Viðskipti innlent

Landsbankastjóri lýsir vonbrigðum með vaxtaákvörðun SÍ

Sigurjón Þ. Árnason landsbankastjóri segir að sú ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum séu vonbrigði fyrir sig. "Ég ásamt mörgum öðrum átti von á að Seðlabankinn hæfi vaxtalækkunarferli sitt núna," segir Sigurjón.

Sigurjón segir að hann hafði vonast til að Seðlabankinn myndi lækka stýrivextina um 50 púnkta að þessu sinni. "Það má benda á að stærstu seðlabankar heimsins eins og í Bandaríkjunum og Evrópu hafa lækkað sína vexti að undanförnu," segir Sigurjón. "Því virkar ákvörðun Seðlabanka Íslands sem hækkun í stöðunni."

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×