21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2014 14:49 Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna tilkynnti 21 mál til ríkissaksóknara. Öll málin geta varðað fangelsisrefsingu.Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem birt var í dag. Ekki er þó gert grein fyrir einstökum málum í skýrslunni. Gert er ráð fyrir því að ríkissaksóknari sendi málin áfram til handhafa ákæruvalds eða viðkomandi yfirvalda sem fer með rannsókn þeirra mála sem tilkynnt voru. Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara eru umrædd yfirvöld í flestum tilfellum. Sérstökum saksóknara hafa þegar verið send upplýsingar um þau mál þar sem grunur vaknaði um brot gegn lögum sem saksóknari fer með ákæruvald í. Um er að ræða mál þar sem grunur vaknaði að auðgunarbrot hefðu verið framin. Með sama hætti voru Fjármálaeftirlitinu afhentar upplýsingar um þau mál þar sem grunur lék á um brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Hrannar Hafberg, formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði á fundinum í dag að bær yfirvöld yrðu að meta hvort atriðin kalli á frekari rannsókn. „Hugsanlega kunna einhver þeirra mála sem tilkynnt voru til yfirvalda að vera fyrnd, kunna þegar að vera til rannsóknar eða rannsóknum kann að vera hætt,“ sagði Hrannar. Því væru málin 21, sem tilkynnt voru til ríkissaksóknara, ekki tíunduð nákvæmlega í skýrslunni.Hrannar Hafberg er formaður nefndarinnar.Vísir/GVAEndurskoðendur sakaðir um að semja ársreikninga Margir viðmælendur starfsfólks Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna greindu frá því að endurskoðendur hefðu hreinlega samið ársreikninga fyrir sjóðina. Vísbendingar um það var jafnframt að finna í stjórnarfundargerðum sparisjóðanna. Þeir endurskoðendur sem rannsóknarnefndin tók skýrslur af vísuðu því algjörlega á bug. Þeir sögðust aðeins hafa veitt sumum sparisjóðum tæknilega ráðgjöf við lokafrágang ársreikningsins eins og segir í skýrslunni. Bentu endurskoðendurnir jafnframt á að margir af minni sjóðunum hefðu verið það fáliðaðir að það væri í raun ómögulegt fyrir þá að ganga frá ársreikningi sínum án utanaðkomandi aðstoðar. Þá kemur fram í skýrslunni að reikningar frá endurskoðendafyrirtækjum til sparisjóðanna hafi borið það með sér að þeir hefðu unnið ýmsis önnur verk en að endurskoða. Flestir sparisjóðirnir keyptu til dæmis innri endurskoðun af sama endurskoðunarfyrirtæki og sá um ytri endurskoðun. Það hafi verið heimilt til 2010. Sum verk, eins og þau voru tilogreind á reikningum til sparisjóðanna, hafi verið þess eðlis að spurningar vöknuðu um hvort óhæði endurskoðendanna hefði verið hafið yfir vafa. Tengdar fréttir Skýrslan um fall sparisjóðanna í heild sinni Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, fjárfestingar, útlán, stofnfjáraugningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. 10. apríl 2014 14:01 Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24 Heildarkostnaður rúmir 33 milljarðar Í árslok 2012 var stofnfé í eigu ríkisins 1,9 milljarðar króna en á árinu 2013 voru afskrifaðar 213 milljónir króna af stofnfé ríkissjóðs í sparisjóðunum. 10. apríl 2014 14:28 Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna tilkynnti 21 mál til ríkissaksóknara. Öll málin geta varðað fangelsisrefsingu.Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem birt var í dag. Ekki er þó gert grein fyrir einstökum málum í skýrslunni. Gert er ráð fyrir því að ríkissaksóknari sendi málin áfram til handhafa ákæruvalds eða viðkomandi yfirvalda sem fer með rannsókn þeirra mála sem tilkynnt voru. Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara eru umrædd yfirvöld í flestum tilfellum. Sérstökum saksóknara hafa þegar verið send upplýsingar um þau mál þar sem grunur vaknaði um brot gegn lögum sem saksóknari fer með ákæruvald í. Um er að ræða mál þar sem grunur vaknaði að auðgunarbrot hefðu verið framin. Með sama hætti voru Fjármálaeftirlitinu afhentar upplýsingar um þau mál þar sem grunur lék á um brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Hrannar Hafberg, formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði á fundinum í dag að bær yfirvöld yrðu að meta hvort atriðin kalli á frekari rannsókn. „Hugsanlega kunna einhver þeirra mála sem tilkynnt voru til yfirvalda að vera fyrnd, kunna þegar að vera til rannsóknar eða rannsóknum kann að vera hætt,“ sagði Hrannar. Því væru málin 21, sem tilkynnt voru til ríkissaksóknara, ekki tíunduð nákvæmlega í skýrslunni.Hrannar Hafberg er formaður nefndarinnar.Vísir/GVAEndurskoðendur sakaðir um að semja ársreikninga Margir viðmælendur starfsfólks Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna greindu frá því að endurskoðendur hefðu hreinlega samið ársreikninga fyrir sjóðina. Vísbendingar um það var jafnframt að finna í stjórnarfundargerðum sparisjóðanna. Þeir endurskoðendur sem rannsóknarnefndin tók skýrslur af vísuðu því algjörlega á bug. Þeir sögðust aðeins hafa veitt sumum sparisjóðum tæknilega ráðgjöf við lokafrágang ársreikningsins eins og segir í skýrslunni. Bentu endurskoðendurnir jafnframt á að margir af minni sjóðunum hefðu verið það fáliðaðir að það væri í raun ómögulegt fyrir þá að ganga frá ársreikningi sínum án utanaðkomandi aðstoðar. Þá kemur fram í skýrslunni að reikningar frá endurskoðendafyrirtækjum til sparisjóðanna hafi borið það með sér að þeir hefðu unnið ýmsis önnur verk en að endurskoða. Flestir sparisjóðirnir keyptu til dæmis innri endurskoðun af sama endurskoðunarfyrirtæki og sá um ytri endurskoðun. Það hafi verið heimilt til 2010. Sum verk, eins og þau voru tilogreind á reikningum til sparisjóðanna, hafi verið þess eðlis að spurningar vöknuðu um hvort óhæði endurskoðendanna hefði verið hafið yfir vafa.
Tengdar fréttir Skýrslan um fall sparisjóðanna í heild sinni Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, fjárfestingar, útlán, stofnfjáraugningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. 10. apríl 2014 14:01 Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24 Heildarkostnaður rúmir 33 milljarðar Í árslok 2012 var stofnfé í eigu ríkisins 1,9 milljarðar króna en á árinu 2013 voru afskrifaðar 213 milljónir króna af stofnfé ríkissjóðs í sparisjóðunum. 10. apríl 2014 14:28 Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Skýrslan um fall sparisjóðanna í heild sinni Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, fjárfestingar, útlán, stofnfjáraugningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. 10. apríl 2014 14:01
Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24
Heildarkostnaður rúmir 33 milljarðar Í árslok 2012 var stofnfé í eigu ríkisins 1,9 milljarðar króna en á árinu 2013 voru afskrifaðar 213 milljónir króna af stofnfé ríkissjóðs í sparisjóðunum. 10. apríl 2014 14:28
Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36