Við erum í fremstu röð í menntamálum 3. maí 2007 05:00 Rangar fullyrðingarÍ aðdraganda þessara kosninga hef ég fylgst sérstaklega með málflutningi frambjóðenda Samfylkingarinnar um menntamál. Sjálfur hef ég fengið fjölmörg tækifæri til að ræða menntamál við Samfylkingarfólk á framboðsfundum, en einnig hef ég lesið skrif þeirra í blöðum og á netmiðlum. Framlag frambjóðenda Samfylkingarinnar í þeirri umræðu hefur ekki verið uppbyggilegt. Því miður virðist markmið þeirra sem skrifa og tala af mestum móð vera það að reyna að draga upp þá mynd af menntakerfinu okkar að þar sé allt í kalda koli og að mikið ófremdarástand ríki í menntamálum. Fremstir í flokki þeirra sem þannig tala eru Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, talsmenn Samfylkingarinnar í menntamálum. Þau Katrín og Ágúst Ólafur hafa á síðustu dögum skrifað blaðagreinar þar sem slegið er fram fullyrðingum sem eiga að sanna að ríkisstjórnin eigi skilda „fall-einkunn í menntamálum“. Máli sínu til stuðnings vitna þau bæði í OECD-ritið Education at a Glance, en láta hjá líða að tölurnar sem þau vitna til séu gamlar eða frá árinu 2003. Þær segja því enga sögu um það sem gerst hefur á kjörtímabilinu enda veit Samfylkingin að aukið hefur verið við framlög til framhaldsskóla, háskóla og rannsókna um sem nemur á annan tug milljarða á ári frá þeim tíma. Samfylkingin leiðréttÍ ljósi þessa er full ástæða til þess að gera alvarlegar athugasemdir við talnameðferð Samfylkingarinnar og túlkun á stöðu menntamála á Íslandi því hún stenst ekki skoðun. Fyrsta fullyrðing Samfylkingarinnar: Hlutfall Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið framhaldsskólanámi er 68% en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 86-96% samkvæmt nýjustu skýrslu OECD um menntamál. Meðaltalið í OECD ríkjum er 77% og í ESB ríkjum 78%. Ísland í 23. sæti af 30 OECD þjóðum og eru því borgarar flestra iðnríkja heims menntaðri en Íslendingar. Önnur fullyrðing Samfylkingarinnar: 40% þeirra sem eru á íslenskum vinnumarkaði eru með grunnskólapróf eða minna. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 12-19%. Þetta er gífurlega villandi framsetning á staðreyndum. Í fyrri fullyrðingunni er miðað við þá sem luku framhaldsskólanámi á árabilinu 1989-1999, en það segir litla sögu um hvernig staðan er í dag. Staðreyndirnar eru þessar: Um 97% þeirra sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Brautskráningarhlutfallið úr framhaldsskóla árið 2004 var 84% samkvæmt tölum OECD. Á sama ári var brautskráningarhlutfall á háskólastigi 50% en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD ríkja en meðaltal þeirra er 34,8%. Hvernig Samfylkingin getur haldið því fram að í ljósi þessara talna séu Íslendingar eftirbátar annarra þjóða í menntamálum er mér hulin ráðgáta. Þriðja fullyrðing Samfylkingarinnar: Hlutfall Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið háskólanámi er 31% en á hinum Norðurlöndunum er þetta 35-42%. Meðaltalið í OECD er 31%. Við erum hér í 17. sæti af 30 þjóðum. Þessi fullyrðing er sett fram líkt og á Íslandi ríki ófremdarástand. Rétt er að taka fram að tölurnar miðast við þá sem lokið höfðu námi árið 2004. Þá var fjöldinn að meðaltali sá sami og í OECD ríkjunum og nokkru yfir meðaltali ESB-ríkjannna sem var 28%. En hvað er það sem hefur gerst á þessum árum? Íslendingar hafa siglt fram úr Norðmönnum, Svíum og Dönum þegar kemur að fjölda í háskólanámi. Í nýjasta hefti Norrænna hagtalna kemur fram að árið 2000 hafi 10,5% Íslendinga á aldrinum 20-40 ára stundað háskólanám. Árið 2004, einungis fjórum árum síðar, var þetta hlutfall komið upp í 15%. Háskólanemum hefur svo haldið áfram að fjölga verulega á þeim árum sem síðan eru liðin. Af hverju fagnar Samfylkingin ekki því að við séum að komast í fyrsta sæti í stað þess að gefa í skyn að við séum aftarlega á merinni? Það er ekki uppbyggilegt að gera lítið úr íslenska menntakerfinu með þessum hætti. Hvorki fyrir menntakerfið, né fyrir Samfylkinguna. Fjórða fullyrðing Samfylkingarinnar: Þegar kemur að opinberum útgjöldum í háskólana er Ísland í 21. sæti af 30 þjóðum. Þessi staðhæfing er óskiljanleg. Í tölum OECD fyrir árið 2003, bls. 288, kemur fram að Íslendingar vörðu 1,4% af þjóðarframleiðslu til háskólastigsins sem er bæði yfir meðaltali OECD- og ESB-ríkjanna og vermir Ísland tíunda sætið af þeim 30 þjóðum sem eru mældar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Á síðasta ári uppfærði og birti Hagstofa Íslands tölur um útgjöld hins opinbera til fræðslumála. Auk þess að birta nýjar tölur fyrir árin 2004 og 2005 þá var í fyrsta skipti stuðst við endurskoðaðan staðal við flokkun útgjalda og áður birtar tölur fyrir árin 1998 til 2003 eru endurskoðaðar með hliðsjón af honum. Þarna er því í fyrsta skipti birtar tölur samkvæmt sama staðli og önnur OECD-ríki hafa notað. Þá kemur í ljóst að útgjöld til háskólamála á Íslandi voru 1,62% og Ísland komið í fimmta sæti OECD-ríkjanna. Árið 2005 er hlutfallið 1,59%. Enn og aftur kýs Samfylkingin að horfa fram hjá staðreyndum, heldur á lofti gömlum og/eða villandi tölum og lætur eins og eins sú gífurlega sókn sem allir hafa orðið vitni að á sviði háskólamála hafi aldrei átt sér stað. Við erum í fremstu röðÞað er dapurlegt að sjá hvernig Samfylkingin reynir að gera lítið úr þeim stórmerkilega árangri sem hér hefur náðst í menntamálum á síðustu árum með villandi talnabrellum og hreinum rangfærslum. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Þær segja okkur svart á hvítu að við erum í fremstu röð í menntamálum. Hér hefur orðið bylting og hún blasir við öllum. Það færi Samfylkingunni betur að viðurkenna að svo sé, frekar en að grípa til þeirra áróðursaðferða sem hér hefur verið lýst. Þær eru hvorki Samfylkingunni né menntakerfinu til framdráttar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður menntamálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að semja af sér við Norðmenn Í Ólafs sögu helga segir frá því er Ólafur konungur hinn digri biður Alþingi um að gefa sér Grímsey sem vináttuvott. Flestir þingmanna vildu verða við bón hans enda væri hann frændi þeirra og vinur. En þá tók til máls Einar Þveræingur og sagði að fengi kóngur eynna þá yrði þess ekki langt að bíða að langskip hans sigldu inn norðlenska firði (les: jöfur mun nota eyjuna sem stökkpall fyrir innrás). Eftir að hafa hlýtt á mál Einars snerist þingmönnum hugur, þeir höfnuðu málaleitan konungs. 4. maí 2007 06:00 Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Rangar fullyrðingarÍ aðdraganda þessara kosninga hef ég fylgst sérstaklega með málflutningi frambjóðenda Samfylkingarinnar um menntamál. Sjálfur hef ég fengið fjölmörg tækifæri til að ræða menntamál við Samfylkingarfólk á framboðsfundum, en einnig hef ég lesið skrif þeirra í blöðum og á netmiðlum. Framlag frambjóðenda Samfylkingarinnar í þeirri umræðu hefur ekki verið uppbyggilegt. Því miður virðist markmið þeirra sem skrifa og tala af mestum móð vera það að reyna að draga upp þá mynd af menntakerfinu okkar að þar sé allt í kalda koli og að mikið ófremdarástand ríki í menntamálum. Fremstir í flokki þeirra sem þannig tala eru Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, talsmenn Samfylkingarinnar í menntamálum. Þau Katrín og Ágúst Ólafur hafa á síðustu dögum skrifað blaðagreinar þar sem slegið er fram fullyrðingum sem eiga að sanna að ríkisstjórnin eigi skilda „fall-einkunn í menntamálum“. Máli sínu til stuðnings vitna þau bæði í OECD-ritið Education at a Glance, en láta hjá líða að tölurnar sem þau vitna til séu gamlar eða frá árinu 2003. Þær segja því enga sögu um það sem gerst hefur á kjörtímabilinu enda veit Samfylkingin að aukið hefur verið við framlög til framhaldsskóla, háskóla og rannsókna um sem nemur á annan tug milljarða á ári frá þeim tíma. Samfylkingin leiðréttÍ ljósi þessa er full ástæða til þess að gera alvarlegar athugasemdir við talnameðferð Samfylkingarinnar og túlkun á stöðu menntamála á Íslandi því hún stenst ekki skoðun. Fyrsta fullyrðing Samfylkingarinnar: Hlutfall Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið framhaldsskólanámi er 68% en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 86-96% samkvæmt nýjustu skýrslu OECD um menntamál. Meðaltalið í OECD ríkjum er 77% og í ESB ríkjum 78%. Ísland í 23. sæti af 30 OECD þjóðum og eru því borgarar flestra iðnríkja heims menntaðri en Íslendingar. Önnur fullyrðing Samfylkingarinnar: 40% þeirra sem eru á íslenskum vinnumarkaði eru með grunnskólapróf eða minna. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 12-19%. Þetta er gífurlega villandi framsetning á staðreyndum. Í fyrri fullyrðingunni er miðað við þá sem luku framhaldsskólanámi á árabilinu 1989-1999, en það segir litla sögu um hvernig staðan er í dag. Staðreyndirnar eru þessar: Um 97% þeirra sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Brautskráningarhlutfallið úr framhaldsskóla árið 2004 var 84% samkvæmt tölum OECD. Á sama ári var brautskráningarhlutfall á háskólastigi 50% en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD ríkja en meðaltal þeirra er 34,8%. Hvernig Samfylkingin getur haldið því fram að í ljósi þessara talna séu Íslendingar eftirbátar annarra þjóða í menntamálum er mér hulin ráðgáta. Þriðja fullyrðing Samfylkingarinnar: Hlutfall Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið háskólanámi er 31% en á hinum Norðurlöndunum er þetta 35-42%. Meðaltalið í OECD er 31%. Við erum hér í 17. sæti af 30 þjóðum. Þessi fullyrðing er sett fram líkt og á Íslandi ríki ófremdarástand. Rétt er að taka fram að tölurnar miðast við þá sem lokið höfðu námi árið 2004. Þá var fjöldinn að meðaltali sá sami og í OECD ríkjunum og nokkru yfir meðaltali ESB-ríkjannna sem var 28%. En hvað er það sem hefur gerst á þessum árum? Íslendingar hafa siglt fram úr Norðmönnum, Svíum og Dönum þegar kemur að fjölda í háskólanámi. Í nýjasta hefti Norrænna hagtalna kemur fram að árið 2000 hafi 10,5% Íslendinga á aldrinum 20-40 ára stundað háskólanám. Árið 2004, einungis fjórum árum síðar, var þetta hlutfall komið upp í 15%. Háskólanemum hefur svo haldið áfram að fjölga verulega á þeim árum sem síðan eru liðin. Af hverju fagnar Samfylkingin ekki því að við séum að komast í fyrsta sæti í stað þess að gefa í skyn að við séum aftarlega á merinni? Það er ekki uppbyggilegt að gera lítið úr íslenska menntakerfinu með þessum hætti. Hvorki fyrir menntakerfið, né fyrir Samfylkinguna. Fjórða fullyrðing Samfylkingarinnar: Þegar kemur að opinberum útgjöldum í háskólana er Ísland í 21. sæti af 30 þjóðum. Þessi staðhæfing er óskiljanleg. Í tölum OECD fyrir árið 2003, bls. 288, kemur fram að Íslendingar vörðu 1,4% af þjóðarframleiðslu til háskólastigsins sem er bæði yfir meðaltali OECD- og ESB-ríkjanna og vermir Ísland tíunda sætið af þeim 30 þjóðum sem eru mældar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Á síðasta ári uppfærði og birti Hagstofa Íslands tölur um útgjöld hins opinbera til fræðslumála. Auk þess að birta nýjar tölur fyrir árin 2004 og 2005 þá var í fyrsta skipti stuðst við endurskoðaðan staðal við flokkun útgjalda og áður birtar tölur fyrir árin 1998 til 2003 eru endurskoðaðar með hliðsjón af honum. Þarna er því í fyrsta skipti birtar tölur samkvæmt sama staðli og önnur OECD-ríki hafa notað. Þá kemur í ljóst að útgjöld til háskólamála á Íslandi voru 1,62% og Ísland komið í fimmta sæti OECD-ríkjanna. Árið 2005 er hlutfallið 1,59%. Enn og aftur kýs Samfylkingin að horfa fram hjá staðreyndum, heldur á lofti gömlum og/eða villandi tölum og lætur eins og eins sú gífurlega sókn sem allir hafa orðið vitni að á sviði háskólamála hafi aldrei átt sér stað. Við erum í fremstu röðÞað er dapurlegt að sjá hvernig Samfylkingin reynir að gera lítið úr þeim stórmerkilega árangri sem hér hefur náðst í menntamálum á síðustu árum með villandi talnabrellum og hreinum rangfærslum. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Þær segja okkur svart á hvítu að við erum í fremstu röð í menntamálum. Hér hefur orðið bylting og hún blasir við öllum. Það færi Samfylkingunni betur að viðurkenna að svo sé, frekar en að grípa til þeirra áróðursaðferða sem hér hefur verið lýst. Þær eru hvorki Samfylkingunni né menntakerfinu til framdráttar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður menntamálanefndar Alþingis.
Að semja af sér við Norðmenn Í Ólafs sögu helga segir frá því er Ólafur konungur hinn digri biður Alþingi um að gefa sér Grímsey sem vináttuvott. Flestir þingmanna vildu verða við bón hans enda væri hann frændi þeirra og vinur. En þá tók til máls Einar Þveræingur og sagði að fengi kóngur eynna þá yrði þess ekki langt að bíða að langskip hans sigldu inn norðlenska firði (les: jöfur mun nota eyjuna sem stökkpall fyrir innrás). Eftir að hafa hlýtt á mál Einars snerist þingmönnum hugur, þeir höfnuðu málaleitan konungs. 4. maí 2007 06:00
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun