Ásetningur eða þekkingarleysi Einars K. Ingólfur Ásgeirsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Í síðustu viku snupraði Einar K. Guðfinnsson í grein í þessu blaði Jón Þór Ólason, formann Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fyrir að taka ekki mark á því sem Einar kallaði „staðreyndir“. Svo óheppilega vill þó til fyrir Einar að vísindamaðurinn sem hann vitnaði til kannast alls ekki við að þær „staðreyndir“, sem Einar vill heimfæra upp á Ísland, eigi við um Ísland. Þvert á móti reyndar. Einar hefði hæglega getað komist að þessu með því að hafa samband við umræddan vísindamann. Ef hann hefði gert það þá hefði hann komist að raun um að skilningur hans var rangur. En mögulega var það ekki það sem Einar vildi heyra? Við hjá Icelandic Wildlife Fund tókum ómakið af Einari og settum okkur í samband við doktor Kevin Glover. Einar benti í grein sinni á niðurstöður doktors Glovers og félaga um að lítil blöndun eldislax við villilaxastofna hefur takmörkuð áhrif villtu stofnana, samkvæmt líkani sem vísindamennirnir hafa útbúið. Einar lét þess hins vegar ógetið að þessi rannsókn fór fram í Noregi þar sem notaður er norskur lax í eldinu. Í Noregi er stranglega bannað að nota eldislax sem er ekki norskur að uppruna. Hér á Íslandi er hins vegar alinn norskur eldislax í sjókvíum og áhættan þegar kemur að erfðablöndun því allt önnur, eins og doktor Glover staðfesti í svari sínu til IWF: „Eldi á norskum ræktuðum laxi á Íslandi felur í sér aukaáhættu vegna viðbótar erfðafræðilegra þátta sem ekki er tekið tillit til í líkaninu.“ Einar á að vita að norskur eldislax er aðskotadýr í íslenskri náttúru. Þegar eldislax af norskum stofni var fyrst fluttur til Íslands var það gert með þeim skilyrðum að hann yrði eingöngu notaður í landeldi og færi aldrei í sjó við Ísland. Það var mikið ógæfuspor þegar fallið var frá því skilyrði árið 2003. Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þessi rangi málflutningur Einars, sem er formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, sé byggður á þekkingarleysi eða ásetningi. Hver svo sem skýringin er, þá er staðreyndin sú að líkan doktors Glovers snýst eingöngu um norskan eldislax og norskan villilax. Ekkert líkan er til um áhrif erfðablöndunar norsks eldislax við íslenska villilaxastofna. Icelandic Wildlife Fund hafnar því alfarið að sú tilraun fari fram í íslenskri náttúru.Höfundur er einn af stofnendum Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku snupraði Einar K. Guðfinnsson í grein í þessu blaði Jón Þór Ólason, formann Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fyrir að taka ekki mark á því sem Einar kallaði „staðreyndir“. Svo óheppilega vill þó til fyrir Einar að vísindamaðurinn sem hann vitnaði til kannast alls ekki við að þær „staðreyndir“, sem Einar vill heimfæra upp á Ísland, eigi við um Ísland. Þvert á móti reyndar. Einar hefði hæglega getað komist að þessu með því að hafa samband við umræddan vísindamann. Ef hann hefði gert það þá hefði hann komist að raun um að skilningur hans var rangur. En mögulega var það ekki það sem Einar vildi heyra? Við hjá Icelandic Wildlife Fund tókum ómakið af Einari og settum okkur í samband við doktor Kevin Glover. Einar benti í grein sinni á niðurstöður doktors Glovers og félaga um að lítil blöndun eldislax við villilaxastofna hefur takmörkuð áhrif villtu stofnana, samkvæmt líkani sem vísindamennirnir hafa útbúið. Einar lét þess hins vegar ógetið að þessi rannsókn fór fram í Noregi þar sem notaður er norskur lax í eldinu. Í Noregi er stranglega bannað að nota eldislax sem er ekki norskur að uppruna. Hér á Íslandi er hins vegar alinn norskur eldislax í sjókvíum og áhættan þegar kemur að erfðablöndun því allt önnur, eins og doktor Glover staðfesti í svari sínu til IWF: „Eldi á norskum ræktuðum laxi á Íslandi felur í sér aukaáhættu vegna viðbótar erfðafræðilegra þátta sem ekki er tekið tillit til í líkaninu.“ Einar á að vita að norskur eldislax er aðskotadýr í íslenskri náttúru. Þegar eldislax af norskum stofni var fyrst fluttur til Íslands var það gert með þeim skilyrðum að hann yrði eingöngu notaður í landeldi og færi aldrei í sjó við Ísland. Það var mikið ógæfuspor þegar fallið var frá því skilyrði árið 2003. Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þessi rangi málflutningur Einars, sem er formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, sé byggður á þekkingarleysi eða ásetningi. Hver svo sem skýringin er, þá er staðreyndin sú að líkan doktors Glovers snýst eingöngu um norskan eldislax og norskan villilax. Ekkert líkan er til um áhrif erfðablöndunar norsks eldislax við íslenska villilaxastofna. Icelandic Wildlife Fund hafnar því alfarið að sú tilraun fari fram í íslenskri náttúru.Höfundur er einn af stofnendum Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar