Erlent

Vaclav Havel látinn

Vaclav Havel
Vaclav Havel
Vaclav Havel, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Tékklands, lést í nótt. Hann var 75 ára gamall. Havel leiddi flauelsbyltinguna í Tékkóslóvakíu árið 1989 sem batt enda á alræðisstjórn kommúnismans þar í landi.

Mótmælin voru friðsæl og mörkuðu meðal annars upphaf falls Sovétríkjanna. Havel var tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels þó hann hafi aldrei hlotið þann heiður. Hann hóf viðræður við Evrópusambandið og NATÓ seint á tíunda áratugnum en Tékkland gekk inn í Evrópusambandið árið 2004. Hann var einnig leik- og ljóðskáld.

Havel var fæddur 5. október 1936. Hann var mikill reykingamaður og gekkst meðal annars undir skurðaðgerð á hálsi árið 2009 vegna sjúkdóma tengdum tóbakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×