19. júní 2015 – viðeigandi hátíðarhöld Stefán Pálsson skrifar 6. júní 2014 07:00 Eftir rúmt ár, þann nítjánda júní 2015, verður því fagnað að hluti íslenskra kvenna fékk kosningarétt. Sjálfsagt er að halda því til haga að ekki öðluðust allir íslenskir borgarar þessi mannréttindi við það tilefni. Enn liðu nokkur ár uns t.d. vinnuhjú og fólk sem þegið hafði sveitarstyrk fékk full borgararéttindi. Engu að síður er nítjándi júní stór dagur, ekki hvað síst fyrir kvenréttindahreyfinguna sem lengi hefur minnst þessa dags. Lengi hefur verið rætt um að halda upp á þennan áfanga með afgerandi hætti og hafa ýmsar tillögur litið dagsins ljós, svo sem að heiðra lykilkonur úr sögu kvenréttindabaráttunnar með minnisvörðum, afhjúpunum málverka eða með því að gefa gatnastubbum ný nöfn. Hér skal þó sett fram tillaga að viðburði sem gæti vakið athygli á afmælinu út fyrir landsteinana og myndi rata í metabækur.Einsdæmi í sögunni Löng hefð er fyrir því að Alþingi Íslendinga komi saman til aukafundar á hátíðarstundum. Ber þar hæst Alþingishátína 1930, lýðveldisstofnun á Þingvöllunum 1944, 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974, lýðveldisafmælið 1994 og Kristnitökuhátíð sumarið 2000. Á öllum þessum samkomum hefur þótt við hæfi að þingið samþykki – helst einum rómi – einhverja löggjöf eða rausnarlega fjárveitingu sem til framfara horfir. Það er því rökrétt hugmynd að Alþingi Íslendinga verði kallað saman til aukaþings að sumri þann nítjánda júní 2015 og þingið muni samþykkja einhverja þá löggjöf, þingsályktun eða fjárframlag sem telja má til framdráttar jafnréttisbaráttu kynjanna eða mannréttindabaráttu almennt. En til að ljá samkomu þeirri sérstakan blæ og til að tryggja að hún skráist á spjöld sögunnar, legg ég til að við nýtum okkur sveigjanleika kosningakerfis okkar og þá staðreynd að varaþingmenn eru kallaðir inn á þing eftir sæti á framboðslistum. Ef sérhver karlþingmaður myndi kalla inn varamann og allir karlvaraþingmenn myndu stíga til hliðar, mætti tryggja að löggjafarsamkoman á þessum hátíðarfundi yrði að öllu leyti skipuð konum. 63 kvenþingmenn myndu þá greiða atkvæði um lög og samþykktir. Það yrði heimssögulegur viðburður og met sem seint verður jafnað. Er hægt að hugsa sér meira viðeigandi aðgerð á tímamótum sem þessum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Eftir rúmt ár, þann nítjánda júní 2015, verður því fagnað að hluti íslenskra kvenna fékk kosningarétt. Sjálfsagt er að halda því til haga að ekki öðluðust allir íslenskir borgarar þessi mannréttindi við það tilefni. Enn liðu nokkur ár uns t.d. vinnuhjú og fólk sem þegið hafði sveitarstyrk fékk full borgararéttindi. Engu að síður er nítjándi júní stór dagur, ekki hvað síst fyrir kvenréttindahreyfinguna sem lengi hefur minnst þessa dags. Lengi hefur verið rætt um að halda upp á þennan áfanga með afgerandi hætti og hafa ýmsar tillögur litið dagsins ljós, svo sem að heiðra lykilkonur úr sögu kvenréttindabaráttunnar með minnisvörðum, afhjúpunum málverka eða með því að gefa gatnastubbum ný nöfn. Hér skal þó sett fram tillaga að viðburði sem gæti vakið athygli á afmælinu út fyrir landsteinana og myndi rata í metabækur.Einsdæmi í sögunni Löng hefð er fyrir því að Alþingi Íslendinga komi saman til aukafundar á hátíðarstundum. Ber þar hæst Alþingishátína 1930, lýðveldisstofnun á Þingvöllunum 1944, 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974, lýðveldisafmælið 1994 og Kristnitökuhátíð sumarið 2000. Á öllum þessum samkomum hefur þótt við hæfi að þingið samþykki – helst einum rómi – einhverja löggjöf eða rausnarlega fjárveitingu sem til framfara horfir. Það er því rökrétt hugmynd að Alþingi Íslendinga verði kallað saman til aukaþings að sumri þann nítjánda júní 2015 og þingið muni samþykkja einhverja þá löggjöf, þingsályktun eða fjárframlag sem telja má til framdráttar jafnréttisbaráttu kynjanna eða mannréttindabaráttu almennt. En til að ljá samkomu þeirri sérstakan blæ og til að tryggja að hún skráist á spjöld sögunnar, legg ég til að við nýtum okkur sveigjanleika kosningakerfis okkar og þá staðreynd að varaþingmenn eru kallaðir inn á þing eftir sæti á framboðslistum. Ef sérhver karlþingmaður myndi kalla inn varamann og allir karlvaraþingmenn myndu stíga til hliðar, mætti tryggja að löggjafarsamkoman á þessum hátíðarfundi yrði að öllu leyti skipuð konum. 63 kvenþingmenn myndu þá greiða atkvæði um lög og samþykktir. Það yrði heimssögulegur viðburður og met sem seint verður jafnað. Er hægt að hugsa sér meira viðeigandi aðgerð á tímamótum sem þessum?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar