Skólastarf í framhaldsskólum í skugga niðurskurðar Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 7. desember 2012 06:00 Því er oft haldið fram að lítill niðurskurður hafi orðið í velferðarkerfinu og vísað til forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Ætli það sé raunin hjá framhaldsskólum landsins sem eru hluti af velferðarkerfinu? Hefur þeim verið hlíft við niðurskurði? Hver er veruleikinn í skólastarfinu? Hér á eftir verða dregnar fram nokkrar staðreyndir til íhugunar fyrir þá sem standa fyrir utan skólakerfið. Verkefni framhaldsskólanna hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, einkum vegna fjölgunar nemenda. Þannig voru nemendur í framhaldsskólum árið 2007 samtals 19.096 en 20.235 árið 2011 sem varð tæplega 6% fjölgun. Þessu til viðbótar innrituðust tæplega 1.500 nemendur í skólana haustið 2011 vegna átaksins „Nám er vinnandi vegur“. Rétt er að minna á þá staðreynd að fyrir hrunið haustið 2008 hafði framhaldsskólinn þegar orðið fyrir miklum niðurskurði. Fjárheimildir hans síðan þá hafa þrátt fyrir það ekki verið í samræmi við fjölgun nemenda og aukin verkefni. Á árunum 2007 til 2011 voru fjárheimildir til skólanna skornar niður um rúmlega 18%, reiknað á verðlagi ársins 2011. Í skýrslum OECD um menntamál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslenskum framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þó lág fyrir í alþjóðlegum samanburði. Árið 2008 voru árleg útgjöld á hvern framhaldsskólanemanda í fullu námi á Íslandi að raunvirði 12% undir meðaltalinu í löndum OECD. Eftir 2008 hefur mikill niðurskurður fjár til framhaldsskóla snaraukið vandann sem þegar var fyrir hendi. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 kemur fram að uppsafnaður niðurskurður í framhaldsskólakerfinu frá 2009 til 2013 sé rúmlega 4 milljarðar, sem er rúmlega 18% á verðlagi ársins 2013. Í árlegri fjárlagagerð hefur ekki verið tekið tillit til mikillar fjölgunar nemenda og meira skorið niður í rekstri þeirra en stjórnvöld vilja vera láta.Veruleikinn í skólastarfinu Niðurskurðurinn í skólastarfinu birtist þannig að fjöldi nemenda á hvert kennslustarf hefur aukist og námshópar fara sístækkandi en fjöldi kennara hefur ekki þróast í samræmi við fjölgun nemenda. Í rannsókn á starfsumhverfi í framhaldsskólum í byrjun þessa árs, sem um 1.000 félagsmenn KÍ í framhaldsskólum tóku þátt í, kom fram að haustið 2011 voru 90% kennara með fjölmennari námshópa en hópaviðmið segja til um. Sístækkandi námshópar eiga stóran þátt í slæmum starfsaðstæðum nemenda og kennara. Kennarastarfið er erfiðara andlega og streita í starfi jókst um 16 prósent milli áranna 2010 og 2012. Kennarar hafa minna svigrúm til að sinna hverjum nemanda og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmatsaðferðir. Minni einstaklingsbundin samskipti kennara og nemenda í kennslustundum bitna á öllum nemendum en mest á þeim sem þurfa á sérstakri leiðsögn að halda. Námshópar í verklegu námi eru stærri en aðstæður leyfa, og alvarlegar spurningar vakna um öryggiskröfur við slíkar aðstæður. Framhaldsskólar landsins eru rúmlega 30, og höfðu 8 þeirra um helming nemenda árið 2011. Þessir 8 skólar hafa á að skipa rúmlega 20 náms- og starfsráðgjöfum til að sinna nemendunum, sem þýðir um 500 nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa. Í framhaldsskólalögum er kveðið á um rétt nemenda til náms- og starfsráðgjafar. Við slíkar aðstæður er þessi réttur bara í orði en ekki á borði. Til að minnka brotthvarf úr framhaldsskólanámi þarf að rjúfa vítahring slæmra starfsskilyrða nemenda og starfsmanna skólanna. Samfélagið ætlast til mikils af skólunum, þeir eiga því að geta vænst mikils af samfélaginu.Launaþróun félagsmanna KÍ Á árunum 2007 til 2010 dróst meðallaunakostnaður á hvert stöðugildi í framhaldsskólum saman um 15%. Frá 2006 hefur framhaldsskólinn verið að dragast aftur úr launaþróun hefðbundinna háskólamenntaðra viðmiðunarhópa sem starfa hjá ríkinu. Nú munar um 15-16% á dagvinnulaunum og 8-9% á heildarlaunum, framhaldsskólunum í óhag. Framhaldsskólarnir eru í dreifstýrðu launakerfi eins og aðrar ríkisstofnanir. Væntingar um að stofnanasamningar gæfu möguleika á eðlilegri launaþróun gengu ekki eftir. Á næstu árum munu margir starfsmenn í framhaldsskólum láta af störfum vegna aldurs og ráða þarf nýtt fagfólk í staðinn. Það verður aðeins gert með því að framhaldsskólarnir verði samkeppnishæfir í launum. Forgangsmál í kjarasamningum 2014 er að jafna laun í framhaldsskólum launum viðmiðunarhópa og koma á eðlilegri og stöðugri launaþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að lítill niðurskurður hafi orðið í velferðarkerfinu og vísað til forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Ætli það sé raunin hjá framhaldsskólum landsins sem eru hluti af velferðarkerfinu? Hefur þeim verið hlíft við niðurskurði? Hver er veruleikinn í skólastarfinu? Hér á eftir verða dregnar fram nokkrar staðreyndir til íhugunar fyrir þá sem standa fyrir utan skólakerfið. Verkefni framhaldsskólanna hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, einkum vegna fjölgunar nemenda. Þannig voru nemendur í framhaldsskólum árið 2007 samtals 19.096 en 20.235 árið 2011 sem varð tæplega 6% fjölgun. Þessu til viðbótar innrituðust tæplega 1.500 nemendur í skólana haustið 2011 vegna átaksins „Nám er vinnandi vegur“. Rétt er að minna á þá staðreynd að fyrir hrunið haustið 2008 hafði framhaldsskólinn þegar orðið fyrir miklum niðurskurði. Fjárheimildir hans síðan þá hafa þrátt fyrir það ekki verið í samræmi við fjölgun nemenda og aukin verkefni. Á árunum 2007 til 2011 voru fjárheimildir til skólanna skornar niður um rúmlega 18%, reiknað á verðlagi ársins 2011. Í skýrslum OECD um menntamál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslenskum framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þó lág fyrir í alþjóðlegum samanburði. Árið 2008 voru árleg útgjöld á hvern framhaldsskólanemanda í fullu námi á Íslandi að raunvirði 12% undir meðaltalinu í löndum OECD. Eftir 2008 hefur mikill niðurskurður fjár til framhaldsskóla snaraukið vandann sem þegar var fyrir hendi. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 kemur fram að uppsafnaður niðurskurður í framhaldsskólakerfinu frá 2009 til 2013 sé rúmlega 4 milljarðar, sem er rúmlega 18% á verðlagi ársins 2013. Í árlegri fjárlagagerð hefur ekki verið tekið tillit til mikillar fjölgunar nemenda og meira skorið niður í rekstri þeirra en stjórnvöld vilja vera láta.Veruleikinn í skólastarfinu Niðurskurðurinn í skólastarfinu birtist þannig að fjöldi nemenda á hvert kennslustarf hefur aukist og námshópar fara sístækkandi en fjöldi kennara hefur ekki þróast í samræmi við fjölgun nemenda. Í rannsókn á starfsumhverfi í framhaldsskólum í byrjun þessa árs, sem um 1.000 félagsmenn KÍ í framhaldsskólum tóku þátt í, kom fram að haustið 2011 voru 90% kennara með fjölmennari námshópa en hópaviðmið segja til um. Sístækkandi námshópar eiga stóran þátt í slæmum starfsaðstæðum nemenda og kennara. Kennarastarfið er erfiðara andlega og streita í starfi jókst um 16 prósent milli áranna 2010 og 2012. Kennarar hafa minna svigrúm til að sinna hverjum nemanda og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmatsaðferðir. Minni einstaklingsbundin samskipti kennara og nemenda í kennslustundum bitna á öllum nemendum en mest á þeim sem þurfa á sérstakri leiðsögn að halda. Námshópar í verklegu námi eru stærri en aðstæður leyfa, og alvarlegar spurningar vakna um öryggiskröfur við slíkar aðstæður. Framhaldsskólar landsins eru rúmlega 30, og höfðu 8 þeirra um helming nemenda árið 2011. Þessir 8 skólar hafa á að skipa rúmlega 20 náms- og starfsráðgjöfum til að sinna nemendunum, sem þýðir um 500 nemendur á hvern náms- og starfsráðgjafa. Í framhaldsskólalögum er kveðið á um rétt nemenda til náms- og starfsráðgjafar. Við slíkar aðstæður er þessi réttur bara í orði en ekki á borði. Til að minnka brotthvarf úr framhaldsskólanámi þarf að rjúfa vítahring slæmra starfsskilyrða nemenda og starfsmanna skólanna. Samfélagið ætlast til mikils af skólunum, þeir eiga því að geta vænst mikils af samfélaginu.Launaþróun félagsmanna KÍ Á árunum 2007 til 2010 dróst meðallaunakostnaður á hvert stöðugildi í framhaldsskólum saman um 15%. Frá 2006 hefur framhaldsskólinn verið að dragast aftur úr launaþróun hefðbundinna háskólamenntaðra viðmiðunarhópa sem starfa hjá ríkinu. Nú munar um 15-16% á dagvinnulaunum og 8-9% á heildarlaunum, framhaldsskólunum í óhag. Framhaldsskólarnir eru í dreifstýrðu launakerfi eins og aðrar ríkisstofnanir. Væntingar um að stofnanasamningar gæfu möguleika á eðlilegri launaþróun gengu ekki eftir. Á næstu árum munu margir starfsmenn í framhaldsskólum láta af störfum vegna aldurs og ráða þarf nýtt fagfólk í staðinn. Það verður aðeins gert með því að framhaldsskólarnir verði samkeppnishæfir í launum. Forgangsmál í kjarasamningum 2014 er að jafna laun í framhaldsskólum launum viðmiðunarhópa og koma á eðlilegri og stöðugri launaþróun.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun