7% þjóðarinnar glíma við afleiðingar heilaskaða Stefán John Stefánsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Mörg hundruð Íslendingar fara í endurhæfingu á hverju ári vegna slysa eða sjúkdóma. Markmiðið með endurhæfingu sjúklinga er að þeir geti náð fótfestu í lífinu á ný og tekið aftur þátt á vinnumarkaði. Til að ná þessu markmiði þarf greiningin að vera áreiðanleg, endurhæfingin þarf að vera sérhæfð og jafnframt er mikilvægt að mat á starfshæfni sé markviss þáttur í endurhæfingarferlinu. Það er stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem fær ekki meðferð við hæfi en það eru einstaklingar með ákominn heilaskaða. Eins og staðan er í dag er engin langtímaendurhæfing í boði og jafnframt vantar að byggja upp þverfaglega nálgun í allt endurhæfingarferlið. Ljóst er að aðeins brot af þeim sem hljóta ákominn heilaskaða fær þá endurhæfingu sem þeir þurfa en talið er að 7% þjóðarinnar glími við afleiðingar vegna heilaskaða. Árlega hljóta um 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Í dag hljóta einungis um 10-20% sérhæfða meðferð en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á meðferð að halda, eftir sitja um 80-90% án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Það vantar langtímaeftirfylgd og fjölbreyttari úrræði að lokinni endurhæfingu, bæði félagsleg og vinnutengd. Alvarlegust er þó staða barna sem hljóta heilaskaða en í heilbrigðiskerfinu er ekki til skilgreint greiningarferli eða formleg endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. En hvað tekur við að endurhæfingu lokinni? Örorka! Endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða er ágætlega sinnt að mörgu leyti bæði í einstaklingsmiðuðum og hópmeðferðum, að undanskilinni einstaklingsmiðaðri langtímameðferð og meðferð barna með ákominn heilaskaða. En hvað tekur við eftir að meðferð lýkur á Reykjalundi eða Grensásdeild? Kannski lyfseðill í Gáttinni, klapp á bakið og ósk um velgengni í nýja lífinu! Eftir að endurhæfingu lýkur í heilbrigðiskerfinu þurfa einstaklingar sem hljóta heilaskaða að aðlagast lífinu á ný oft á tíðum sem breyttir einstaklingar og því fylgir gríðarleg óvissa og óöryggi. Eftir margar vikur og jafnvel mánuði í góðu utanumhaldi, umvafðir vernd og umönnun fagaðila og stofnana þurfa einstaklingar að takast á ærið allt sjálfir. Það er enginn sem heldur í höndina á þeim, aðstandendur eru engu nær og blákaldur raunveruleikinn tekur við. Einstaklingar þurfa að fá leiðsögn og stuðning á þessari vegferð til þess að ná fótfestu í lífinu á ný. Í þessari nýju tilveru er algengt að einstaklingar með ákominn heilaskaða einangrist félagslega að meðferð lokinni og margir glíma við þunglyndi og kvíði vegna þessa. Ef einstaklingar sækjast sjálfir eftir því þá er hægt að komast að í starfsendurhæfingu og jafnvel að komast að hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Afleiðingar heilaskaða eru m.a. framtaksleysi og skert innsæi og því er ljóst að þeir eru ekki að fara að sækja þessa þjónustu að eigin frumkvæði. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið að bjóða ekki upp á langtímameðferð fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða – ef hún er ekki í boði þá enda þeir á örorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar fara í endurhæfingu á hverju ári vegna slysa eða sjúkdóma. Markmiðið með endurhæfingu sjúklinga er að þeir geti náð fótfestu í lífinu á ný og tekið aftur þátt á vinnumarkaði. Til að ná þessu markmiði þarf greiningin að vera áreiðanleg, endurhæfingin þarf að vera sérhæfð og jafnframt er mikilvægt að mat á starfshæfni sé markviss þáttur í endurhæfingarferlinu. Það er stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem fær ekki meðferð við hæfi en það eru einstaklingar með ákominn heilaskaða. Eins og staðan er í dag er engin langtímaendurhæfing í boði og jafnframt vantar að byggja upp þverfaglega nálgun í allt endurhæfingarferlið. Ljóst er að aðeins brot af þeim sem hljóta ákominn heilaskaða fær þá endurhæfingu sem þeir þurfa en talið er að 7% þjóðarinnar glími við afleiðingar vegna heilaskaða. Árlega hljóta um 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Í dag hljóta einungis um 10-20% sérhæfða meðferð en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á meðferð að halda, eftir sitja um 80-90% án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Það vantar langtímaeftirfylgd og fjölbreyttari úrræði að lokinni endurhæfingu, bæði félagsleg og vinnutengd. Alvarlegust er þó staða barna sem hljóta heilaskaða en í heilbrigðiskerfinu er ekki til skilgreint greiningarferli eða formleg endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. En hvað tekur við að endurhæfingu lokinni? Örorka! Endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða er ágætlega sinnt að mörgu leyti bæði í einstaklingsmiðuðum og hópmeðferðum, að undanskilinni einstaklingsmiðaðri langtímameðferð og meðferð barna með ákominn heilaskaða. En hvað tekur við eftir að meðferð lýkur á Reykjalundi eða Grensásdeild? Kannski lyfseðill í Gáttinni, klapp á bakið og ósk um velgengni í nýja lífinu! Eftir að endurhæfingu lýkur í heilbrigðiskerfinu þurfa einstaklingar sem hljóta heilaskaða að aðlagast lífinu á ný oft á tíðum sem breyttir einstaklingar og því fylgir gríðarleg óvissa og óöryggi. Eftir margar vikur og jafnvel mánuði í góðu utanumhaldi, umvafðir vernd og umönnun fagaðila og stofnana þurfa einstaklingar að takast á ærið allt sjálfir. Það er enginn sem heldur í höndina á þeim, aðstandendur eru engu nær og blákaldur raunveruleikinn tekur við. Einstaklingar þurfa að fá leiðsögn og stuðning á þessari vegferð til þess að ná fótfestu í lífinu á ný. Í þessari nýju tilveru er algengt að einstaklingar með ákominn heilaskaða einangrist félagslega að meðferð lokinni og margir glíma við þunglyndi og kvíði vegna þessa. Ef einstaklingar sækjast sjálfir eftir því þá er hægt að komast að í starfsendurhæfingu og jafnvel að komast að hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Afleiðingar heilaskaða eru m.a. framtaksleysi og skert innsæi og því er ljóst að þeir eru ekki að fara að sækja þessa þjónustu að eigin frumkvæði. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið að bjóða ekki upp á langtímameðferð fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða – ef hún er ekki í boði þá enda þeir á örorku.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun