Viðskipti erlent

Hlutabréf í Asíu hækka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf hækkuðu á Asíumörkuðum í morgun, meðal annars vegna lækkunar stýrivaxta á Indlandi.

Þá gerði yfirlýsing Barcks Obama, um stórauknar framkvæmdir til að hleypa lífi í vinnumarkaðinn, það að verkum að bréf þungavinnuvélaframleiðandans Komatsu hækkuðu um ellefu prósentustig. Obama segist ætla að standa fyrir framkvæmdum sem verði þær umfangsmestu síðan Eisenhower forveri hans byggði bandaríska þjóðvegakerfið á sjötta áratug síðustu aldar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×