Er gætt að rétti þínum? 7. desember 2012 07:00 Starf mitt felst í því að gæta að réttindum fólks, meðal annars vegna umferðarslysa. Ég veit því vel að það verður seint sagt að íslenskt tryggingaumhverfi ofali þá sem eiga um sárt að binda vegna slysa. Sumir launþegar eru þó betur settir en annað fólk, þar sem þeir hafa viðbótartryggingavernd vegna bílslysa í sínum kjarasamningi. Tryggingin er þó að hverfa úr kjarasamningum án þess að nokkur veiti því athygli. Til mín leituðu tveir einstaklingar á síðasta ári sem tóku laun eftir sama kjarasamningi og lentu í umferðarslysi sem var bótaskylt eftir reglum umferðarlaga. Rétt rúmir tveir mánuðir voru á milli slysanna og fékk annar aðilinn 30% hækkun á bætur en hinn fékk enga slíka hækkun. Ástæðan var einföld, á milli slysanna hafði viðbótartryggingarvernd vegna umferðarslysa verið tekin út úr kjarasamningnum. Því átti annar aðilinn bótarétt úr slysatryggingu launþega meðan hinn átti engan slíkan rétt. Kjarasamningsrétturinn hafði því verið skertur.Hagur launþega ekki betri Við þetta rifjaðist upp samtal sem ég átti við fulltrúa launþega í mjög stóru stéttarfélagi stuttu eftir efnahagshrunið í október 2008. Ég velti því fyrir mér hvort nokkurt svigrúm væri til launahækkana á Íslandi næstu árin og hvort ekki væri hægt að nota tækifærið til að semja um betri réttindi, svo sem aukna tryggingavernd, styttri vinnuviku og fleiri sumarfrísdaga. Ef gefa ætti þessi auknu réttindi eftir síðar yrði það ekki gert nema gegn launahækkunum. Staða launþega myndi því batna til lengri tíma. Fulltrúinn sagði almennan vilja fyrir launahækkunum, þar sem fjárhagsstaða almennings væri erfið. Ég hafði áhyggjur af tvennu þegar ég hugsaði að launahækkanir yrðu sambærilegar hjá öllum stéttarfélögum: Í fyrsta lagi hvort hækkanir myndu skila sér út í verðlagið og að auki hækka verðtryggðar skuldir þannig að nettó ávinningur af flötum launahækkunum væri enginn. Í öðru lagi hvort ríki og sveitarfélög hefðu takmarkað fjármagn í almennar hækkanir sem myndi leiða af sér hækkun skatta og útsvars. Því miður urðu áhyggjur mínar að veruleika. Þegar litið er til kjarasamnings einstaklinganna sem ég nefndi í upphafi greinarinnar, og þá sérstaklega tímabilsins frá október 2008 til dagsins í dag, má sjá að lægstu laun í samningnum hafa hækkað um 36%, sem er vel, en hæstu launin um 17%. Þess ber að geta að hæstu launin í launatöflunni voru þó ekki hærri en svo að þau voru rétt yfir meðalheildarlaunum Íslendinga. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 27%, vísitala launa um tæp 24%, vísitala byggingarkostnaðar um tæp 29%, bensín, áfengi og tóbak um rúm 60% og raunskatthlutfall meðallauna hækkað úr 25,5% í 27,7%. Kaupmáttur hefur því ekki aukist heldur minnkað. Almennar launahækkanir hafa því ekki skilað því markmiði að bæta hag launþega. Til að bæta gráu ofan á svart er verið að skerða önnur réttindi í kjarasamningum á sama tíma.Erfitt að ná réttindum aftur Ég er ekki forspár maður og ekki sérfræðingur í hagfræði. Þegar áðurnefndar áhyggjur mínar komu á daginn taldi ég líklegast að ég hefði ekki verið einn um að átta mig á samhengi almennra launahækkana og verðlags- og skattahækkana. Ég vona að þeir fáu heppnu sem enn þá hafa aukna tryggingavernd í sínum kjarasamningum, s.s. í kjarasamningum við ríki og sum sveitarfélög, gefi þessi réttindi ekki eftir án nokkurs endurgjalds. Erfitt er að ná réttindum aftur inn síðar þegar ekkert er til að semja um á móti. Því spyr ég þig, kæri launþegi: Er gætt að rétti þínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Starf mitt felst í því að gæta að réttindum fólks, meðal annars vegna umferðarslysa. Ég veit því vel að það verður seint sagt að íslenskt tryggingaumhverfi ofali þá sem eiga um sárt að binda vegna slysa. Sumir launþegar eru þó betur settir en annað fólk, þar sem þeir hafa viðbótartryggingavernd vegna bílslysa í sínum kjarasamningi. Tryggingin er þó að hverfa úr kjarasamningum án þess að nokkur veiti því athygli. Til mín leituðu tveir einstaklingar á síðasta ári sem tóku laun eftir sama kjarasamningi og lentu í umferðarslysi sem var bótaskylt eftir reglum umferðarlaga. Rétt rúmir tveir mánuðir voru á milli slysanna og fékk annar aðilinn 30% hækkun á bætur en hinn fékk enga slíka hækkun. Ástæðan var einföld, á milli slysanna hafði viðbótartryggingarvernd vegna umferðarslysa verið tekin út úr kjarasamningnum. Því átti annar aðilinn bótarétt úr slysatryggingu launþega meðan hinn átti engan slíkan rétt. Kjarasamningsrétturinn hafði því verið skertur.Hagur launþega ekki betri Við þetta rifjaðist upp samtal sem ég átti við fulltrúa launþega í mjög stóru stéttarfélagi stuttu eftir efnahagshrunið í október 2008. Ég velti því fyrir mér hvort nokkurt svigrúm væri til launahækkana á Íslandi næstu árin og hvort ekki væri hægt að nota tækifærið til að semja um betri réttindi, svo sem aukna tryggingavernd, styttri vinnuviku og fleiri sumarfrísdaga. Ef gefa ætti þessi auknu réttindi eftir síðar yrði það ekki gert nema gegn launahækkunum. Staða launþega myndi því batna til lengri tíma. Fulltrúinn sagði almennan vilja fyrir launahækkunum, þar sem fjárhagsstaða almennings væri erfið. Ég hafði áhyggjur af tvennu þegar ég hugsaði að launahækkanir yrðu sambærilegar hjá öllum stéttarfélögum: Í fyrsta lagi hvort hækkanir myndu skila sér út í verðlagið og að auki hækka verðtryggðar skuldir þannig að nettó ávinningur af flötum launahækkunum væri enginn. Í öðru lagi hvort ríki og sveitarfélög hefðu takmarkað fjármagn í almennar hækkanir sem myndi leiða af sér hækkun skatta og útsvars. Því miður urðu áhyggjur mínar að veruleika. Þegar litið er til kjarasamnings einstaklinganna sem ég nefndi í upphafi greinarinnar, og þá sérstaklega tímabilsins frá október 2008 til dagsins í dag, má sjá að lægstu laun í samningnum hafa hækkað um 36%, sem er vel, en hæstu launin um 17%. Þess ber að geta að hæstu launin í launatöflunni voru þó ekki hærri en svo að þau voru rétt yfir meðalheildarlaunum Íslendinga. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 27%, vísitala launa um tæp 24%, vísitala byggingarkostnaðar um tæp 29%, bensín, áfengi og tóbak um rúm 60% og raunskatthlutfall meðallauna hækkað úr 25,5% í 27,7%. Kaupmáttur hefur því ekki aukist heldur minnkað. Almennar launahækkanir hafa því ekki skilað því markmiði að bæta hag launþega. Til að bæta gráu ofan á svart er verið að skerða önnur réttindi í kjarasamningum á sama tíma.Erfitt að ná réttindum aftur Ég er ekki forspár maður og ekki sérfræðingur í hagfræði. Þegar áðurnefndar áhyggjur mínar komu á daginn taldi ég líklegast að ég hefði ekki verið einn um að átta mig á samhengi almennra launahækkana og verðlags- og skattahækkana. Ég vona að þeir fáu heppnu sem enn þá hafa aukna tryggingavernd í sínum kjarasamningum, s.s. í kjarasamningum við ríki og sum sveitarfélög, gefi þessi réttindi ekki eftir án nokkurs endurgjalds. Erfitt er að ná réttindum aftur inn síðar þegar ekkert er til að semja um á móti. Því spyr ég þig, kæri launþegi: Er gætt að rétti þínum?
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun