Mikið spurt um kvikmyndatökur á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. maí 2020 21:30 Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins. Góður árangur Íslendinga í baráttunni við Covid hefur borist víða um heim, sér í lagi til Hollywood sem sér Ísland fyrir vikið sem ákjósanlegan stað til að taka upp kvikmyndir. Þar myndi fámennið og víðernið spila stóran þátt í að tryggja vernd gegn smitum. Netflix horfir hýru auga til Íslands vegna þess að tökur á þáttaröðinni Kötlu gátu haldið áfram hjá RVK Studios. „Það er tækifæri að okkar mati að fá þessi „crew“ til landsins til að skjóta verkefni. Ástæðan er sú að það er hægt að stýra mjög vel hvernig er komið til landsins. Þau bara beint á hótel, fara á tökustað og að skjóta,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Film in Iceland. Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland.Vísir/Stöð 2 Íslandsstofa sér um að kynna landið fyrir kvikmyndagerðarfólki og hefur fyrirspurnum rignt inn frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Sumir þeirra aðila sem eru að koma til okkar núna með hugmyndir vilja skjóta í ár. Aðrir eru að hugsa um næsta ár,“ segir Einar en erfitt sé að svara vegna þess að yfirvöld eigi eftir að segja hvort þau séu tilbúin að hleypa erlendum framleiðendum til landsins. Lagt hefur verið til að yfirvöld hækki endurgreiðslu á kvikmyndaverkefnum tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent. Þá hefur gengi íslensku krónunnar einnig veikst sem gerir landið að enn fýsilegri kosti. Margfeldniáhrif yrðu margvísleg og mikil. „Það hefur bara sýnt sig í þessum rannsóknum sem hafa komið frá Ferðamálastofu að stór hluti ferðamanna sem kemur til landsins fékk hugmyndina eftir að hafa séð Ísland í verkefnum sem voru tekin upp hér á Íslandi, hvort sem það eru kvikmyndir eða sjónvarpsefni,“ segir Einar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins. Góður árangur Íslendinga í baráttunni við Covid hefur borist víða um heim, sér í lagi til Hollywood sem sér Ísland fyrir vikið sem ákjósanlegan stað til að taka upp kvikmyndir. Þar myndi fámennið og víðernið spila stóran þátt í að tryggja vernd gegn smitum. Netflix horfir hýru auga til Íslands vegna þess að tökur á þáttaröðinni Kötlu gátu haldið áfram hjá RVK Studios. „Það er tækifæri að okkar mati að fá þessi „crew“ til landsins til að skjóta verkefni. Ástæðan er sú að það er hægt að stýra mjög vel hvernig er komið til landsins. Þau bara beint á hótel, fara á tökustað og að skjóta,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Film in Iceland. Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland.Vísir/Stöð 2 Íslandsstofa sér um að kynna landið fyrir kvikmyndagerðarfólki og hefur fyrirspurnum rignt inn frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Sumir þeirra aðila sem eru að koma til okkar núna með hugmyndir vilja skjóta í ár. Aðrir eru að hugsa um næsta ár,“ segir Einar en erfitt sé að svara vegna þess að yfirvöld eigi eftir að segja hvort þau séu tilbúin að hleypa erlendum framleiðendum til landsins. Lagt hefur verið til að yfirvöld hækki endurgreiðslu á kvikmyndaverkefnum tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent. Þá hefur gengi íslensku krónunnar einnig veikst sem gerir landið að enn fýsilegri kosti. Margfeldniáhrif yrðu margvísleg og mikil. „Það hefur bara sýnt sig í þessum rannsóknum sem hafa komið frá Ferðamálastofu að stór hluti ferðamanna sem kemur til landsins fékk hugmyndina eftir að hafa séð Ísland í verkefnum sem voru tekin upp hér á Íslandi, hvort sem það eru kvikmyndir eða sjónvarpsefni,“ segir Einar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15
Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00