Katar segir sig úr samtökum olíuframleiðsluríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Saad Sherida al-Kaabi. Stjórnvöld í Katar tilkynntu í gær um að þau hygðust segja sig úr OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, í janúar næstkomandi. Katar verður þannig fyrsta miðausturlenska ríkið til þess að hætta í OPEC frá því samtökin voru stofnuð árið 1960. Saad Sherida al-Kaabi, orkumálaráðherra Katars, sagði í yfirlýsingu í gær að ríkið ætlaði að auka útflutning á jarðgasi úr 77 milljónum tonna á ári í 110 milljón tonn og að þrátt fyrir úrsögnina myndi ríkið sömuleiðis auka útflutning á olíu. „Í ljósi þessara áforma og vegna vilja okkar til að tryggja stöðu Katars sem áreiðanlegs og traustverðs útflytjanda orku höfum við þurft að stíga ákveðin skref og endurskoða hlutverk okkar á vettvangi alþjóðlegra orkuviðskipta,“ sagði í yfirlýsingunni aukinheldur. Samkvæmt AP-fréttaveitunni hefur Katar verið ellefti stærsti framleiðandi OPEC og nemur samdrátturinn í heildarframleiðslu vegna brotthvarfs ríkisins ekki nema um tveimur prósentum. Í viðtali við sama miðil sagði orkumálagreinandinn Anas Alhajji að ákvörðunin hefði lítil áhrif á markaðinn. Kostnaður OPEC-aðildar fyrir Katar hafi verið meiri en ágóðinn og því væri ákvörðunin skiljanleg. Sömuleiðis má setja ákvörðunina í samhengi við illdeilurnar við önnur ríki á svæðinu. Síðasta sumar ákváðu stjórnvöld í Egyptalandi, Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum að skera á stjórnmálasamband við Katar vegna meints stuðnings við hryðjuverkasamtök og nálægðarinnar við Íran. Barein Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Íran Katar Mið-Austurlönd Orkumál Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórnvöld í Katar tilkynntu í gær um að þau hygðust segja sig úr OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, í janúar næstkomandi. Katar verður þannig fyrsta miðausturlenska ríkið til þess að hætta í OPEC frá því samtökin voru stofnuð árið 1960. Saad Sherida al-Kaabi, orkumálaráðherra Katars, sagði í yfirlýsingu í gær að ríkið ætlaði að auka útflutning á jarðgasi úr 77 milljónum tonna á ári í 110 milljón tonn og að þrátt fyrir úrsögnina myndi ríkið sömuleiðis auka útflutning á olíu. „Í ljósi þessara áforma og vegna vilja okkar til að tryggja stöðu Katars sem áreiðanlegs og traustverðs útflytjanda orku höfum við þurft að stíga ákveðin skref og endurskoða hlutverk okkar á vettvangi alþjóðlegra orkuviðskipta,“ sagði í yfirlýsingunni aukinheldur. Samkvæmt AP-fréttaveitunni hefur Katar verið ellefti stærsti framleiðandi OPEC og nemur samdrátturinn í heildarframleiðslu vegna brotthvarfs ríkisins ekki nema um tveimur prósentum. Í viðtali við sama miðil sagði orkumálagreinandinn Anas Alhajji að ákvörðunin hefði lítil áhrif á markaðinn. Kostnaður OPEC-aðildar fyrir Katar hafi verið meiri en ágóðinn og því væri ákvörðunin skiljanleg. Sömuleiðis má setja ákvörðunina í samhengi við illdeilurnar við önnur ríki á svæðinu. Síðasta sumar ákváðu stjórnvöld í Egyptalandi, Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum að skera á stjórnmálasamband við Katar vegna meints stuðnings við hryðjuverkasamtök og nálægðarinnar við Íran.
Barein Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Íran Katar Mið-Austurlönd Orkumál Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira