Hálfur lífeyrir Björn Berg Gunnarsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar (TR) eru með eldfimari umræðuefnum. Sitt sýnist hverjum um hlutverk stofnunarinnar og hvað teljist sanngjarnt þegar kemur að samspili tekna og greiðslna en lítið er þó rætt um hálfan lífeyri, nokkuð undarlega nýjung sem kynnt var til leiks um áramótin. Greiðslur lífeyris TR skerðast vegna tekna. Hlutfallið er 45% hjá sambúðarfólki og 56,9% hjá þeim sem búa einir. Á þessu eru þó undantekningar. Almennt frítekjumark er 25.000 kr. á mánuði og að auki er sérstakt 100.000 kr. frítekjumark vegna launatekna. Þá hefur séreignarsparnaður engin áhrif á greiðslur ellilífeyris. Þetta á við um hefðbundna töku greiðslna frá stofnuninni en hálfur lífeyrir skerðist hins vegar ekki um krónu vegna tekna, hvernig svo sem stendur á því. Hálfan lífeyri er hægt að sækja um að því gefnu að við höfum náð 65 ára aldri og sótt um slíkar greiðslur samtímis hjá TR og lífeyrissjóðum. Samanlagður hálfur lífeyrir frá stofnunni og lífeyrissjóðum verður að lágmarki að jafngilda fullum lífeyri hjá TR. Séu lífeyrisréttindi mjög lítil er því ekki hægt að sækja um þessa útfærslu. Hugmyndin er ágæt. Það getur verið freistandi að minnka við sig starfshlutfall en ekki víst að fjárhagur fólks leyfi að tekjurnar minnki. Því er brugðið á það ráð að heimila okkur að sækja hálfar greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR til að minnka tekjutapið. Það er þó eilítið sérstakt að þeir sem kjósi þessa leið sleppi alfarið við skerðingar. Sá sem safnað hefur góðum lífeyrisréttindum, segjum 600.000 kr. á mánuði, veit að hann mun ekki fá neinar greiðslur frá Tryggingastofnun þegar hann hættir að vinna. Sé sótt um hálfan lífeyri myndast allt í einu réttindi, yfir 100.000 krónum á mánuði. Er nema von að fjármál við starfslok flækist fyrir mörgum?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar (TR) eru með eldfimari umræðuefnum. Sitt sýnist hverjum um hlutverk stofnunarinnar og hvað teljist sanngjarnt þegar kemur að samspili tekna og greiðslna en lítið er þó rætt um hálfan lífeyri, nokkuð undarlega nýjung sem kynnt var til leiks um áramótin. Greiðslur lífeyris TR skerðast vegna tekna. Hlutfallið er 45% hjá sambúðarfólki og 56,9% hjá þeim sem búa einir. Á þessu eru þó undantekningar. Almennt frítekjumark er 25.000 kr. á mánuði og að auki er sérstakt 100.000 kr. frítekjumark vegna launatekna. Þá hefur séreignarsparnaður engin áhrif á greiðslur ellilífeyris. Þetta á við um hefðbundna töku greiðslna frá stofnuninni en hálfur lífeyrir skerðist hins vegar ekki um krónu vegna tekna, hvernig svo sem stendur á því. Hálfan lífeyri er hægt að sækja um að því gefnu að við höfum náð 65 ára aldri og sótt um slíkar greiðslur samtímis hjá TR og lífeyrissjóðum. Samanlagður hálfur lífeyrir frá stofnunni og lífeyrissjóðum verður að lágmarki að jafngilda fullum lífeyri hjá TR. Séu lífeyrisréttindi mjög lítil er því ekki hægt að sækja um þessa útfærslu. Hugmyndin er ágæt. Það getur verið freistandi að minnka við sig starfshlutfall en ekki víst að fjárhagur fólks leyfi að tekjurnar minnki. Því er brugðið á það ráð að heimila okkur að sækja hálfar greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR til að minnka tekjutapið. Það er þó eilítið sérstakt að þeir sem kjósi þessa leið sleppi alfarið við skerðingar. Sá sem safnað hefur góðum lífeyrisréttindum, segjum 600.000 kr. á mánuði, veit að hann mun ekki fá neinar greiðslur frá Tryggingastofnun þegar hann hættir að vinna. Sé sótt um hálfan lífeyri myndast allt í einu réttindi, yfir 100.000 krónum á mánuði. Er nema von að fjármál við starfslok flækist fyrir mörgum?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar