Hve mörg eru fórnarlömbin? Guðmundur Magnússon skrifar 13. október 2005 15:20 Ekkert lát er á óöldinni í Írak. Á degi hverjum berast fregnir um mannfall í átökum bandarískra og breskra hermanna við uppreisnarmenn í landinu eða af völdum sjálfsvígsárása sem gerðar eru á hermennina eða innlenda hjálparmenn þeirra. Sá friður og stöðugleiki sem margir væntu í kjölfar innrásarinnar í landið í mars 2003 hefur látið á sér standa. Engar opinberar tölur eru til um mannfall í Íraksstríðinu og eftirköstum þess en ef marka má talningu sérfræðihóps sem heldur úti vefsíðu um þetta efni höfðu í gær á bilinu 15.229 til 17.443 óbreyttir borgarar í Írak fallið í átökunum frá upphafi. Talningin er byggð á opinberum upplýsingum um fallna og sérhvert tilvik skráð eins nákvæmlega og unnt er. Mikla athygli vakti í október síðastliðnum þegar sérfræðingar við Bloomberg-lýðheilsudeild John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum birtu skýrslu í breska læknaritinu Lancet þar sem greint var rannsókn sem leitt hafði í ljós að hinir látnu af völdum stríðsins væru miklu fleiri en talið hefur verið eða allt að 100.000. Það er gífurlegur fjöldi og vakti að sjálfsögðu upp spurninguna um sjálfan tilganginn með herferðinni. Var hægt að réttlæta innrásina ef þessar tölur voru réttar? Dregið hefur verið í efa að upplýsingarnir séu á rökum reistar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa ekki viljað fallast á þær. En þau hafa jafnframt hafnað kröfum um að opinberir aðilar framkvæmi nýja rannsókn. Þess vegna hafa þau sjálf engar tölur fram að færa til mótvægis né hafa þau sett fram faglega gagnrýni á rannsóknina. Málið hefur komið til umræðu hér á landi og hefur Davíð Oddsson utanríkisráðherra fullyrt í sjónvarpsfréttum að búið sé að hrekja tölur vísindamannanna í Lancet-greininni.. Er það rétt? Hver er sannleikurinn í málinu?Lancet-rannsóknin var unnin í Írak í september síðast liðnum.Hún fór þannig fram að valdar voru með tilviljanaúrtaki eitt þúsund fjölskyldur á 33 völdum svæðum í landinu, þær síðan heimsóttar og spurðar um barnsfæðingar og dauðsföll fyrir og eftir innrásina. Talað var við nær átta þúsund manns á tæplega þúsund heimilum. Niðurstaðan var sú að dauðsföll íraskra borgara voru 2,5 sinnum algengari á sautján mánaða tímabili eftir innrásina en fjórtán mánuði fyrir hana. Á 15 af stöðunum sem heimsóttir voru greindi fólk frá dauðsföllum sem rekja mátti til innrásarinnar og átaka og ástands vegna hennar. Flestir hinna látnu voru konur og börn. Talningin benti til þess að allt að 100 þúsund manns hefðu látist til viðbótar við eðlileg árleg dauðsföll í landinu. Með einum eða öðrum hætti var það rakið til styrjaldarástandsins. Deilt hefur verið um þessa tölu. Enginn vafi er á því að upplýsinga var aflað við mjög erfiðar aðstæður og ekki var sannreynt með dánarvottorðum nema í ákveðnum tilvikum að satt og rétt væri greint frá. Rannsóknarmenn töldu þó ekki ástæðu til að efast. En þeir viðurkenna að tölurnar sem framreiknaðar eru út frá úrtakinu geti ekki verið alveg nákvæmar en það breyti því ekki að þær séu mjög nærri lagi. Yfirmaður rannsóknarinnar, Les Roberts, telur tölurnar meira að segja varfærnislegar. Hinir látnu kunni að vera mun fleiri. Rannsóknaraðferðin sjálf, val úrtaks og viðmiðanir, er talin traust, byggir á sömu tölfræði og skoðanakannanir, og hefur áður verið notast við hana í stríðshrjáðum löndum eins og Afganistan og Kosovo án þess að deilt hafi verið um niðurstöðurnar. Vefritið Slate.com hefur birt grein þar sem talin 100.000 er dregin í efa og bent á að samkvæmt tölfræðilegum grundvelli verksins geti hinir látnu verið nærri 90 þúsund færri eða fleiri. Þessi ályktun hefur þó verið talin fráleit í úttekt á málinu í tímaritinu Economist eins og lesa má hér. Segja má að vafi leiki á nákvæmni talnanna sem birtar voru í Lancet. Ekki er þó rétt að tala um að niðurstaðan hafi verið hrakin. Segja má að ekki sé hægt að kveða upp úr um hvort tölurnar séu í raun réttar nema með nákvæmari rannsókn í Írak, rannsókn sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa fram að þessu ekki viljað fallast á að framkvæma. En hvort sem Lancet-greinin hefur hitt á rétta tölu eða ekki er ljóst að óbreyttir borgarar sem látist hafa í Íraksstríðinu eru langtum fleiri en nokkurn óraði fyrir í upphafi hernaðarins og langtum fleiri en hægt er að réttlæta.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ekkert lát er á óöldinni í Írak. Á degi hverjum berast fregnir um mannfall í átökum bandarískra og breskra hermanna við uppreisnarmenn í landinu eða af völdum sjálfsvígsárása sem gerðar eru á hermennina eða innlenda hjálparmenn þeirra. Sá friður og stöðugleiki sem margir væntu í kjölfar innrásarinnar í landið í mars 2003 hefur látið á sér standa. Engar opinberar tölur eru til um mannfall í Íraksstríðinu og eftirköstum þess en ef marka má talningu sérfræðihóps sem heldur úti vefsíðu um þetta efni höfðu í gær á bilinu 15.229 til 17.443 óbreyttir borgarar í Írak fallið í átökunum frá upphafi. Talningin er byggð á opinberum upplýsingum um fallna og sérhvert tilvik skráð eins nákvæmlega og unnt er. Mikla athygli vakti í október síðastliðnum þegar sérfræðingar við Bloomberg-lýðheilsudeild John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum birtu skýrslu í breska læknaritinu Lancet þar sem greint var rannsókn sem leitt hafði í ljós að hinir látnu af völdum stríðsins væru miklu fleiri en talið hefur verið eða allt að 100.000. Það er gífurlegur fjöldi og vakti að sjálfsögðu upp spurninguna um sjálfan tilganginn með herferðinni. Var hægt að réttlæta innrásina ef þessar tölur voru réttar? Dregið hefur verið í efa að upplýsingarnir séu á rökum reistar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa ekki viljað fallast á þær. En þau hafa jafnframt hafnað kröfum um að opinberir aðilar framkvæmi nýja rannsókn. Þess vegna hafa þau sjálf engar tölur fram að færa til mótvægis né hafa þau sett fram faglega gagnrýni á rannsóknina. Málið hefur komið til umræðu hér á landi og hefur Davíð Oddsson utanríkisráðherra fullyrt í sjónvarpsfréttum að búið sé að hrekja tölur vísindamannanna í Lancet-greininni.. Er það rétt? Hver er sannleikurinn í málinu?Lancet-rannsóknin var unnin í Írak í september síðast liðnum.Hún fór þannig fram að valdar voru með tilviljanaúrtaki eitt þúsund fjölskyldur á 33 völdum svæðum í landinu, þær síðan heimsóttar og spurðar um barnsfæðingar og dauðsföll fyrir og eftir innrásina. Talað var við nær átta þúsund manns á tæplega þúsund heimilum. Niðurstaðan var sú að dauðsföll íraskra borgara voru 2,5 sinnum algengari á sautján mánaða tímabili eftir innrásina en fjórtán mánuði fyrir hana. Á 15 af stöðunum sem heimsóttir voru greindi fólk frá dauðsföllum sem rekja mátti til innrásarinnar og átaka og ástands vegna hennar. Flestir hinna látnu voru konur og börn. Talningin benti til þess að allt að 100 þúsund manns hefðu látist til viðbótar við eðlileg árleg dauðsföll í landinu. Með einum eða öðrum hætti var það rakið til styrjaldarástandsins. Deilt hefur verið um þessa tölu. Enginn vafi er á því að upplýsinga var aflað við mjög erfiðar aðstæður og ekki var sannreynt með dánarvottorðum nema í ákveðnum tilvikum að satt og rétt væri greint frá. Rannsóknarmenn töldu þó ekki ástæðu til að efast. En þeir viðurkenna að tölurnar sem framreiknaðar eru út frá úrtakinu geti ekki verið alveg nákvæmar en það breyti því ekki að þær séu mjög nærri lagi. Yfirmaður rannsóknarinnar, Les Roberts, telur tölurnar meira að segja varfærnislegar. Hinir látnu kunni að vera mun fleiri. Rannsóknaraðferðin sjálf, val úrtaks og viðmiðanir, er talin traust, byggir á sömu tölfræði og skoðanakannanir, og hefur áður verið notast við hana í stríðshrjáðum löndum eins og Afganistan og Kosovo án þess að deilt hafi verið um niðurstöðurnar. Vefritið Slate.com hefur birt grein þar sem talin 100.000 er dregin í efa og bent á að samkvæmt tölfræðilegum grundvelli verksins geti hinir látnu verið nærri 90 þúsund færri eða fleiri. Þessi ályktun hefur þó verið talin fráleit í úttekt á málinu í tímaritinu Economist eins og lesa má hér. Segja má að vafi leiki á nákvæmni talnanna sem birtar voru í Lancet. Ekki er þó rétt að tala um að niðurstaðan hafi verið hrakin. Segja má að ekki sé hægt að kveða upp úr um hvort tölurnar séu í raun réttar nema með nákvæmari rannsókn í Írak, rannsókn sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa fram að þessu ekki viljað fallast á að framkvæma. En hvort sem Lancet-greinin hefur hitt á rétta tölu eða ekki er ljóst að óbreyttir borgarar sem látist hafa í Íraksstríðinu eru langtum fleiri en nokkurn óraði fyrir í upphafi hernaðarins og langtum fleiri en hægt er að réttlæta.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun