Talar við leiðtoga allra flokka 17. október 2005 23:43 Angela Merkel lýsti því yfir fyrir stundu að hún ætlaði sér að tala við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins um stjórnarmyndun í Þýskalandi. Ingólfur Bjarni Sigufússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Berlín. Fréttaskýrendur eru sammála um að mestar líkur séu á samsteypustjórn stóru flokkanna, kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, undir forystu Gerhards Schröders. Það þarf þó væntanlega flóknar viðræður til að samningar takist þeirra á milli, t.d. um hvort þeirra verður kanslari. Bæði hafa lýst yfir sigri og gert tilkall til embættisins. Merkel segir stjórnarflokkana hafa tapað í gærkvöldi sem er vissulega rétt því þeir misstu meirihlutann á þingi og geta ekki myndað stjórn aftur einir. Schröder bendir á að niðurstaðan sé ekki jafn slæm og búist hafi verið við; að kristilegir demókratar hafi líka tapað fylgi. Þeir geti ekki myndað stjórn með frjálslyndum eins og þeir hafi viljað. Samsteypustjórn flokkanna er hugsanleg undir Schröder, þrátt fyrir þessar yfirlýsingar. Talið er líklegt að Merkel verði kennt um að flokknum gekk ekki betur en raun ber vitni og að henni verði skipt út í hvelli, enda er ljóst að hún stóð ekki undir væntingum. Eftirmaðurinn gæti þá sætt sig við að vera varakanslari Schröders. Fyrir utan digurbarkalegar yfirlýsingar í ræðupúltum má segja að stjórnmálamennirnir hérna í Þýskalandi séu upp til hópa kjaftstopp. Þeir geta ekki útskýrt skilaboðin frá kjósendum sem virðast þó á margan hátt skýr, í það minnsta fyrir þá sem ræddu við kjósendur fyrir kosningarnar. Fólk hér vildi breytingar en hafði ekki trú á að þær yrðu neinar þó að Merkel yrði kanslari. Flestir voru samkvæmt könnunum á því að hvorugur stóri flokkurinn hefði öll svörin við vandamálum landsins og í ljósi þess er ekki erfitt að geta sér til um hvaða skilaboð kjósendur voru að senda í gær. Þau voru að lýsa frati á stjórnmál og stjórnmálamenn sem hafa nú á annan áratug glímt við atvinnuleysi og efnahagsstöðnun án þess að koma með lausnir sem einhverju hafa breytt. Litlu flokkarnir fengu góða kosningu sem undirstrikar hugsanlega enn frekar vilja þjóðarinnar til að sjá breytingar. Frjálslyndir fengu betra fylgi en áratugum saman, Vinstri flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og fékk fjórðung atkvæða í Austur-Þýskalandi og græningjar töpuðu aðeins hálfu prósentustigi. Næstu skrefa er að vænta á næstu stundunum. Staðan er svo undarleg nú að enginn veit með vissu hver ætti að fá stjórnarmyndunarumboð. Stjórnmálaskýrendur hér segja að það gæti tekið margar vikur að leysa þann vanda sem kosninganiðurstöðurnar eru. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Angela Merkel lýsti því yfir fyrir stundu að hún ætlaði sér að tala við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins um stjórnarmyndun í Þýskalandi. Ingólfur Bjarni Sigufússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Berlín. Fréttaskýrendur eru sammála um að mestar líkur séu á samsteypustjórn stóru flokkanna, kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, undir forystu Gerhards Schröders. Það þarf þó væntanlega flóknar viðræður til að samningar takist þeirra á milli, t.d. um hvort þeirra verður kanslari. Bæði hafa lýst yfir sigri og gert tilkall til embættisins. Merkel segir stjórnarflokkana hafa tapað í gærkvöldi sem er vissulega rétt því þeir misstu meirihlutann á þingi og geta ekki myndað stjórn aftur einir. Schröder bendir á að niðurstaðan sé ekki jafn slæm og búist hafi verið við; að kristilegir demókratar hafi líka tapað fylgi. Þeir geti ekki myndað stjórn með frjálslyndum eins og þeir hafi viljað. Samsteypustjórn flokkanna er hugsanleg undir Schröder, þrátt fyrir þessar yfirlýsingar. Talið er líklegt að Merkel verði kennt um að flokknum gekk ekki betur en raun ber vitni og að henni verði skipt út í hvelli, enda er ljóst að hún stóð ekki undir væntingum. Eftirmaðurinn gæti þá sætt sig við að vera varakanslari Schröders. Fyrir utan digurbarkalegar yfirlýsingar í ræðupúltum má segja að stjórnmálamennirnir hérna í Þýskalandi séu upp til hópa kjaftstopp. Þeir geta ekki útskýrt skilaboðin frá kjósendum sem virðast þó á margan hátt skýr, í það minnsta fyrir þá sem ræddu við kjósendur fyrir kosningarnar. Fólk hér vildi breytingar en hafði ekki trú á að þær yrðu neinar þó að Merkel yrði kanslari. Flestir voru samkvæmt könnunum á því að hvorugur stóri flokkurinn hefði öll svörin við vandamálum landsins og í ljósi þess er ekki erfitt að geta sér til um hvaða skilaboð kjósendur voru að senda í gær. Þau voru að lýsa frati á stjórnmál og stjórnmálamenn sem hafa nú á annan áratug glímt við atvinnuleysi og efnahagsstöðnun án þess að koma með lausnir sem einhverju hafa breytt. Litlu flokkarnir fengu góða kosningu sem undirstrikar hugsanlega enn frekar vilja þjóðarinnar til að sjá breytingar. Frjálslyndir fengu betra fylgi en áratugum saman, Vinstri flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og fékk fjórðung atkvæða í Austur-Þýskalandi og græningjar töpuðu aðeins hálfu prósentustigi. Næstu skrefa er að vænta á næstu stundunum. Staðan er svo undarleg nú að enginn veit með vissu hver ætti að fá stjórnarmyndunarumboð. Stjórnmálaskýrendur hér segja að það gæti tekið margar vikur að leysa þann vanda sem kosninganiðurstöðurnar eru.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira