Sport

O´Sullivan tapaði á Open Malta

Ronnie O´Sullivan, sem situr í efsta sæti heimslistans í snóker, beið afhroð gegn Graeme Dott á Opna Möltumótinu. Dott gerði sér lítið fyrir og vann 5-0 en þess má geta að tvímenningarnir mættust í úrslitum heimsmeistaramótsins á síðasta ári þar sem O´Sullivan hafði betur. "Hann fór illa með mig," sagði O´Sullivan. "Það er erfitt að ná sér í gang þegar manni líður ekki vel með það sem maður er að gera."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×