„Reyndist miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2014 18:00 „Við höfum vísað 21 máli til yfirvalda í tengslum við mögulegt refsivert hátterni en annars getum við ekkert tjáð okkur um það,“ segir Bjarni Frímann Karlsson, einn af höfundum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna falls sparisjóðanna sem var kynnt klukkan tvö í dag í Iðnó. Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna tilkynnti 21 mál til ríkissaksóknara. Öll málin geta varðað fangelsisrefsingu. Bjarni bendir á að nefndin telji að það þurfi að skoða þau atriði nánar. „Þetta er ólýsanlega mikil léttir að vera loks búinn að skila frá sér þessari skýrslu,“ segir Bjarni. „Þetta hefur verið löng og ströng vinna og sérstaklega síðustu tvo mánuði þar sem maður hefur unnið þrotlaust að því að koma skýrslunni út.“Kostnaður nefndarinnar við gerð skýrslunnar 607 milljónum króna. Þar af 355 milljónir króna í launakostnað og 178 milljónir króna í sérfræðikostnað.Hrannar Hafberg, formaður nefndarinnar.visir/gvaNefndin um fall sparisjóðanna var skipuð 19. Ágúst 2011 og átti hún að skila af sér níu mánuðum síðar. Nú tveimur og hálfu ári síðar leit skýrslan loks dagsins ljós. „Það tafði okkur mjög mikið að fá gögn afhent og verkefnið reyndist miklu umfangsmeira og snúnara viðfangs heldur en nokkurn óraði fyrir í byrjun.“ Bjarni segir að sá tími sem hafi verið gefinn í upphafi hafi verið og naumur. „Það átti að skila skýrslunni níu mánuðum eftir að þingsályktunin lá fyrir en nefndin var til að mynda ekki skipuð fyrir en eftir þrjá mánuði. Það var reiknað með að þetta tæki um eitt ár,“ segir Bjarni sem tók sér eitt ár í launalaust leyfi frá vinnu vegna nefndarstarfsins. „Ég hef síðan þurft að framlengja það leyfi aftur og aftur þegar eitt ár hafði liðið. Við bjuggum við ýmislegt andstreymi lengi vel en vegna seinagangsins misstu við til að mynda sérfræðinga frá störfum sem höfðu aðeins ráðið sig í verkefnið tímabundið.“ Nefndinni var einnig gert að fjalla um mistök og vanrækslu sparisjóðanna. „Auðvitað tóku menn fullt af röngum ákvörðunum, það er ekki nokkur vafi en ég held að flestar ákvarðanir hafi verið teknar með bestu vitund. Það er bara svona eins og gerist í viðskiptalífinu, menn eru að gera vond viðskipti þó þeir ætli sér það ekki. Eftir á eru margar ákvarðanir sem hafa verið rangar en þær voru ekki endilega rangar á þeim tíma sem þær voru teknar.“ Formaður nefndarinnar er Hrannar Hafberg lögfræðingur, sem tók við formennsku 26. september 2012 af Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara. Með honum í nefndinni eru Tinna Finnbogadóttir, fjármálahagfræðingur, og síðan Bjarni Frímann Karlsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Tengdar fréttir 21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49 Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24 Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Við höfum vísað 21 máli til yfirvalda í tengslum við mögulegt refsivert hátterni en annars getum við ekkert tjáð okkur um það,“ segir Bjarni Frímann Karlsson, einn af höfundum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna falls sparisjóðanna sem var kynnt klukkan tvö í dag í Iðnó. Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna tilkynnti 21 mál til ríkissaksóknara. Öll málin geta varðað fangelsisrefsingu. Bjarni bendir á að nefndin telji að það þurfi að skoða þau atriði nánar. „Þetta er ólýsanlega mikil léttir að vera loks búinn að skila frá sér þessari skýrslu,“ segir Bjarni. „Þetta hefur verið löng og ströng vinna og sérstaklega síðustu tvo mánuði þar sem maður hefur unnið þrotlaust að því að koma skýrslunni út.“Kostnaður nefndarinnar við gerð skýrslunnar 607 milljónum króna. Þar af 355 milljónir króna í launakostnað og 178 milljónir króna í sérfræðikostnað.Hrannar Hafberg, formaður nefndarinnar.visir/gvaNefndin um fall sparisjóðanna var skipuð 19. Ágúst 2011 og átti hún að skila af sér níu mánuðum síðar. Nú tveimur og hálfu ári síðar leit skýrslan loks dagsins ljós. „Það tafði okkur mjög mikið að fá gögn afhent og verkefnið reyndist miklu umfangsmeira og snúnara viðfangs heldur en nokkurn óraði fyrir í byrjun.“ Bjarni segir að sá tími sem hafi verið gefinn í upphafi hafi verið og naumur. „Það átti að skila skýrslunni níu mánuðum eftir að þingsályktunin lá fyrir en nefndin var til að mynda ekki skipuð fyrir en eftir þrjá mánuði. Það var reiknað með að þetta tæki um eitt ár,“ segir Bjarni sem tók sér eitt ár í launalaust leyfi frá vinnu vegna nefndarstarfsins. „Ég hef síðan þurft að framlengja það leyfi aftur og aftur þegar eitt ár hafði liðið. Við bjuggum við ýmislegt andstreymi lengi vel en vegna seinagangsins misstu við til að mynda sérfræðinga frá störfum sem höfðu aðeins ráðið sig í verkefnið tímabundið.“ Nefndinni var einnig gert að fjalla um mistök og vanrækslu sparisjóðanna. „Auðvitað tóku menn fullt af röngum ákvörðunum, það er ekki nokkur vafi en ég held að flestar ákvarðanir hafi verið teknar með bestu vitund. Það er bara svona eins og gerist í viðskiptalífinu, menn eru að gera vond viðskipti þó þeir ætli sér það ekki. Eftir á eru margar ákvarðanir sem hafa verið rangar en þær voru ekki endilega rangar á þeim tíma sem þær voru teknar.“ Formaður nefndarinnar er Hrannar Hafberg lögfræðingur, sem tók við formennsku 26. september 2012 af Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara. Með honum í nefndinni eru Tinna Finnbogadóttir, fjármálahagfræðingur, og síðan Bjarni Frímann Karlsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Tengdar fréttir 21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49 Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24 Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49
Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24
Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40