Er gætt að rétti þínum? 7. desember 2012 07:00 Starf mitt felst í því að gæta að réttindum fólks, meðal annars vegna umferðarslysa. Ég veit því vel að það verður seint sagt að íslenskt tryggingaumhverfi ofali þá sem eiga um sárt að binda vegna slysa. Sumir launþegar eru þó betur settir en annað fólk, þar sem þeir hafa viðbótartryggingavernd vegna bílslysa í sínum kjarasamningi. Tryggingin er þó að hverfa úr kjarasamningum án þess að nokkur veiti því athygli. Til mín leituðu tveir einstaklingar á síðasta ári sem tóku laun eftir sama kjarasamningi og lentu í umferðarslysi sem var bótaskylt eftir reglum umferðarlaga. Rétt rúmir tveir mánuðir voru á milli slysanna og fékk annar aðilinn 30% hækkun á bætur en hinn fékk enga slíka hækkun. Ástæðan var einföld, á milli slysanna hafði viðbótartryggingarvernd vegna umferðarslysa verið tekin út úr kjarasamningnum. Því átti annar aðilinn bótarétt úr slysatryggingu launþega meðan hinn átti engan slíkan rétt. Kjarasamningsrétturinn hafði því verið skertur.Hagur launþega ekki betri Við þetta rifjaðist upp samtal sem ég átti við fulltrúa launþega í mjög stóru stéttarfélagi stuttu eftir efnahagshrunið í október 2008. Ég velti því fyrir mér hvort nokkurt svigrúm væri til launahækkana á Íslandi næstu árin og hvort ekki væri hægt að nota tækifærið til að semja um betri réttindi, svo sem aukna tryggingavernd, styttri vinnuviku og fleiri sumarfrísdaga. Ef gefa ætti þessi auknu réttindi eftir síðar yrði það ekki gert nema gegn launahækkunum. Staða launþega myndi því batna til lengri tíma. Fulltrúinn sagði almennan vilja fyrir launahækkunum, þar sem fjárhagsstaða almennings væri erfið. Ég hafði áhyggjur af tvennu þegar ég hugsaði að launahækkanir yrðu sambærilegar hjá öllum stéttarfélögum: Í fyrsta lagi hvort hækkanir myndu skila sér út í verðlagið og að auki hækka verðtryggðar skuldir þannig að nettó ávinningur af flötum launahækkunum væri enginn. Í öðru lagi hvort ríki og sveitarfélög hefðu takmarkað fjármagn í almennar hækkanir sem myndi leiða af sér hækkun skatta og útsvars. Því miður urðu áhyggjur mínar að veruleika. Þegar litið er til kjarasamnings einstaklinganna sem ég nefndi í upphafi greinarinnar, og þá sérstaklega tímabilsins frá október 2008 til dagsins í dag, má sjá að lægstu laun í samningnum hafa hækkað um 36%, sem er vel, en hæstu launin um 17%. Þess ber að geta að hæstu launin í launatöflunni voru þó ekki hærri en svo að þau voru rétt yfir meðalheildarlaunum Íslendinga. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 27%, vísitala launa um tæp 24%, vísitala byggingarkostnaðar um tæp 29%, bensín, áfengi og tóbak um rúm 60% og raunskatthlutfall meðallauna hækkað úr 25,5% í 27,7%. Kaupmáttur hefur því ekki aukist heldur minnkað. Almennar launahækkanir hafa því ekki skilað því markmiði að bæta hag launþega. Til að bæta gráu ofan á svart er verið að skerða önnur réttindi í kjarasamningum á sama tíma.Erfitt að ná réttindum aftur Ég er ekki forspár maður og ekki sérfræðingur í hagfræði. Þegar áðurnefndar áhyggjur mínar komu á daginn taldi ég líklegast að ég hefði ekki verið einn um að átta mig á samhengi almennra launahækkana og verðlags- og skattahækkana. Ég vona að þeir fáu heppnu sem enn þá hafa aukna tryggingavernd í sínum kjarasamningum, s.s. í kjarasamningum við ríki og sum sveitarfélög, gefi þessi réttindi ekki eftir án nokkurs endurgjalds. Erfitt er að ná réttindum aftur inn síðar þegar ekkert er til að semja um á móti. Því spyr ég þig, kæri launþegi: Er gætt að rétti þínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Starf mitt felst í því að gæta að réttindum fólks, meðal annars vegna umferðarslysa. Ég veit því vel að það verður seint sagt að íslenskt tryggingaumhverfi ofali þá sem eiga um sárt að binda vegna slysa. Sumir launþegar eru þó betur settir en annað fólk, þar sem þeir hafa viðbótartryggingavernd vegna bílslysa í sínum kjarasamningi. Tryggingin er þó að hverfa úr kjarasamningum án þess að nokkur veiti því athygli. Til mín leituðu tveir einstaklingar á síðasta ári sem tóku laun eftir sama kjarasamningi og lentu í umferðarslysi sem var bótaskylt eftir reglum umferðarlaga. Rétt rúmir tveir mánuðir voru á milli slysanna og fékk annar aðilinn 30% hækkun á bætur en hinn fékk enga slíka hækkun. Ástæðan var einföld, á milli slysanna hafði viðbótartryggingarvernd vegna umferðarslysa verið tekin út úr kjarasamningnum. Því átti annar aðilinn bótarétt úr slysatryggingu launþega meðan hinn átti engan slíkan rétt. Kjarasamningsrétturinn hafði því verið skertur.Hagur launþega ekki betri Við þetta rifjaðist upp samtal sem ég átti við fulltrúa launþega í mjög stóru stéttarfélagi stuttu eftir efnahagshrunið í október 2008. Ég velti því fyrir mér hvort nokkurt svigrúm væri til launahækkana á Íslandi næstu árin og hvort ekki væri hægt að nota tækifærið til að semja um betri réttindi, svo sem aukna tryggingavernd, styttri vinnuviku og fleiri sumarfrísdaga. Ef gefa ætti þessi auknu réttindi eftir síðar yrði það ekki gert nema gegn launahækkunum. Staða launþega myndi því batna til lengri tíma. Fulltrúinn sagði almennan vilja fyrir launahækkunum, þar sem fjárhagsstaða almennings væri erfið. Ég hafði áhyggjur af tvennu þegar ég hugsaði að launahækkanir yrðu sambærilegar hjá öllum stéttarfélögum: Í fyrsta lagi hvort hækkanir myndu skila sér út í verðlagið og að auki hækka verðtryggðar skuldir þannig að nettó ávinningur af flötum launahækkunum væri enginn. Í öðru lagi hvort ríki og sveitarfélög hefðu takmarkað fjármagn í almennar hækkanir sem myndi leiða af sér hækkun skatta og útsvars. Því miður urðu áhyggjur mínar að veruleika. Þegar litið er til kjarasamnings einstaklinganna sem ég nefndi í upphafi greinarinnar, og þá sérstaklega tímabilsins frá október 2008 til dagsins í dag, má sjá að lægstu laun í samningnum hafa hækkað um 36%, sem er vel, en hæstu launin um 17%. Þess ber að geta að hæstu launin í launatöflunni voru þó ekki hærri en svo að þau voru rétt yfir meðalheildarlaunum Íslendinga. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 27%, vísitala launa um tæp 24%, vísitala byggingarkostnaðar um tæp 29%, bensín, áfengi og tóbak um rúm 60% og raunskatthlutfall meðallauna hækkað úr 25,5% í 27,7%. Kaupmáttur hefur því ekki aukist heldur minnkað. Almennar launahækkanir hafa því ekki skilað því markmiði að bæta hag launþega. Til að bæta gráu ofan á svart er verið að skerða önnur réttindi í kjarasamningum á sama tíma.Erfitt að ná réttindum aftur Ég er ekki forspár maður og ekki sérfræðingur í hagfræði. Þegar áðurnefndar áhyggjur mínar komu á daginn taldi ég líklegast að ég hefði ekki verið einn um að átta mig á samhengi almennra launahækkana og verðlags- og skattahækkana. Ég vona að þeir fáu heppnu sem enn þá hafa aukna tryggingavernd í sínum kjarasamningum, s.s. í kjarasamningum við ríki og sum sveitarfélög, gefi þessi réttindi ekki eftir án nokkurs endurgjalds. Erfitt er að ná réttindum aftur inn síðar þegar ekkert er til að semja um á móti. Því spyr ég þig, kæri launþegi: Er gætt að rétti þínum?
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar