Viðskipti erlent

Tveir starfsmenn flugfélagsins Excel Airways láta af störfum

Rekstarstjóri og fjármálastjóri flugfélagsins Excel Airways, sem er dótturfélag Avion Group, létu af störfum í gær. Jafnframt hafa tveir Íslendingar verið ráðnir til stjórnunarstarfa hjá félaginu. Það eru Halldór Sigurðsson, sem verður fjármálastjóri, og Davíð Örn Halldórsson , sem verður yfirmaður upplýsingatæknideildar félagsins. Í tilkynningu frá Avion í gær sagði að viðkomandi stjórnendur félagsins verði dregnir til ábyrgðar fyrir að fara ekki að góðum reikningsskilavenjum, og eru það væntanlega stjórarnir tveir, sem hættu í gær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×