Rangfærsluruna Ragnars Bergur Sigurðsson og Einar Ó Þorleifsson. skrifar 16. desember 2010 06:00 Það er lengra mál en svo að rúmist í einni grein að fjalla um allar rangfærslurnar sem áliðnaðurinn teflir fram til þess að fegra verkefni sín og ginna samfélög til þess að kosta þau. Áróðursmaskínurnar ganga svo langt að halda því fram að ál sé á einhvern hátt jákvætt fyrirbæri í umhverfislegu tilliti. Sannleikurinn er sá að áliðnaðurinn er námuiðnaður sem veldur verulegu umhverfisálagi, eyðir regnskógum og samfélögum frumbyggja og spillir vatnalífi og vistkerfum. Hvort heldur sem álið er notað í farartæki, umbúðir eða byggingarefni er í flestum tilvikum hægt að nota vistvænni efni. Af nógu er að taka þegar kemur að rangfærslum iðnaðarins en í þessari grein verður látið duga að rekja helstu rangfærslur Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, í Fréttablaðinu 2. des. Ragnar talar sjálfur um „ýmsar rangfærslur" og segir þá vera á villigötum sem halda því fram að „áliðnaðurinn ógni annarri atvinnuuppbyggingu með því að taka til sína alla fáanlega orku". Gott og vel, forstjórinn getur afneitað því. Í ársskýrslu Hitaveitu Suðurnesja hf 2007 kemur hins vegar berlega í ljós að áliðnaðurinn ógnar annari atvinnuuppbyggingu. Þar segir að:„Mikil ásókn hefur verið í raforku til notenda sem þurfa 10 - 50 MW fyrir sína starfsemi. Ljóst er að ekki verður hægt að verða við óskum þessara aðila nema að litlu leiti eins og staðan er í dag þar sem undirbúningur og skipulagsvinna fyrir nýjar virkjanir er alltaf að lengjast." Auk þess segir að „allt þurfi að ganga upp" til þess að Hitaveitan geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Norðuráli. Árið 2007 gat Hitaveita Suðurnesja með öðrum orðum ekki annað „mikilli ásókn" fjölbreytts atvinnulífs vegna skuldbindinga gagnvart álveri í Helguvík. Hér er á ferð nokkuð góður rökstuðningur fyrir því sem Ragnar kallar rangfærslu. Það væri því líkast til blómlegra atvinnulíf og minna atvinnuleysi á Suðurnesjum ef Hitaveita Suðurnesja hefði kosið að anna þessari eftirspurn í stað þess að binda sig á dauðaklafa Norðuráls. Í beinu framhaldi heldur Ragnar því fram að næga orku sé að finna á suðuvesturhorninu og talar í því sambandi um 1400 til 1500 MW. Ef marka má heimasíðu fyrirtækisins vísar hann hér til upplýsinga þar sem gengið er út frá því að virkjanir á Reykjanesi, Hellisheiði og í Þjórsá muni skila 760 MW, Norðlingaölduveita gæti aukið orku til virkjana Landsvirkjunar í Þjórsá um 80 MW, Gráuhnjúkar og Eldvörp geti skilað a.m.k.100 MW og að í Krýsuvík séu fimm jarðhitasvæði sem hvert um sig gefi 100 MW. Margt er við þessa framsetningu að athuga og nánari skoðun sýnir að varla er til aðgengileg orka í fyrsta áfangann, hvað þá meira, eins og rakið verður hér að neðan. Ef til Þjórsár er litið er staðreyndin sú að af 80-85 MW Búðarhálsvirkjun eru 75MW frátekin fyrir álverið í Straumsvík. Um Urriðafossvirkjun 130 MW, Hvammsvirkjun 82 MW og Holtavirkjun 53 MW neðar í Þjórsá segir á heimasíðu Landsvirkjunar: „Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en fyrir liggur rafmagnssamningur við kaupanda sem nýtir alla vega eina virkjun af þeim þremur nýju virkjunum sem stefnt er að því að byggja í Þjórsá". Það að auki liggur fyrir þriggja ára stjórnarsamþykkt Landsvirkjunar um að ekki verði samið um orkusölu til nýrra álvera á Suður eða Vesturlandi. Þessu til viðbótar má benda á að í umræðum á Alþingi um heimild til samninga um álver í Helguvík þann 17. apríl 2009, sagði þáverandi iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson: „það er algjörlega klárt og kvitt að í Neðri-Þjórsá verður ekki farið vegna þessara framkvæmda". Í ljósi alls þessa verður ekki séð að þau 265 MW sem fást úr þessum virkjunum, verði af byggingu þeirra, fari til álvers í Helguvík. Samkvæmt matsskýrslu fyrir litla 250 þúsund tonna álverið sem fyrst var talað um í Helguvík stóð til að HS Orka útvegaði 260 MW og Orkuveita Reykjavíkur 175 MW eða samtals 435 MW. Eins og rakið verður hér að neðan bendir ekkert til þess að það geti gengið eftir og enn síður er raunhæft að afla orku fyrir 460 þúsund tonna álverið sem Norðuráls vilja nú reisa.Í frumvarpi til laga um heimild til samninga um álver í Helguvík er meðfylgandi tafla með áætluðum afhendingartíma raforku til ávers í Helguvík frá „líklegustu" virkjunarkostum HS og OR samkv. upplýsingum frá HS og OR þann 17. febrúar 2009: Ef þessir „líklegustu" virkjanakostir eru skoðaðir kemur eftirfarandi í ljós. 1. Reykjanesvirkjun - stækkun: Orkustofnun hefur enn ekki getað mælt með stækkun Reykjanesvirkjunar og því ekki gefið leyfi. 2. Krýsuvík: Umdeilt er hversu mikla orku þar er að finna, Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, hefur til að mynda talið að hugsanlega sé þar aðeins að finna 120 MW. 3. Hverahlíðavirkjun og Bitra: Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur sem gerð er til 5 ára (2012 - 2016) verður ekki farið í nýjar virkjanaframkvæmdir. 4. Bitra, sbr. einnig lið 3: Hugmyndir um virkjun við Ölkelduháls eru mjög umdeildar og nýlega frestaði settur umhverfisráðherra, Guðbjartur Hannesson, staðfestingu á breytingu skipulagsins vegna Bitruvirkjunar vegna óljósra áhrifa á jarðhita á svæðinu. Það ætti því að liggja ljóst fyrir, að verkefnið í Helguvík hefur á engum tímapunkti verið raunhæft og á það hefur verið bent allan tímann. Aðstandendur hafa hins vegar þráast við og brugðið á loft blekkingarmyndum hagsmunum sínum til framdráttar en gegn almannahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er lengra mál en svo að rúmist í einni grein að fjalla um allar rangfærslurnar sem áliðnaðurinn teflir fram til þess að fegra verkefni sín og ginna samfélög til þess að kosta þau. Áróðursmaskínurnar ganga svo langt að halda því fram að ál sé á einhvern hátt jákvætt fyrirbæri í umhverfislegu tilliti. Sannleikurinn er sá að áliðnaðurinn er námuiðnaður sem veldur verulegu umhverfisálagi, eyðir regnskógum og samfélögum frumbyggja og spillir vatnalífi og vistkerfum. Hvort heldur sem álið er notað í farartæki, umbúðir eða byggingarefni er í flestum tilvikum hægt að nota vistvænni efni. Af nógu er að taka þegar kemur að rangfærslum iðnaðarins en í þessari grein verður látið duga að rekja helstu rangfærslur Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, í Fréttablaðinu 2. des. Ragnar talar sjálfur um „ýmsar rangfærslur" og segir þá vera á villigötum sem halda því fram að „áliðnaðurinn ógni annarri atvinnuuppbyggingu með því að taka til sína alla fáanlega orku". Gott og vel, forstjórinn getur afneitað því. Í ársskýrslu Hitaveitu Suðurnesja hf 2007 kemur hins vegar berlega í ljós að áliðnaðurinn ógnar annari atvinnuuppbyggingu. Þar segir að:„Mikil ásókn hefur verið í raforku til notenda sem þurfa 10 - 50 MW fyrir sína starfsemi. Ljóst er að ekki verður hægt að verða við óskum þessara aðila nema að litlu leiti eins og staðan er í dag þar sem undirbúningur og skipulagsvinna fyrir nýjar virkjanir er alltaf að lengjast." Auk þess segir að „allt þurfi að ganga upp" til þess að Hitaveitan geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Norðuráli. Árið 2007 gat Hitaveita Suðurnesja með öðrum orðum ekki annað „mikilli ásókn" fjölbreytts atvinnulífs vegna skuldbindinga gagnvart álveri í Helguvík. Hér er á ferð nokkuð góður rökstuðningur fyrir því sem Ragnar kallar rangfærslu. Það væri því líkast til blómlegra atvinnulíf og minna atvinnuleysi á Suðurnesjum ef Hitaveita Suðurnesja hefði kosið að anna þessari eftirspurn í stað þess að binda sig á dauðaklafa Norðuráls. Í beinu framhaldi heldur Ragnar því fram að næga orku sé að finna á suðuvesturhorninu og talar í því sambandi um 1400 til 1500 MW. Ef marka má heimasíðu fyrirtækisins vísar hann hér til upplýsinga þar sem gengið er út frá því að virkjanir á Reykjanesi, Hellisheiði og í Þjórsá muni skila 760 MW, Norðlingaölduveita gæti aukið orku til virkjana Landsvirkjunar í Þjórsá um 80 MW, Gráuhnjúkar og Eldvörp geti skilað a.m.k.100 MW og að í Krýsuvík séu fimm jarðhitasvæði sem hvert um sig gefi 100 MW. Margt er við þessa framsetningu að athuga og nánari skoðun sýnir að varla er til aðgengileg orka í fyrsta áfangann, hvað þá meira, eins og rakið verður hér að neðan. Ef til Þjórsár er litið er staðreyndin sú að af 80-85 MW Búðarhálsvirkjun eru 75MW frátekin fyrir álverið í Straumsvík. Um Urriðafossvirkjun 130 MW, Hvammsvirkjun 82 MW og Holtavirkjun 53 MW neðar í Þjórsá segir á heimasíðu Landsvirkjunar: „Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en fyrir liggur rafmagnssamningur við kaupanda sem nýtir alla vega eina virkjun af þeim þremur nýju virkjunum sem stefnt er að því að byggja í Þjórsá". Það að auki liggur fyrir þriggja ára stjórnarsamþykkt Landsvirkjunar um að ekki verði samið um orkusölu til nýrra álvera á Suður eða Vesturlandi. Þessu til viðbótar má benda á að í umræðum á Alþingi um heimild til samninga um álver í Helguvík þann 17. apríl 2009, sagði þáverandi iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson: „það er algjörlega klárt og kvitt að í Neðri-Þjórsá verður ekki farið vegna þessara framkvæmda". Í ljósi alls þessa verður ekki séð að þau 265 MW sem fást úr þessum virkjunum, verði af byggingu þeirra, fari til álvers í Helguvík. Samkvæmt matsskýrslu fyrir litla 250 þúsund tonna álverið sem fyrst var talað um í Helguvík stóð til að HS Orka útvegaði 260 MW og Orkuveita Reykjavíkur 175 MW eða samtals 435 MW. Eins og rakið verður hér að neðan bendir ekkert til þess að það geti gengið eftir og enn síður er raunhæft að afla orku fyrir 460 þúsund tonna álverið sem Norðuráls vilja nú reisa.Í frumvarpi til laga um heimild til samninga um álver í Helguvík er meðfylgandi tafla með áætluðum afhendingartíma raforku til ávers í Helguvík frá „líklegustu" virkjunarkostum HS og OR samkv. upplýsingum frá HS og OR þann 17. febrúar 2009: Ef þessir „líklegustu" virkjanakostir eru skoðaðir kemur eftirfarandi í ljós. 1. Reykjanesvirkjun - stækkun: Orkustofnun hefur enn ekki getað mælt með stækkun Reykjanesvirkjunar og því ekki gefið leyfi. 2. Krýsuvík: Umdeilt er hversu mikla orku þar er að finna, Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, hefur til að mynda talið að hugsanlega sé þar aðeins að finna 120 MW. 3. Hverahlíðavirkjun og Bitra: Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur sem gerð er til 5 ára (2012 - 2016) verður ekki farið í nýjar virkjanaframkvæmdir. 4. Bitra, sbr. einnig lið 3: Hugmyndir um virkjun við Ölkelduháls eru mjög umdeildar og nýlega frestaði settur umhverfisráðherra, Guðbjartur Hannesson, staðfestingu á breytingu skipulagsins vegna Bitruvirkjunar vegna óljósra áhrifa á jarðhita á svæðinu. Það ætti því að liggja ljóst fyrir, að verkefnið í Helguvík hefur á engum tímapunkti verið raunhæft og á það hefur verið bent allan tímann. Aðstandendur hafa hins vegar þráast við og brugðið á loft blekkingarmyndum hagsmunum sínum til framdráttar en gegn almannahag.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar