Er ný tónlist einhvers virði? 13. október 2005 15:31 Þegar Mozart var og hét, var hann fyrir öðru tónskáldi, Salieri. Því annars ágæta tónskáldi þótti súrt að vera á sömu þúfu og snillingurinn. Samt hafði Salieri allt, stöðu, peninga og ilminn úr handarkrika aðalsins. Hann var í stöðu til þess að úthrópa tónlist Mozarts í sinni sveit. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónlist Mozarts yrði ódauðleg - og hann er eitt fyrsta tónskáldið sem hvert barn í hinum vestræna heimi lærir að þekkja. Mér verður oft hugsað til þessara sérkennilegu örlaga þessa dagana. Hér á landi stendur yfir gríðarmikil hátíð, Myrkir músíkdagar, þar sem tækifæri gefst til þess að hlýða á það sem tónskáldin okkar eru að skapa - hér og nú. Það má kannski segja að heiti hátíðarinnar sé nokkuð óheppilegt, einkum vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja myrkrið tónlist hátíðarinnar en ekki þeim árstíma sem hún er haldin. Ástæðan er líklega sú að gervöll alþýða manna hefur sýnt nýsmíðum í tónlist allt frá tómlæti, yfir í fjandskap. Þjóðin vill ekki láta skapa nein læti á sinni þúfu. Vissulega hafa mörg nútímatónverk verið ómstríð - en bara sum. Frá því að Myrkir músíkdagar hófust fyrir 25 árum, hefur tónskáldum fjölgað til muna; tónskáldum sem hafa ólíka tilfinninga- og vitsmunainnréttingu, hafa ólíkan bakgrunn og mismunandi afstöðu til lífsins - og skapa því afar ólík verk. Tónskáldiin hafa líka orðið óhræddari við að feta nýjar slóðir, vinna verk undir áhrifum frá rokki, poppi, djass, hugleiðslutónlist og þannig mætti lengi telja. Sum hafa verið að semja ákaflega falleg kórverk, önnur skemmtilega flókin og áheyrileg kammerverk og enn önnur stórbrotin verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er verið að semja fyrir allar hljóðfærasamsetningar og verk tónskáldanna eru svo ólík að það er ekki hægt að afgreiða þau með því eina pennastriki sem kallað hefur verið "hávaði". Það er bjart yfir þeim Myrku músíkdögum sem núna standa yfir. Næstum tuttugu tónleikar víðs vegar um bæinn og í boði eru barnaópera, sinfónía, gítarverk, píanóverk, kórverk, rafverk, kammerverk, eftir yngri og eldri tónskáld, konur og karla. Auðvitað eru þau verk sem samin eru í dag ekki neitt svipuð þeim verkum sem við þekkjum frá Händel, Bach, Mozart, Beethoven eða Chopin. Það er búið að semja þau verk - og við lifum hvorki á barokk-tíma né rómantískum. Þau verk sem samin eru í dag endurspegla þann heim sem við lifum í. Eitt af ógleymanlegustu verkum sem ég hef hlýtt á var óperan Kullervo eftir finnska tónskáldið Sallinen. Hann byggir óperuna á sögu úr þeim mikla sagnabálki, Kalevala, sem fjallar um bræðravíg. Óperan er samin á þeim tíma þegar stríðið í Bosníu var í algleymingi. Þar bárust bræður á banaspjótum - eins og gerist í öllum stríðum á öllum tímum og það eru alltaf stríð einhvers staðar. Til þess að endurspegla þennan óhugnað í tónlistarformi, sótti Sallinen eitt og annað í þungarokkið. Áhrifin létu ekki á sér standa og á eftir var ekki hægt að afgreiða þungarokk sem pirrandi tónlist. Enn einn fordómaveggurinn fallinn, sjóndeildarhringurinn hafði stækkað. Það er ótrúlega gaman að upplifa frumflutning á nýju tónverki. Það þarf ekki endilega að falla að smekk hvers áheyranda, frekar en önnur tónverk hafa gert í gegnum aldirnar. Hins vegar vitum við aldrei hvað af þeirri tónlist sem við hlýðum á í dag á eftir að standa af sér tímann og verða klassískt. Það getur allt eins hent íslenskt tónverk eins og þýskt, austurrískt, ítalskt, franskt eða slavneskt. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál. Njótum þess. Hlýðum á þá nýsköpun sem á sér stað allt í kringum okkur og dæmum sjálf hvað okkur líkar og hvað ekki - eftir að við höfum heyrt það. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar Mozart var og hét, var hann fyrir öðru tónskáldi, Salieri. Því annars ágæta tónskáldi þótti súrt að vera á sömu þúfu og snillingurinn. Samt hafði Salieri allt, stöðu, peninga og ilminn úr handarkrika aðalsins. Hann var í stöðu til þess að úthrópa tónlist Mozarts í sinni sveit. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónlist Mozarts yrði ódauðleg - og hann er eitt fyrsta tónskáldið sem hvert barn í hinum vestræna heimi lærir að þekkja. Mér verður oft hugsað til þessara sérkennilegu örlaga þessa dagana. Hér á landi stendur yfir gríðarmikil hátíð, Myrkir músíkdagar, þar sem tækifæri gefst til þess að hlýða á það sem tónskáldin okkar eru að skapa - hér og nú. Það má kannski segja að heiti hátíðarinnar sé nokkuð óheppilegt, einkum vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja myrkrið tónlist hátíðarinnar en ekki þeim árstíma sem hún er haldin. Ástæðan er líklega sú að gervöll alþýða manna hefur sýnt nýsmíðum í tónlist allt frá tómlæti, yfir í fjandskap. Þjóðin vill ekki láta skapa nein læti á sinni þúfu. Vissulega hafa mörg nútímatónverk verið ómstríð - en bara sum. Frá því að Myrkir músíkdagar hófust fyrir 25 árum, hefur tónskáldum fjölgað til muna; tónskáldum sem hafa ólíka tilfinninga- og vitsmunainnréttingu, hafa ólíkan bakgrunn og mismunandi afstöðu til lífsins - og skapa því afar ólík verk. Tónskáldiin hafa líka orðið óhræddari við að feta nýjar slóðir, vinna verk undir áhrifum frá rokki, poppi, djass, hugleiðslutónlist og þannig mætti lengi telja. Sum hafa verið að semja ákaflega falleg kórverk, önnur skemmtilega flókin og áheyrileg kammerverk og enn önnur stórbrotin verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er verið að semja fyrir allar hljóðfærasamsetningar og verk tónskáldanna eru svo ólík að það er ekki hægt að afgreiða þau með því eina pennastriki sem kallað hefur verið "hávaði". Það er bjart yfir þeim Myrku músíkdögum sem núna standa yfir. Næstum tuttugu tónleikar víðs vegar um bæinn og í boði eru barnaópera, sinfónía, gítarverk, píanóverk, kórverk, rafverk, kammerverk, eftir yngri og eldri tónskáld, konur og karla. Auðvitað eru þau verk sem samin eru í dag ekki neitt svipuð þeim verkum sem við þekkjum frá Händel, Bach, Mozart, Beethoven eða Chopin. Það er búið að semja þau verk - og við lifum hvorki á barokk-tíma né rómantískum. Þau verk sem samin eru í dag endurspegla þann heim sem við lifum í. Eitt af ógleymanlegustu verkum sem ég hef hlýtt á var óperan Kullervo eftir finnska tónskáldið Sallinen. Hann byggir óperuna á sögu úr þeim mikla sagnabálki, Kalevala, sem fjallar um bræðravíg. Óperan er samin á þeim tíma þegar stríðið í Bosníu var í algleymingi. Þar bárust bræður á banaspjótum - eins og gerist í öllum stríðum á öllum tímum og það eru alltaf stríð einhvers staðar. Til þess að endurspegla þennan óhugnað í tónlistarformi, sótti Sallinen eitt og annað í þungarokkið. Áhrifin létu ekki á sér standa og á eftir var ekki hægt að afgreiða þungarokk sem pirrandi tónlist. Enn einn fordómaveggurinn fallinn, sjóndeildarhringurinn hafði stækkað. Það er ótrúlega gaman að upplifa frumflutning á nýju tónverki. Það þarf ekki endilega að falla að smekk hvers áheyranda, frekar en önnur tónverk hafa gert í gegnum aldirnar. Hins vegar vitum við aldrei hvað af þeirri tónlist sem við hlýðum á í dag á eftir að standa af sér tímann og verða klassískt. Það getur allt eins hent íslenskt tónverk eins og þýskt, austurrískt, ítalskt, franskt eða slavneskt. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál. Njótum þess. Hlýðum á þá nýsköpun sem á sér stað allt í kringum okkur og dæmum sjálf hvað okkur líkar og hvað ekki - eftir að við höfum heyrt það. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun