Karlar kenna konum Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Fyrir kosningafíkla er góð og löng kosningabarátta stórviðburður sem fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Dálítið eins og EM í fótbolta. Við bíðum með eftirvæntingu eftir skoðanakönnunum, stúderum viðtöl, kortleggjum pólitískar samsæriskenningar og elskum að ræða stöðuna í baráttunni. Fyrir einhverja er atriði að eiga sér uppáhald en fyrir aðra er sjálf keppnin það sem heillar. Hápunktinum er svo auðvitað náð þegar Jóhanna Vigdís birtist á skjánum í fallegum hvítum kosningajakka. Þá er kjördagur runninn upp.Tveir réttir, annar skemmdur Kosningabarátta vegna kjörs á forseta Íslands stendur í nokkrar vikur á meðan Bandaríkin bjóða upp á baráttu sem byggir upp spennu mánuðum saman. Forsetakjör í Bandaríkjunum hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir heiminn allan. Bandaríski matseðillinn býður hins vegar yfirleitt bara upp á tvo kosti og að þessu sinni er réttur repúblikana skemmdur. Í þessu ljósi er það ekki lítið afrek að ná að halda athygli alls heimsins svo mánuðum skiptir. Það geta síðan varla talist meðmæli með kjósendum að kannanir benda til að úrslit geti orðið tvísýn. Það gæti raunverulega farið svo að Trump verði forseti Bandaríkjanna eins lygilega og það hljómar. Bandaríkjamenn eiga það eftir að velja sér konu sem forseta. Auðvitað yrði það glæsilegur kafli í sögunni ef arftaki Obama yrði Clinton, fyrst kvenna í þessu embætti. Þrátt fyrir að nú sé nánast öruggt að Clinton fái útnefningu Demókrataflokksins þá hefur Bernie Sanders reynst henni erfiðari en hann hefði átt að vera, t.d. í ljósi þess að hann var ekki fyrr en nýlega í Demókrataflokknum. Hann nýtur ótrúlega mikils stuðnings hjá yngstu kjósendum, stuðningur við hann er skilgreindur sem róttækt val og yfirlýsing um breytingar. Sanders er sannarlega vinstrisinnaðri en Clinton en hann er hins vegar bandarískur sósíalisti sem er dálítið annar handleggur en sósíalisti í Evrópu. Þessi þingmaður Vermont hefur til dæmis ríka samúð með byssueigendum. Í íslensku samhengi myndi pólitík Sanders teljast mátulega róttæk, sennilega í námunda við miðjuna.Nýr hvítur karlmaður Clinton og Sanders eru bæði góðir kostir. Og Sanders er dálítið sjarmerandi. Það truflar hins vegar af hvaða ástæðum margir kjósendur styðja Sanders. Hvort þeirra er raunverulega að ryðja veginn? Er svarið við kröfunni um eitthvað nýtt í Washington 74 ára hvítur karlmaður frá Vermont? Stuðningsmenn Sanders og álitsgjafar hafa náð að vinna þeirri hugmynd fylgi að kosning hans yrði róttæk og jafnvel femínískari en að kjósa konu. Þetta afrek minnir á þegar repúblikanar drógu upp mynd af Obama, svörtum syni einstæðrar móður, sem fulltrúa elítunnar af því að hann borðaði rucola-salat.Mansplaining Yfirburðir Clinton hvað varðar pólitíska reynslu eru svo miklir að það er útilokað að draga getu hennar í efa. Kannski að það sé einmitt þess vegna sem hún er gagnrýnd fyrir að vera fulltrúi ráðandi hóps og reynslan notuð gegn henni. Líkt og á EM eru frambjóðendur nefnilega ekki bara dæmdir út frá getu á vellinum heldur líka út frá öðrum og óljósari þáttum. Sanders væri í fótboltanum sagður sýna mikinn karakter og vilja. Árið 2008 kom út ritgerðarsafnið „Men Explain Things to Me“ eftir bandaríska rithöfundinn Rebeccu Solnit þar sem hún fjallar um fyrirbæri sem síðar fékk heitið „mansplaining“. Þar er fjallað um karlmanninn sem útskýrir eitthvað fyrir konu sem veit mun meira um málefnið en hann sjálfur. Hann gefur heimilislækni með flensuna það ráð að drekka mikinn vökva. Hann útskýrir sársauka fæðingar fyrir móður. Hann segir rithöfundi frá bók sem hún skrifaði sjálf. Getur verið að framboð Hillary sé í þessari stöðu þegar framboð Sanders útskýrir femínisma fyrir henni? Þegar eldri karlmaður útskýrir fyrir konu í forsetaframboði í Bandaríkjunum að nú þurfi að velja fulltrúa fólksins? Er það ekki dálítið eins og að einhver sjónvarpsáhorfandi heima í stofu myndi útskýra fyrir Lars hvernig íslenska landsliðið komst á EM?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrir kosningafíkla er góð og löng kosningabarátta stórviðburður sem fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Dálítið eins og EM í fótbolta. Við bíðum með eftirvæntingu eftir skoðanakönnunum, stúderum viðtöl, kortleggjum pólitískar samsæriskenningar og elskum að ræða stöðuna í baráttunni. Fyrir einhverja er atriði að eiga sér uppáhald en fyrir aðra er sjálf keppnin það sem heillar. Hápunktinum er svo auðvitað náð þegar Jóhanna Vigdís birtist á skjánum í fallegum hvítum kosningajakka. Þá er kjördagur runninn upp.Tveir réttir, annar skemmdur Kosningabarátta vegna kjörs á forseta Íslands stendur í nokkrar vikur á meðan Bandaríkin bjóða upp á baráttu sem byggir upp spennu mánuðum saman. Forsetakjör í Bandaríkjunum hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir heiminn allan. Bandaríski matseðillinn býður hins vegar yfirleitt bara upp á tvo kosti og að þessu sinni er réttur repúblikana skemmdur. Í þessu ljósi er það ekki lítið afrek að ná að halda athygli alls heimsins svo mánuðum skiptir. Það geta síðan varla talist meðmæli með kjósendum að kannanir benda til að úrslit geti orðið tvísýn. Það gæti raunverulega farið svo að Trump verði forseti Bandaríkjanna eins lygilega og það hljómar. Bandaríkjamenn eiga það eftir að velja sér konu sem forseta. Auðvitað yrði það glæsilegur kafli í sögunni ef arftaki Obama yrði Clinton, fyrst kvenna í þessu embætti. Þrátt fyrir að nú sé nánast öruggt að Clinton fái útnefningu Demókrataflokksins þá hefur Bernie Sanders reynst henni erfiðari en hann hefði átt að vera, t.d. í ljósi þess að hann var ekki fyrr en nýlega í Demókrataflokknum. Hann nýtur ótrúlega mikils stuðnings hjá yngstu kjósendum, stuðningur við hann er skilgreindur sem róttækt val og yfirlýsing um breytingar. Sanders er sannarlega vinstrisinnaðri en Clinton en hann er hins vegar bandarískur sósíalisti sem er dálítið annar handleggur en sósíalisti í Evrópu. Þessi þingmaður Vermont hefur til dæmis ríka samúð með byssueigendum. Í íslensku samhengi myndi pólitík Sanders teljast mátulega róttæk, sennilega í námunda við miðjuna.Nýr hvítur karlmaður Clinton og Sanders eru bæði góðir kostir. Og Sanders er dálítið sjarmerandi. Það truflar hins vegar af hvaða ástæðum margir kjósendur styðja Sanders. Hvort þeirra er raunverulega að ryðja veginn? Er svarið við kröfunni um eitthvað nýtt í Washington 74 ára hvítur karlmaður frá Vermont? Stuðningsmenn Sanders og álitsgjafar hafa náð að vinna þeirri hugmynd fylgi að kosning hans yrði róttæk og jafnvel femínískari en að kjósa konu. Þetta afrek minnir á þegar repúblikanar drógu upp mynd af Obama, svörtum syni einstæðrar móður, sem fulltrúa elítunnar af því að hann borðaði rucola-salat.Mansplaining Yfirburðir Clinton hvað varðar pólitíska reynslu eru svo miklir að það er útilokað að draga getu hennar í efa. Kannski að það sé einmitt þess vegna sem hún er gagnrýnd fyrir að vera fulltrúi ráðandi hóps og reynslan notuð gegn henni. Líkt og á EM eru frambjóðendur nefnilega ekki bara dæmdir út frá getu á vellinum heldur líka út frá öðrum og óljósari þáttum. Sanders væri í fótboltanum sagður sýna mikinn karakter og vilja. Árið 2008 kom út ritgerðarsafnið „Men Explain Things to Me“ eftir bandaríska rithöfundinn Rebeccu Solnit þar sem hún fjallar um fyrirbæri sem síðar fékk heitið „mansplaining“. Þar er fjallað um karlmanninn sem útskýrir eitthvað fyrir konu sem veit mun meira um málefnið en hann sjálfur. Hann gefur heimilislækni með flensuna það ráð að drekka mikinn vökva. Hann útskýrir sársauka fæðingar fyrir móður. Hann segir rithöfundi frá bók sem hún skrifaði sjálf. Getur verið að framboð Hillary sé í þessari stöðu þegar framboð Sanders útskýrir femínisma fyrir henni? Þegar eldri karlmaður útskýrir fyrir konu í forsetaframboði í Bandaríkjunum að nú þurfi að velja fulltrúa fólksins? Er það ekki dálítið eins og að einhver sjónvarpsáhorfandi heima í stofu myndi útskýra fyrir Lars hvernig íslenska landsliðið komst á EM?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar