„Af barna munni og brjóstmylkinga býrðu þér lof“ Aldís Schram skrifar 7. desember 2012 06:00 Lítil stúlka hefur verið svívirt af kaþólskum kirkjuþjónum Landakotsskólans. Sem foreldrarnir treystu fyrir í þeirri trú að þar yrði hún í öruggum höndum, þarna sem hún var í klerksins Georges höndum, hans öfugugga höndum, sem auðmýktu hana, kúguðu og saurguðu hana; þessa kirkjunnar þjóns sem átti að leggja hendur yfir hana en lagði hendur á hana; þessa séra sem átti að að auðsýna henni gæsku Guðs en svipti hana sakleysinu, barndóminum, meydóminum; þarna í þessum kaþólska skóla þar sem hún leið kynferðisofbeldi af skólastjórans Georges hendi, aftur og aftur, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Hvað gerði kaþólski kirkjunnar þjónninn þá hinn harmi slegni faðir stúlkunnar gerði honum uppskátt um glæpinn, árið 1963? Hvað gerði kaþólska nunnan þá hún var upplýst um hann, árið 1983? Hvað gerðu kaþólsku prestarnir þá þeim var gert kunnugt um hann, árið 1990? Hvað gerðu þau? Þau gerðu ekkert. Ekkert! Og þar með sýknuðu hinn seka sem fyrir vikið gat óáreittur áfram iðkað sín myrkraverk.Þjakaður, spottaður, lítilsvirtur Lítill drengur hefur verið svívirtur af kaþólskum kirkjuþjónum Landakotsskólans. Aftur og aftur, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár; þarna sem hann var hrjáður, þjakaður, spottaður, lítilsvirtur, fyrirlitinn, særður, saurgaður, og einskis metinn, nema til þessa brúks, að sinna ofbeldisþörfum kennslukonunnar sinnar, Margrétar Müller, og skólastjórans síns, Ágústs Georges; í þessum kaþólska skóla þar sem hann var rændur sveindóminum, sakleysinu, æskunni, sjálfsvirðingunni, gleðinni, voninni, trúnni og traustinu, á menn og Guð. Hvað gerði kaþólski biskupinn Frehen þá hinn svívirti gerði honum uppskátt um þessi ódæðisverk, árið 1966? Hvað gerðu kaþólsku prestarnir þá þeir voru upplýstir um þau, árið 1977? Hvað gerðu þeir? Þeir gerðu ekkert. Ekkert! Og þar með sýknuðu hin seku sem fyrir vikið gátu óáreitt áfram iðkað sín myrkraverk. Hvað gerði núverandi biskupinn, Peter Bürcher, þegar sá hinn sami svívirti maður fór í sína Pílatusargöngu á hans fund, árið 2010, og gerði honum uppskátt um þetta sálarmorð? Kenndi biskupinn ekki í brjósti um hann? Auðsýndi hann honum ekki þá elsku Guðs, sem hann boðar? Baðst hann ekki fyrirgefningar fyrir kirkju sinnar hönd og vottaði í verki þá iðrun og yfirbót sem hún boðar?Hvað gerði hann? Eftir að hann hafði sent bjargarlausan beiðandann bónleiðan burt, eftir að hann hafði sagt málinu vera lokið, eftir að þessi illvirki höfðu komist í hámæli, eftir að innanríkisráðherra hefði verið gjört uppskátt um þau, þá samþykkti biskupinn rannsókn. Sem nú hefur í ljós leitt þetta – sem allir þessir kirkjunnar þjónar skelltu skollaeyrunum við: Lítil börn, drengir og stúlkur, hafa verið svívirt af kaþólskum kirkjunnar þjónum sem kenna sig við Krist. Sem sagði: „Hver sem tekur við einu slíku barni, tekur við mér.“ Og hvernig tóku þeir við Kristi? Á andstyggilegan hátt. Á óorðanlegan hátt. Á þann hátt sem ekki er á færi barna að skálda upp og aðeins illmenna að framkvæma. En það urðu þau, guðsbörnin, að upplifa. Níð. Og það í kirkjuhúsi. Sem á að heita bænahús og kallast nú hvað? Guðníðingabæli?Þolendur sviknir Hver grætur ekki slíka grimmd? Hver getur brugðist aðgerðarlaust við barnaníði? Varla nokkur manneskja nema með hjarta úr steini. Biskuparnir Frehen, Gijsen og Bürcher gátu það. Og þar með sviku þolendurna um einu huggunina harminum gegn, sem er viðurkenning glæpsins og fyrirgefningarbeiðni af heilum hug. Svo hvað gerir biskupinn Bürcher nú? Hann í „fullkominni auðmýkt“ biður „afsökunar“ þá sem „í raun“ eiga hlut að máli. Og þar með rengir tárum drifna sögu nemenda Landakotsskólans og biðst ekki fyrirgefningar (fyrirgefningarboðberinn sjálfur). Segist síðan verða að fá „nauðsynlegan tíma og ráð til að komast að niðurstöðu,“ og það „ef til vill“ fyrir hjálp „réttarkerfisins“ – sem hann veit, eða má vita, að vegna fyrningar svíkur þolendurna um réttlætið. Segir svo að „kaþólska kirkjan á Íslandi muni hér eftir grípa til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun í framtíðinni“. Þarf hún ekki þá að byrja á því að kynna sér góða mannasiði og fara að iðka þá, þessa sem hún kennir? Eins og t.d. þá að „hugga hrellda“? Myndi Kristur, þessi, manstu, sem þú boðar, sá sem rengdur var, rægður, og rakkaður niður af hrokafullum hræsnurunum; öldungunum, faríseunum og fræðimönnunum, segja: Nauðgaði klerkurinn þér? Afsakaðu, ef þú ert þá að segja satt. Ég ætla að ráðgast við lögfræðinginn minn. Talaðu svo við mig eftir hálft ár. Getur kirkja sem breytir ekki sem hún býður kallast kirkja Guðs? Er kirkjan Guð? Hver er hún? Hún er fólkið, er hefur hann, sem þessir „andlegu títuprjónar“ kirkjunnar hafa svikið þessi börn hans um, nefnilega kærleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Lítil stúlka hefur verið svívirt af kaþólskum kirkjuþjónum Landakotsskólans. Sem foreldrarnir treystu fyrir í þeirri trú að þar yrði hún í öruggum höndum, þarna sem hún var í klerksins Georges höndum, hans öfugugga höndum, sem auðmýktu hana, kúguðu og saurguðu hana; þessa kirkjunnar þjóns sem átti að leggja hendur yfir hana en lagði hendur á hana; þessa séra sem átti að að auðsýna henni gæsku Guðs en svipti hana sakleysinu, barndóminum, meydóminum; þarna í þessum kaþólska skóla þar sem hún leið kynferðisofbeldi af skólastjórans Georges hendi, aftur og aftur, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Hvað gerði kaþólski kirkjunnar þjónninn þá hinn harmi slegni faðir stúlkunnar gerði honum uppskátt um glæpinn, árið 1963? Hvað gerði kaþólska nunnan þá hún var upplýst um hann, árið 1983? Hvað gerðu kaþólsku prestarnir þá þeim var gert kunnugt um hann, árið 1990? Hvað gerðu þau? Þau gerðu ekkert. Ekkert! Og þar með sýknuðu hinn seka sem fyrir vikið gat óáreittur áfram iðkað sín myrkraverk.Þjakaður, spottaður, lítilsvirtur Lítill drengur hefur verið svívirtur af kaþólskum kirkjuþjónum Landakotsskólans. Aftur og aftur, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár; þarna sem hann var hrjáður, þjakaður, spottaður, lítilsvirtur, fyrirlitinn, særður, saurgaður, og einskis metinn, nema til þessa brúks, að sinna ofbeldisþörfum kennslukonunnar sinnar, Margrétar Müller, og skólastjórans síns, Ágústs Georges; í þessum kaþólska skóla þar sem hann var rændur sveindóminum, sakleysinu, æskunni, sjálfsvirðingunni, gleðinni, voninni, trúnni og traustinu, á menn og Guð. Hvað gerði kaþólski biskupinn Frehen þá hinn svívirti gerði honum uppskátt um þessi ódæðisverk, árið 1966? Hvað gerðu kaþólsku prestarnir þá þeir voru upplýstir um þau, árið 1977? Hvað gerðu þeir? Þeir gerðu ekkert. Ekkert! Og þar með sýknuðu hin seku sem fyrir vikið gátu óáreitt áfram iðkað sín myrkraverk. Hvað gerði núverandi biskupinn, Peter Bürcher, þegar sá hinn sami svívirti maður fór í sína Pílatusargöngu á hans fund, árið 2010, og gerði honum uppskátt um þetta sálarmorð? Kenndi biskupinn ekki í brjósti um hann? Auðsýndi hann honum ekki þá elsku Guðs, sem hann boðar? Baðst hann ekki fyrirgefningar fyrir kirkju sinnar hönd og vottaði í verki þá iðrun og yfirbót sem hún boðar?Hvað gerði hann? Eftir að hann hafði sent bjargarlausan beiðandann bónleiðan burt, eftir að hann hafði sagt málinu vera lokið, eftir að þessi illvirki höfðu komist í hámæli, eftir að innanríkisráðherra hefði verið gjört uppskátt um þau, þá samþykkti biskupinn rannsókn. Sem nú hefur í ljós leitt þetta – sem allir þessir kirkjunnar þjónar skelltu skollaeyrunum við: Lítil börn, drengir og stúlkur, hafa verið svívirt af kaþólskum kirkjunnar þjónum sem kenna sig við Krist. Sem sagði: „Hver sem tekur við einu slíku barni, tekur við mér.“ Og hvernig tóku þeir við Kristi? Á andstyggilegan hátt. Á óorðanlegan hátt. Á þann hátt sem ekki er á færi barna að skálda upp og aðeins illmenna að framkvæma. En það urðu þau, guðsbörnin, að upplifa. Níð. Og það í kirkjuhúsi. Sem á að heita bænahús og kallast nú hvað? Guðníðingabæli?Þolendur sviknir Hver grætur ekki slíka grimmd? Hver getur brugðist aðgerðarlaust við barnaníði? Varla nokkur manneskja nema með hjarta úr steini. Biskuparnir Frehen, Gijsen og Bürcher gátu það. Og þar með sviku þolendurna um einu huggunina harminum gegn, sem er viðurkenning glæpsins og fyrirgefningarbeiðni af heilum hug. Svo hvað gerir biskupinn Bürcher nú? Hann í „fullkominni auðmýkt“ biður „afsökunar“ þá sem „í raun“ eiga hlut að máli. Og þar með rengir tárum drifna sögu nemenda Landakotsskólans og biðst ekki fyrirgefningar (fyrirgefningarboðberinn sjálfur). Segist síðan verða að fá „nauðsynlegan tíma og ráð til að komast að niðurstöðu,“ og það „ef til vill“ fyrir hjálp „réttarkerfisins“ – sem hann veit, eða má vita, að vegna fyrningar svíkur þolendurna um réttlætið. Segir svo að „kaþólska kirkjan á Íslandi muni hér eftir grípa til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun í framtíðinni“. Þarf hún ekki þá að byrja á því að kynna sér góða mannasiði og fara að iðka þá, þessa sem hún kennir? Eins og t.d. þá að „hugga hrellda“? Myndi Kristur, þessi, manstu, sem þú boðar, sá sem rengdur var, rægður, og rakkaður niður af hrokafullum hræsnurunum; öldungunum, faríseunum og fræðimönnunum, segja: Nauðgaði klerkurinn þér? Afsakaðu, ef þú ert þá að segja satt. Ég ætla að ráðgast við lögfræðinginn minn. Talaðu svo við mig eftir hálft ár. Getur kirkja sem breytir ekki sem hún býður kallast kirkja Guðs? Er kirkjan Guð? Hver er hún? Hún er fólkið, er hefur hann, sem þessir „andlegu títuprjónar“ kirkjunnar hafa svikið þessi börn hans um, nefnilega kærleikann.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar