Kvikmyndasumarið gert upp 17. október 2005 23:42 Sumarið er búið. Stóru myndirnar að baki og nú kveðja kvikmyndaverin sprengingar og ofurhetjur. Við taka "vandaðar" myndir sem eiga að keppa til Óskarsverðlauna. Ef til vill ratar einhver tilnefning á sumarmynd. Johnny Depp var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Jack Sparrow. Gæti reyndar endurtekið leikinn en hann fer mikinn sem Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory. Leikur og handrit skipta minna máli hjá hinum svokölluðu sumarsmellum. Það er hversu mikið þær hala inn sem öllu máli skiptir. Ef vel tekst til fáum við að sjá framhald á framhald ofan. Ef ekkert gengur verða einhverjir hengdir. Það sem vekur athygli á lista tímaritsins Hollywood Reporter er að yfirburðir Star Wars eru gríðarlegir eftir sumarið. Hún þénar næstum því fimmtíu milljónum dollara meira en War of the Worlds eftir Spielberg. Heimsendamyndin hefur síðan tæplega þrjátíu milljóna dollar forskot á Batman Begins. Listi Hollywood Reporter er tekinn saman frá Memorial Day sem er 30. maí til Labour Day sem er 5.september en flest kvikmyndaver taka saman sína lista frá byrjun maí. Hvað má svo ráða í þennan lista? Sú niðurstaða sem ég dreg er að eina myndin sem hafi verið beðið með einhverri alvöru eftirvæntingu er lokakafli Star Wars. Aðrar myndir hafi síðan skipt aðsókninni jafnt á milli sín. Það hefði í raun verið óeðlilegt ef Spielberg og Cruise hefðu ekki trekkt jafn mikið að og raun bar vitni. Þeir eiga ekki að geta klikkað. Kvikmyndin Wedding Crashers verður tvímælalaust að teljast einn af sigurvegurum ársins. Þrátt fyrir að hafa verið bönnuð börnum yngri en tólf ára hreppti hún engu að síður fimmta sætið, halaði inn í miðasölu tæplega tvö hundruð milljón dollara. Þær myndir sem taldar eru hafa "floppað" eru Kingdom of Heaven, Stelth og The Island. Aðrar myndir standast í raun þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki var hægt að reikna með að Sin City kæmist inn á þennan lista þar sem mun færri áhorfendur komast inn á hana þar aldurstakmarkið inn á hana er mun hærra en á aðrar myndir. Ef þetta ár er hins vegar borið saman við árið í fyrra má sjá að að sigurmyndin frá því í fyrra tók inn mun meira en sigurmyndin í ár. Önnur myndin um græna skrímslið Skrekk tók inn 436 milljónir dala á meðan Stjörnustríðið halaði "einungis" inn 379 milljónir dollara. Það vekur ennfremur athygli að Star Wars myndin er eina myndin sem nær 300 milljóna dollara markinu en í fyrra náðu tvær myndir því marki. Aðeins níu myndir ná hundrað milljóna króna markinu en til samanburðar náðu ellefu því marki í fyrra og fimmtán metárið 2003. Hvað varðar sjálfstæða kvikmyndagerð báru kvikmyndir Paul Haggis, Crash, og mörgæsamyndin March of the Penguins, höfuð og herða yfir aðrar "minni" myndir í sumar. Þá vekur það einnig athygli að engin kvikmynd í sumar sló nein opnunarmet og komust ekki í hálfkvisti við stærstu opnanir ársins í fyrra. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumarið er búið. Stóru myndirnar að baki og nú kveðja kvikmyndaverin sprengingar og ofurhetjur. Við taka "vandaðar" myndir sem eiga að keppa til Óskarsverðlauna. Ef til vill ratar einhver tilnefning á sumarmynd. Johnny Depp var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Jack Sparrow. Gæti reyndar endurtekið leikinn en hann fer mikinn sem Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory. Leikur og handrit skipta minna máli hjá hinum svokölluðu sumarsmellum. Það er hversu mikið þær hala inn sem öllu máli skiptir. Ef vel tekst til fáum við að sjá framhald á framhald ofan. Ef ekkert gengur verða einhverjir hengdir. Það sem vekur athygli á lista tímaritsins Hollywood Reporter er að yfirburðir Star Wars eru gríðarlegir eftir sumarið. Hún þénar næstum því fimmtíu milljónum dollara meira en War of the Worlds eftir Spielberg. Heimsendamyndin hefur síðan tæplega þrjátíu milljóna dollar forskot á Batman Begins. Listi Hollywood Reporter er tekinn saman frá Memorial Day sem er 30. maí til Labour Day sem er 5.september en flest kvikmyndaver taka saman sína lista frá byrjun maí. Hvað má svo ráða í þennan lista? Sú niðurstaða sem ég dreg er að eina myndin sem hafi verið beðið með einhverri alvöru eftirvæntingu er lokakafli Star Wars. Aðrar myndir hafi síðan skipt aðsókninni jafnt á milli sín. Það hefði í raun verið óeðlilegt ef Spielberg og Cruise hefðu ekki trekkt jafn mikið að og raun bar vitni. Þeir eiga ekki að geta klikkað. Kvikmyndin Wedding Crashers verður tvímælalaust að teljast einn af sigurvegurum ársins. Þrátt fyrir að hafa verið bönnuð börnum yngri en tólf ára hreppti hún engu að síður fimmta sætið, halaði inn í miðasölu tæplega tvö hundruð milljón dollara. Þær myndir sem taldar eru hafa "floppað" eru Kingdom of Heaven, Stelth og The Island. Aðrar myndir standast í raun þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki var hægt að reikna með að Sin City kæmist inn á þennan lista þar sem mun færri áhorfendur komast inn á hana þar aldurstakmarkið inn á hana er mun hærra en á aðrar myndir. Ef þetta ár er hins vegar borið saman við árið í fyrra má sjá að að sigurmyndin frá því í fyrra tók inn mun meira en sigurmyndin í ár. Önnur myndin um græna skrímslið Skrekk tók inn 436 milljónir dala á meðan Stjörnustríðið halaði "einungis" inn 379 milljónir dollara. Það vekur ennfremur athygli að Star Wars myndin er eina myndin sem nær 300 milljóna dollara markinu en í fyrra náðu tvær myndir því marki. Aðeins níu myndir ná hundrað milljóna króna markinu en til samanburðar náðu ellefu því marki í fyrra og fimmtán metárið 2003. Hvað varðar sjálfstæða kvikmyndagerð báru kvikmyndir Paul Haggis, Crash, og mörgæsamyndin March of the Penguins, höfuð og herða yfir aðrar "minni" myndir í sumar. Þá vekur það einnig athygli að engin kvikmynd í sumar sló nein opnunarmet og komust ekki í hálfkvisti við stærstu opnanir ársins í fyrra. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar