stjórnmálanna. Aðrir flokkar sjá sig síðan knúna til að haga stefnu sinni á sama hátt, eigi þeir að fá atkvæði frá þessum stækkandi hópi. Útgjaldaaukning er hjá öllum ríkisstjórnum, hvergi er niðurskurður (sjá mynd). Fjórða valdið, fjölmiðlar, gagnrýna sjaldnast aukin útgjöld, en gagnrýna nær alltaf hugmyndir um minnkun útgjalda. Af fréttaflutningi mætti ætla að sífellt væri verið að skera niður. Fyrirsögnin „Kerfið brást“ er vinsæl. Þeir sem tala fyrir aðhaldi í rekstri eru úthrópaðir og uppnefndir. Starfsfólk hinna fjölmörgu stofnana og stofa ríkis og sveitarfélaga, sem ekki teljast til grunnstoða samfélagsins, standa vörð um störf sín. Öllum hugmyndum um aðhald er kröftuglega mótmælt. Fjölmiðlar taka undir mótmælin og lýsa því neyðarástandi sem muni skapast. Hægt og rólega hefur samfélagið þróast eins og samkvæmt náttúrulögmáli í átt að auknum opinberum rekstri, eins og Karl Marx spáði.Hver er afleiðingin? Eftir því sem opinber útgjöld aukast dregur úr mætti og nýsköpun efnahagslífsins. Gömul stórfyrirtæki verða allsráðandi. Til að örva atvinnulífið vilja vinstri menn veita skattfé til atvinnulífsins í gegnum sjóði, undir slagorðum eins og græna hagkerfið og skapandi greinar. Engum dettur í hug að létta skattbyrðar á fyrirtæki og einstaklinga almennt, þó að til lengri tíma litið skilaði það þróttmeira atvinnulífi, hærri launum og meiri skatttekjum. Lítill hvati er til að auka tekjur eða taka áhættu. Ef einstaklingur hættir eigin fé í rekstur fyrirtækis, og greiðir sér arð ef vel gengur, greiðir hann (og fyrirtækið) sama hlutfall í skatt eins og um laun væri að ræða. Af hverju ætti einhver að taka slíka áhættu? Jaðaráhrif skatta gera ávinning af meiri vinnu launamanna hverfandi. Svört starfsemi eykst. Erfiðara verður fyrir ríki og sveitarfélög að afla tekna. Skuldir aukast og útgjöld til vaxtagreiðslna. Hætta er á óðaverðbólgu þar sem ríkið freistast til að prenta peninga. Samfélagið verður ósamkeppnishæft á alþjóðamarkaði. Lífskjör versna, ekki mjög hratt, en hægt og örugglega. Fólk venst á að krefja hið opinbera um lausnir á hvers kyns viðfangsefnum, og að það beri alfarið og óskoraða ábyrgð á velferð þess. Frumkvæði og áræðni hverfur. Samfélagið staðnar, líkt og í Austur-Evrópu, Sovétríkjunum og á Kúbu forðum.Hvað er til ráða? Því miður eru engin ráð til. Baráttan er töpuð. Að vinda ofan af opinbera kerfinu er pólitískt ekki hægt. Ein hugmynd sem myndi virka væri að svipta ríkisstarfsmenn atkvæðisrétti vegna hagsmunatengsla. Slíkar hugmyndir hafa þó varla hljómgrunn. Við munum, eins og öll vestræn ríki, sigla hægt en örugglega í algjöra stöðnun. Mörg Evrópusambandsríki eru komin langt á þeirri vegferð, Bandaríkin heldur styttra. Það mun gerast hjá okkur eftir 20-30 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í öllum hinum vestræna heimi hafa útgjöld hins opinbera aukist á liðnum áratugum með svipuðum hætti og á Íslandi, eins og um náttúrulögmál sé að ræða. Aukningin er mest í öðru en grunnstoðum samfélagsins. Nýjar stofnanir, stofur og sjóðir eru settir á fót sem sífellt krefjast meira fjármagns. Opinber útgjöld hækka án þess að við finnum mikið fyrir því, en safnast upp eftir því sem árin og áratugir líða. Raunaukning gjalda hins opinbera hefur verið um 3,8% á ári síðustu 33 ár. Árið 1980 voru útgjöld kr. 383.000 á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu, á verðlagi 2013 (sjá mynd). Að meðaltali hafa útgjöldin aukist um kr. 16.500 í hverjum einasta mánuði frá janúar 1980 til desember 2013, og voru þá orðin kr. 852.000. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa útgjöldin aukist úr 34% 1980 í 44% 2013.Hvers vegna aukast útgjöldin? Það fjölgar hlutfallslega stöðugt í hópi opinberra starfsmanna. Þeir kjósa fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir sem gæta hagsmuna þeirra, en hagsmunirnir felast einmitt í meiri útgjöldum, meiri lífeyrisskuldbindingum og meira starfsöryggi. Þessir fulltrúar eru gjarnan á vinstri væng stjórnmálanna. Aðrir flokkar sjá sig síðan knúna til að haga stefnu sinni á sama hátt, eigi þeir að fá atkvæði frá þessum stækkandi hópi. Útgjaldaaukning er hjá öllum ríkisstjórnum, hvergi er niðurskurður (sjá mynd). Fjórða valdið, fjölmiðlar, gagnrýna sjaldnast aukin útgjöld, en gagnrýna nær alltaf hugmyndir um minnkun útgjalda. Af fréttaflutningi mætti ætla að sífellt væri verið að skera niður. Fyrirsögnin „Kerfið brást“ er vinsæl. Þeir sem tala fyrir aðhaldi í rekstri eru úthrópaðir og uppnefndir. Starfsfólk hinna fjölmörgu stofnana og stofa ríkis og sveitarfélaga, sem ekki teljast til grunnstoða samfélagsins, standa vörð um störf sín. Öllum hugmyndum um aðhald er kröftuglega mótmælt. Fjölmiðlar taka undir mótmælin og lýsa því neyðarástandi sem muni skapast. Hægt og rólega hefur samfélagið þróast eins og samkvæmt náttúrulögmáli í átt að auknum opinberum rekstri, eins og Karl Marx spáði.Hver er afleiðingin? Eftir því sem opinber útgjöld aukast dregur úr mætti og nýsköpun efnahagslífsins. Gömul stórfyrirtæki verða allsráðandi. Til að örva atvinnulífið vilja vinstri menn veita skattfé til atvinnulífsins í gegnum sjóði, undir slagorðum eins og græna hagkerfið og skapandi greinar. Engum dettur í hug að létta skattbyrðar á fyrirtæki og einstaklinga almennt, þó að til lengri tíma litið skilaði það þróttmeira atvinnulífi, hærri launum og meiri skatttekjum. Lítill hvati er til að auka tekjur eða taka áhættu. Ef einstaklingur hættir eigin fé í rekstur fyrirtækis, og greiðir sér arð ef vel gengur, greiðir hann (og fyrirtækið) sama hlutfall í skatt eins og um laun væri að ræða. Af hverju ætti einhver að taka slíka áhættu? Jaðaráhrif skatta gera ávinning af meiri vinnu launamanna hverfandi. Svört starfsemi eykst. Erfiðara verður fyrir ríki og sveitarfélög að afla tekna. Skuldir aukast og útgjöld til vaxtagreiðslna. Hætta er á óðaverðbólgu þar sem ríkið freistast til að prenta peninga. Samfélagið verður ósamkeppnishæft á alþjóðamarkaði. Lífskjör versna, ekki mjög hratt, en hægt og örugglega. Fólk venst á að krefja hið opinbera um lausnir á hvers kyns viðfangsefnum, og að það beri alfarið og óskoraða ábyrgð á velferð þess. Frumkvæði og áræðni hverfur. Samfélagið staðnar, líkt og í Austur-Evrópu, Sovétríkjunum og á Kúbu forðum.Hvað er til ráða? Því miður eru engin ráð til. Baráttan er töpuð. Að vinda ofan af opinbera kerfinu er pólitískt ekki hægt. Ein hugmynd sem myndi virka væri að svipta ríkisstarfsmenn atkvæðisrétti vegna hagsmunatengsla. Slíkar hugmyndir hafa þó varla hljómgrunn. Við munum, eins og öll vestræn ríki, sigla hægt en örugglega í algjöra stöðnun. Mörg Evrópusambandsríki eru komin langt á þeirri vegferð, Bandaríkin heldur styttra. Það mun gerast hjá okkur eftir 20-30 ár.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun