Viðskipti erlent

Gengi krónunnar aftur að veikjast

Viðsnúningur hefur orðið á gengi krónunnar nú í hádeginu og er gengið byrjað að veikjast aftur. Gengisvísitalan hefur hækkað um 0,8% frá hádegi eftir að hafa styrkst um rúmt prósent við opnun markaðarins í morgun.

Gengisvísitalan stendur nú í 195 stigum. Dollarinn kostar 114,50 kr., pundið er í tæpum 169 kr., evran kostar 147 kr. og danska krónan kostar 19,70 kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×