Lakers jafnaði félagsmet - Tólf í röð hjá Boston 8. desember 2008 09:22 Kobe Bryant og félagar eru á mikilli siglingu rétt eins og meistarar Boston NordicPhotos/GettyImages LA Lakers jafnaði í nótt félagsmet þegar liðið vann sigur á Milwaukee í NBA deildinni. Liðið hefur unnið 17 af fyrstu 19 leikjum sínum í deildinni til þessa. Lakers vann nokkuð auðveldan 105-92 sigur á Milwaukee og jafnaði þar með bestu byrjun félagsins í sögunni. Liðið byrjaði líka 17-2 árið 1985 og hefur ekki byrjað betur í 61 árs sögu félagsins. Lakers gekk ekki sérlega vel í sóknarleiknum í nótt en góður varnarleikur skóp sigurinn. Kobe Bryant skoraði 20 stig og gaf 8 stoðsendingar, Derek Fisher skoraði 19 stig og Andrew Bynum skoraði 14 stig og hirti 14 fráköst. Varamaðurinn Joe Alexander skoraði mest hjá Milwaukee, 15 stig. Tólf í röð hjá Boston Meistarar Boston hafa ekki verið síðri það sem af er í vetur og unnu sinni 12. sigur í röð í nótt. Liðið þurfti þó framlengingu til að leggja Indiana Pacers á útivelli 122-117. Boston hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum. Ray Allen skoraði 35 stig fyrir Boston í leiknum og setti sjö þrista, Kevin Garnett var með 17 stig og 20 fráköst og Paul Pierce skoraði 17 stig og fór upp fyrir Kevin McHale á stigalista Boston. Hann er nú fjórði stigahæsti leikmaður í sögu félagsins með 17,346 stig. Aðeins John Havlicek, Larry Bird og Robert Parish hafa skorað meira. Marquis Daniels skoraði 26 stig fyrir Indiana og Danny Granger 20 stig. Indiana er annað þeirra tveggja liða sem hafa unnið Boston í vetur og var ekki langt frá því að endurtaka leikinn í nótt. Portland gekk vel fyrir austan Þá vann Portland nauman útisigur á Toronto 98-97 þar sem þristur frá Steve Blake tryggði gestunum sigurinn þegar skammt var til leiksloka. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig fyrir Toronto og Chris Bosh 19 en LaMarcus Aldridge skoraði 20 fyrir Portland og Blake 19. Þetta var fjórði sigur Portland á fimm leikja ferðalagi um Austurdeildina þar sem liðið tapaði aðeins fyrir Boston. NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
LA Lakers jafnaði í nótt félagsmet þegar liðið vann sigur á Milwaukee í NBA deildinni. Liðið hefur unnið 17 af fyrstu 19 leikjum sínum í deildinni til þessa. Lakers vann nokkuð auðveldan 105-92 sigur á Milwaukee og jafnaði þar með bestu byrjun félagsins í sögunni. Liðið byrjaði líka 17-2 árið 1985 og hefur ekki byrjað betur í 61 árs sögu félagsins. Lakers gekk ekki sérlega vel í sóknarleiknum í nótt en góður varnarleikur skóp sigurinn. Kobe Bryant skoraði 20 stig og gaf 8 stoðsendingar, Derek Fisher skoraði 19 stig og Andrew Bynum skoraði 14 stig og hirti 14 fráköst. Varamaðurinn Joe Alexander skoraði mest hjá Milwaukee, 15 stig. Tólf í röð hjá Boston Meistarar Boston hafa ekki verið síðri það sem af er í vetur og unnu sinni 12. sigur í röð í nótt. Liðið þurfti þó framlengingu til að leggja Indiana Pacers á útivelli 122-117. Boston hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum. Ray Allen skoraði 35 stig fyrir Boston í leiknum og setti sjö þrista, Kevin Garnett var með 17 stig og 20 fráköst og Paul Pierce skoraði 17 stig og fór upp fyrir Kevin McHale á stigalista Boston. Hann er nú fjórði stigahæsti leikmaður í sögu félagsins með 17,346 stig. Aðeins John Havlicek, Larry Bird og Robert Parish hafa skorað meira. Marquis Daniels skoraði 26 stig fyrir Indiana og Danny Granger 20 stig. Indiana er annað þeirra tveggja liða sem hafa unnið Boston í vetur og var ekki langt frá því að endurtaka leikinn í nótt. Portland gekk vel fyrir austan Þá vann Portland nauman útisigur á Toronto 98-97 þar sem þristur frá Steve Blake tryggði gestunum sigurinn þegar skammt var til leiksloka. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig fyrir Toronto og Chris Bosh 19 en LaMarcus Aldridge skoraði 20 fyrir Portland og Blake 19. Þetta var fjórði sigur Portland á fimm leikja ferðalagi um Austurdeildina þar sem liðið tapaði aðeins fyrir Boston.
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira