„Hver er að klappa núna, tík?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. ágúst 2018 11:30 Diana Taurasi minnti heldur betur á sig í gær. vísir/getty Á meðan daglega er deilt um hvor kunni meira fyrir sér í körfuboltafræðunum Michael Jordan eða LeBron James er ekki þörf á sömu umræðu í kvennakörfunni. Þar er sú bandaríska Diana Taurasi best frá upphafi. Næsta mál. Taurasi hefur á ævintýralegum fjórtán ára ferli unnið WNBA-deildina þrisvar sinnum auk þess að skreppa til Evrópu á veturnar eins og þær bestu gera og vinna Meistaradeildina sex sinnum. Afrekaskrá hennar er margar blaðsíður en Taurasi hefur níu sinnum verið valin í stjörnulið WNBA-deildarinnar, tvisvar sinnum verið útnefnd besti leikmaður lokaúrslitanna og þá er hún fjórfaldur Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar frá upphafi. Svo eitthvað sé nefnt. Taurasi sýndi í nótt enn og aftur, 36 ára gömul, að það er enginn að fara að ógna henni á stallinum í bráð þegar að hún skoraði 27 stig í 15 skotum, gaf tólf stoðsendingar og tapaði boltanum aldrei í sigri Phoenix Mercury gegn Connecticut Sun.Leikurinn var í annarri umferð úrslitakeppninnar þar sem aðeins þarf að vinna einn leik til að komast í undanúrslitin en Taurasi átti aðra eins frammistöðu í fyrstu umferðinni þar sem að liðið lagði Dallas Wings. Taurasi hefur nú unnið þrettán svona leiki á ferlinum þar sem að aðeins einn leik þarf til að komast áfram en aldrei tapað. Hún er leikmaður stóru stundanna. Taurasi var í miklum ham í gær en hún hafði takmarkaðan húmor fyrir Instagram-færslu Coutney Williams, leikmanns Sun, sem minnti á leikinn á Instagram með mynd af sér að fagna fyrir framan súra Taurasi.View this post on InstagramGooo timeee!! Playoffs babyyyyyA post shared by Courtney Williams (@courtneywilliams10) on Aug 23, 2018 at 12:02pm PDT Ekki gerðu Sun-stelpur minna til að pirra þá bestu þegar að Jasmine Thomas klappaði saman höndum fyrir framan andlitið á Taurasi í fyrri hálfleik en Taurasi klappaði til baka ansi pirruð. Þegar að lokaflautið gall klappaði Taurasi aftur í átt að Thomas og kallaði svo á eftir henni: „Hver er að klappa núna, tík?“ Hún minntist svo aðeins á þetta í viðtali eftir leik þar sem að hún var spurð hver er galdurinn á bakvið að vinna alltaf í þessum leikjum þar sem að allt er undir. „Þú mátt ekki vera hræddur. Það er ekkert mál að setja myndir á Instagram og klappa í andlitið á fólki en það skilar þér ekki sigrum,“ sagði Diana Taurasi. Körfubolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Á meðan daglega er deilt um hvor kunni meira fyrir sér í körfuboltafræðunum Michael Jordan eða LeBron James er ekki þörf á sömu umræðu í kvennakörfunni. Þar er sú bandaríska Diana Taurasi best frá upphafi. Næsta mál. Taurasi hefur á ævintýralegum fjórtán ára ferli unnið WNBA-deildina þrisvar sinnum auk þess að skreppa til Evrópu á veturnar eins og þær bestu gera og vinna Meistaradeildina sex sinnum. Afrekaskrá hennar er margar blaðsíður en Taurasi hefur níu sinnum verið valin í stjörnulið WNBA-deildarinnar, tvisvar sinnum verið útnefnd besti leikmaður lokaúrslitanna og þá er hún fjórfaldur Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar frá upphafi. Svo eitthvað sé nefnt. Taurasi sýndi í nótt enn og aftur, 36 ára gömul, að það er enginn að fara að ógna henni á stallinum í bráð þegar að hún skoraði 27 stig í 15 skotum, gaf tólf stoðsendingar og tapaði boltanum aldrei í sigri Phoenix Mercury gegn Connecticut Sun.Leikurinn var í annarri umferð úrslitakeppninnar þar sem aðeins þarf að vinna einn leik til að komast í undanúrslitin en Taurasi átti aðra eins frammistöðu í fyrstu umferðinni þar sem að liðið lagði Dallas Wings. Taurasi hefur nú unnið þrettán svona leiki á ferlinum þar sem að aðeins einn leik þarf til að komast áfram en aldrei tapað. Hún er leikmaður stóru stundanna. Taurasi var í miklum ham í gær en hún hafði takmarkaðan húmor fyrir Instagram-færslu Coutney Williams, leikmanns Sun, sem minnti á leikinn á Instagram með mynd af sér að fagna fyrir framan súra Taurasi.View this post on InstagramGooo timeee!! Playoffs babyyyyyA post shared by Courtney Williams (@courtneywilliams10) on Aug 23, 2018 at 12:02pm PDT Ekki gerðu Sun-stelpur minna til að pirra þá bestu þegar að Jasmine Thomas klappaði saman höndum fyrir framan andlitið á Taurasi í fyrri hálfleik en Taurasi klappaði til baka ansi pirruð. Þegar að lokaflautið gall klappaði Taurasi aftur í átt að Thomas og kallaði svo á eftir henni: „Hver er að klappa núna, tík?“ Hún minntist svo aðeins á þetta í viðtali eftir leik þar sem að hún var spurð hver er galdurinn á bakvið að vinna alltaf í þessum leikjum þar sem að allt er undir. „Þú mátt ekki vera hræddur. Það er ekkert mál að setja myndir á Instagram og klappa í andlitið á fólki en það skilar þér ekki sigrum,“ sagði Diana Taurasi.
Körfubolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira