Gull Gunnar Hansson skrifar 7. desember 2012 06:00 Hvað segir maður við barn sem vinnur allan daginn niðri í þrjátíu metra djúpri holu í svartamyrkri og kæfandi hita? Þar sem súrefni er það lítið að erfitt er að anda? Holan er þröng og eina leiðin út er að klifra upp eftir reipi sem virðist við það að slitna í sundur. Allt í kring eru eins holur með fleiri vinnandi börnum í. Þetta er gullnáma. Börnin eru ódýrt vinnuafl. Fyrir mánaðarvinnu í holunum fá börnin 5.000 krónur. Hverju svarar maður þegar eitt þeirra hvíslar að mér að það vilji ekki vera hér? Barnið er einmana og kvíðið og hefur aldrei farið í skóla. Hvað gerir maður síðan þegar maður kynnist átta ára gamalli stúlku sem þrælar sér út fyrir lúsarlaun í skelfilegri grjótnámu eða hittir börn sem eru svo vannærð að þau halda ekki höfði? Fyrstu viðbrögð eru að verða sorgmæddur og reiður yfir að búa í heimi þar sem svona óréttlæti viðgengst. Á sama tíma fyllist ég von því ég hitti líka fólk sem vinnur sleitulaust að því að hjálpa þessum börnum og gera heiminn að betri stað. Ég fyllist enn meiri von þegar ég átta mig á því að á sama andartaki og ég er hér að bráðna úr hita í Búrkína Fasó í Afríku er UNICEF ekki einungis að berjast fyrir réttindum þessara barna – heldur barna í 190 öðrum löndum. Mánaðarlegt framlag mitt sem heimsforeldri UNICEF er kannski ekki hátt. En droparnir mynda á endanum hafið. Heimsforeldrar eru hjartað í starfsemi UNICEF, langstærstu barnahjálparsamtaka heims. Þótt ótrúlegt megi virðast eru samtökin rekin einungis með frjálsum framlögum. Í dag er Dagur rauða nefsins. Hann gengur út á að gleðja landsmenn og hvetja þá til að gerast heimsforeldrar UNICEF – öll heimsins börn eru okkar börn. Hátíðin nær hámarki í söfnunar- og skemmtiþættinum í kvöld. Allir geta látið sig málið varða því þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinni útsendingu á Vísi. Ég hvet þig til að horfa. Börn heimsins eru gullið okkar og við verðum að gæta þess vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað segir maður við barn sem vinnur allan daginn niðri í þrjátíu metra djúpri holu í svartamyrkri og kæfandi hita? Þar sem súrefni er það lítið að erfitt er að anda? Holan er þröng og eina leiðin út er að klifra upp eftir reipi sem virðist við það að slitna í sundur. Allt í kring eru eins holur með fleiri vinnandi börnum í. Þetta er gullnáma. Börnin eru ódýrt vinnuafl. Fyrir mánaðarvinnu í holunum fá börnin 5.000 krónur. Hverju svarar maður þegar eitt þeirra hvíslar að mér að það vilji ekki vera hér? Barnið er einmana og kvíðið og hefur aldrei farið í skóla. Hvað gerir maður síðan þegar maður kynnist átta ára gamalli stúlku sem þrælar sér út fyrir lúsarlaun í skelfilegri grjótnámu eða hittir börn sem eru svo vannærð að þau halda ekki höfði? Fyrstu viðbrögð eru að verða sorgmæddur og reiður yfir að búa í heimi þar sem svona óréttlæti viðgengst. Á sama tíma fyllist ég von því ég hitti líka fólk sem vinnur sleitulaust að því að hjálpa þessum börnum og gera heiminn að betri stað. Ég fyllist enn meiri von þegar ég átta mig á því að á sama andartaki og ég er hér að bráðna úr hita í Búrkína Fasó í Afríku er UNICEF ekki einungis að berjast fyrir réttindum þessara barna – heldur barna í 190 öðrum löndum. Mánaðarlegt framlag mitt sem heimsforeldri UNICEF er kannski ekki hátt. En droparnir mynda á endanum hafið. Heimsforeldrar eru hjartað í starfsemi UNICEF, langstærstu barnahjálparsamtaka heims. Þótt ótrúlegt megi virðast eru samtökin rekin einungis með frjálsum framlögum. Í dag er Dagur rauða nefsins. Hann gengur út á að gleðja landsmenn og hvetja þá til að gerast heimsforeldrar UNICEF – öll heimsins börn eru okkar börn. Hátíðin nær hámarki í söfnunar- og skemmtiþættinum í kvöld. Allir geta látið sig málið varða því þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinni útsendingu á Vísi. Ég hvet þig til að horfa. Börn heimsins eru gullið okkar og við verðum að gæta þess vel.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar